Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 24

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 24
Það liðu tveir dagar, áður en Hugh gaí mér leyfi til þess að tala um það, sem gerzt hafði. Þessa tvo daga svaf ég næstum því stanzlaust. Ég vissi aðeins af mér stutta stund i einu, og sá þá að Joanna eða frú Hale sátu við rúmið mitt, eða Hugh stóð og laut yfir mig. Annað slagið fann ég til i hægri hand- leggnum, en ég fann til án þess þó að hafa mátt til þess að gera nokkuð. Mér tókst aldrei að gera mér fullkomlega ljóst, hvar ég væri niður komin nema hvað ég vissi, að ég lá í svefnherber.gi. Stundum skein sólin dauft inn um gluggann, þegar ég vakn- aði og stundum var Ijós á lamp- anum, sem stóð á borðinu við rúmið mitt. En ég fann að ég var ðrugg, og mér lá alls ekki á, að vakna úr þessum dvala. En að morgni þriðja dagsins, þegar mér fannst ég hafa sofið í heila eilífð leið ég ekki inn í meðvitundarleysið aftur eftir að ég hafði opnað augun. Hugh sat við rúmið mitt. Það var fyrst nú, sem hann leyfði mér að tala. Þegar frú Hale kom inn og vildi laga til í rúminu mínu, sendi hann hana út aftur því ég átti að fá að tala um allt, sem gerzt hafði í ró og næði og við hann einan. Mér fannst höfuðíð á mér vera orð- ið skýrt aftur, og ég var róleg, en biturleikinn var enn ekki horfinn, og ég sá það á Hugh, að hann hafði tekið eftir því, en hann sagði ekkert við þessu. Hann hlustaðí steinþegjandi. Ef ég hafði búizt við, að hann myndi láta í ljós reiðí eða fyrir- litningu, þá varð ég fyrir von- brigðum. Þegar ég hætti að tala, sagði hann róandi: — Ef þetta hefði gerzt aðeins nokkrum klukku- stundum síðar, hefði það reynd- ar aldrei þurft að koma fyrir. Ég leit spyrjandi á hann. og hann hélt áfram: Ég trúði því aldrei, að þú værir í þann veginn að verða geðveik. Það gat vel verið eitthvað að þér, en geðveik varstu ekki. Það var samt erfitt að mynda sér nokkrar ákveðnar skoðanir, án þess að vita meira en það, sem þú hafðir sjálf að segja, svo ég hyrjaði að rannsaka málið. Ég vildi £á að vita af hvers konar geðveiki móðir þín hafði þjáðst, og hvort vitað væri um fleiri geðsjúkdómstilfelli í ætt- inni. Þar af leiðandi lét ég spyrjast fyrir um þetta fyrir mig í Kanada. Og þegar mér barst skeyti, þar sem stóð, að móðir þín — Elisabeth Mary F^'i-r.ÍQ. _ ekki látizt 24 á geðveikrahæli heldur í bíl- slysi byrjaði ég fyrir alvöru að rannsaka málið. Og niðurstaðan var furðuleg. Það kom í ljós, að Elisa Constance Landry, fædd Fournier hafði dáið í Montreal árið 1940. Ég fékk skeytið um þetta á þriðja í jólum. Ég hafði mjög mikið að gera þennan dag, en ég reyndi að hringja til þín tvisvar sinn- um. Satt bezt að segja var ég berginu, en þið höfðuð ekki sofið þar. Joanna hringdi mörg- um sinnum um daginn, en hún fékk aldrei neitt svar. Þetta gerði hana heldur ekki mjög órólega, en henni fór fyrst ekki að standa á sama, þegar hún einu sinni heyrði tólinu lyft upp, en fékk samt ekkert svar. Þá tók hún bílinn og ók til ykkar, því hún vissi að einhver hlaut að vera í húsinu. farið að loga. Joanna dró þig inn í baðherbergið og tróð blautum handklæðum í rifum- ar undir hurðinni tii þess að halda burtu eldinum. Þegar brunabílamir komu hékk hún hálf út úr