Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 12
Nemendur Landakots- skóla árið 1926. Aftari röð frá vinstri til hægri: Theodór Mortensen, látinn, Einar Pálsson, kvæntur Guðlaugu Valdemars, Laufey Lofts- dóttir, gift Sigurði Guð- mundssyni, vélstjóra, Gerd Miiller, gift Sigurjóni Hallvarðssyni, skrifstofustjóra, Ásta Benjaminsson, gift Murray verkfræðingi USA, Sigríður Jónsdóttir, frú, Agnar Guðmundsson, skipstjóri, kvæntur Birnu Petersen. Miðröð frá vinstri til hægri: Hanna Ingvars- dóttir, gift Ásmundi Ólafssyni, byggingam.,' Jóna Ingvarsdóttir, gift Haraldi Sæmundssyni, rafvirkja, Esther Poulsen, gift Linde, admiral, Liselotte Schuinn Gunnarsson, frú. Fremsta röð frá vinstri til hægri: Dagný Elling- sen, látin, Lilja Þórarins- dóttir, gift Halldóri Matthíassyni skrfstofustj. endur skólans og urðum þeim samferða vestur í Landakot á fornar slóðir. Þá stóðu einmitt löngu frímínúturnar. Þær frú Hansína Gunn- arsdóttir og Rósa Þórarinsdóttir hófu nám í skólanum haustið 1897. Þá hafði strauborðið verið lagt til hliðar en kennslan fór fram við stórt og viðamikið eikarborð. Nemendurnir voru fimm, Rósa og Hans- ína, Friðrik bróðir hennar og tvær systur, þær Ingibjörg og Stefanía Eiríksen sem nú eru giftar og búsettar vestan hafs. Hansína var af kaþólsku foreldri, faðir hennar var Gunnar Einarsson frá Hjalteyri við Eyjafjörð Ásmundssonar í Nesi. Bróðir Hansínu er Jóhannes Hóla- biskup. Því var ekki nema eðlilegt að Hansína væri látin ganga í hinn nýja kaþólska skóla í Reykjavík. Um Rósu gegndi öðru máli. — Faðir minn var Þórarinn Jónsson utanbúðarmaður hjá Ziem- sen, sagði Rósa, ég gekk fyrst í barnaskólann í Reykjavík þar sem nú er lögreglustöðin til húsa. En við bjuggum rétt í túngarðinum á Landakoti og þar var ég oft að leik með börnum. En Systir Clementia sem var fyrsti skólastjórinn í Landakoti gekk þar eitt sinn að mér og leiddi mig rakleitt inn í skólann. Svo fór ég að tala við foreldra mína og þau samþykktu að ég gengi í skólann. — Og alltaf var hún efst, skaut frú Hansína inn í, og seinna fór hún á Handelskademíið í Kaupmannahöfn og þar var hún líka efst á burtfararprófi í sínum bekk. Hún var efst í dönsku. — Og hvað var kennt í Landakoti fyrstu árin? Þær stöllur sögðu mér að allar námsgreinar hefðu verið kenndar á dönsku, náttúrufræði, mannkynssaga, landafræði. Og danska var auk þess aðalnámsgreinin. Kennararnir voru allir danskir, prestar og nunn- ur. Þó voru tvær stundir á viku kennd íslenzka, franska var kennd jafn marga tíma. — Maður var orðinn hálf danskur, segir Hansína, síðasta árið í skólanum var ég farin að hugsa á dönsku. Bærinn var hálf danskur. Amvars voru ýmsar sveiflur á því. Fransmenn settu líka svip á bæinn á tímabili. — Já, svarar Rósa, þá kom maður varla svo inn í búð í Reykja- vík að ekki væri sagt adjö þegar maður kvaddi. Maður sagði adjö án þess að skammast sin. — Fyrir norðan var svo mikið um farvel, bætir Hansína við. Farvel sögðu Norðlendingar. Og nú segir fólkið bæ-bæ og sólong. Ég spurði þær hvort þær hefðu haldið við frönskunni. Frönsku-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.