baðherbergisgluggan* um og hrópaði á hjálp eins hátt og hún gat svo að þeir tækju samstundis eftir enni. Hún er hérna núna. Hún vill fá að tala við þig. EFTIR MARGARET LYIMIM SOGULOK farinn að verða mjög órólegur þín vegna. Annað hvort hlauzt þú að vera Lisa Landry eða Dorcas Mallory — og báðar voru þær dánar! Þegar enginn svaraði í símann hugsaði ég, að Landry hefði ef til vill kom- ið og náð í þig og farið með þig tíl London aftur, en ég ók heim til þín um leið og við- talstíma mínum lauk til þess að fá að vita fyrir víst, hvort þú værir heima eða ekki. Ég kom í tæka tíð til þess að sjá þá lyfta þér út um baðher- bergisgluggann. Eða réttara sagt: Ég sá ykkur Joanna. — Joanna? ég glennti upp augun af undrun. — Þú manst víst ekki eftir því, að Joanna bjargaði lífi þínu. Hún var líka óróleg út af þér þennan dag. Þið Landry höfðuð átt að koma til hennar á annan í jólum, en hún varð ekkert sérlcga hissa, þegar þið komuð ekki — þú hafðir kom- ið mjög undarlega fram í seinni tíð. En næsta morgun reyndi hún að hringja í þig á hótelið, og þá voru hvorki þú né Lan- dry þar lengur. Hvorugt ykkar hafði tilkynnt brottförina til hótelsins og farangurinn var enn á sínum stað í hótelher- — Ég hélt það hefði verið þú, sagði ég. Þegar síminn hringdi og mér tókst að ná í heymartólið, en gat ekki komið upp nokkru orði. — Það var heppni, að þú skyldir ná í tólið, þvx hefðir þú ekki gert það hefði Joanna ekki skilið, að eitthvað var að. Það var ekki hægt að sjá eld- inn frá aðalveginum, því að herbergið þitt snýr í hina átt- ina — enginn hefði séð neitt frá veginum, fyrr en það var orðið um seinan. En hún sá eldinn um leið og hún beygði inn á heimkeyrsluna. Hún kall- aði á brunaliðið í Hardleigt og síðan leitaði hún í húsinu til þess að fullvissa sig um, hvort einhver væri þar inni eða ekki. Hún hélt þú hefðir læst að þér, og þegar þú svaraðir ekki hljóp hún niður í eldhúsið og náði í varalykilinn. Hún getur auðvit- að sagt þér sjálf, hvað kom fyrir, en ég get bara lýst því í stórum dráttum. Herbergið stóð í ljórum logum, og guð má vita, hvernig henni tókst að finna þig i eldhafinu. En til allrar hamingju hafðir þú skriðið fram að baðherbergis- dyrunum og þar var enn ekki Ég grúfði mig niður í kodd- ann. — Nei, það get ég ekki! Ekki ennþá! Hann — hann reyndi að myrða mig. Hann viídi að ég færist í eldinum. Hann hélt ég væri meðvitund- arlaus og kveikti í rúminu ... Hann var búinn 'að gefa mér svefnpillur, og hann hellti yfir mig úr whiskyglasi og stakk sígarettu milli fingra minna ... Það átti að líta svo út, sem ég hefði sofnað út frá sígarettunni og sjálf kveikt í rúminu! Ég skalf, þarna sem ég lá í rúminu. Hann vildi að ég dæi — á þennan hræðilega hátt. — Charles er dáinn, sagði Hugh, svo rólega og svo blátt áfram, að ég gat varla truað mínum eigin eyrum. — Charles — dáinn? Hann kinkaði kolli. — Hann fórst í eldsvoðanum. Joanna getur sagt þér betur frá því en ég. — Nei! stundi ég. Nei — hun er dóttir hans... Ég get ekki séð hana ennþá! — Það er Joanna að þakka, að þú lifir, sagði Hugh alvar- legur. Hún bjargaði lífi þínu. Jafnvel þótt faðir hennar hafi reynt að myrða þig, finnst mér hún hafi bætt fyrir brot hans.. FALK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.