Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 7
Topplausir
Við vorum nýlega að minnast á topp-
lausa kjóla hér á síðunni og þeim vin-
sældum sem þeir ættu að fagna. í því
sambandi var minnzt á tvö brezk mál.
En það er víðar en í Bretlandi sem
baráttan gegn hinum topplausu kjólum
stendur. í Californiu fékk ein frú ný-
lega áminningu af lögreglunni fyrir að
hafa mætt í einum topplausum á dans-
samkomu og fylgir hér mynd þar sem
verið er að leiða hana í burtu.
En eru þeir topplausu Þá hvergi
leyfðir? Þeir í Frakklandi munu lítið
skipta sér af því hvort konur klæðast
topplausum eða ekki og hér fylgir mynd
sem sýnir dansandi pör á útisamkomu í
því landi. Eins og myndin ber með sér
þá klæðast þær topplausum.
Var einhver að tala um Nauthólsvík?
Zorbas kvikmynduð
Þá er strákurinn
minn aftur farinn að
éta franskbrauð. Hann
segir að maðkarnir
hljóti að vera búnir...
Fyrir nokkrum árum las Erlingur Gíslason framhalds-
sögu í útvarpið sem hét Zorbas. Þessi saga varð vinsæl
enda eftir góðan rithöfund Grikkja Nikos Kazantsakis. Önnur
bók eftir þennan merka höfund hefur komið út á íslenzku
„Frelsið eða dauðann" sem Almenna bókafélagið gaf út.
Nú um þessar mundir er verið að hefja undirbúning að
kvikmyndun bókarinnar um Zorbas. Það er Anthony Quinn
sem á að fara með aðalhlutverkið en hin gríska leikkona
Irene Papas fer með aðalkvenhlutverkið. Hún hefur nú snúið
aftur til Grikklands eftir að hafa leikið í tveimur kvikmynd-
um í Hollywood.
Og svo við snúum okkur að því sem slúðrað er þá er
það mjög rætt að Irene kunni að verða önnur kona Quinn.
Hann er nú skilinn við fyrri konu sína og var trúlofaður
ítalskri stúlku og átti með henni tvö börn, en sú trúlofun
mun farin út um þúfur.
Með þessum línum fylgir mynd af Irene Papas.
Gina Lollobirgida hefur nýlega í blaðaviðtali lýst
því yfir' að hún sé ekki hrifin af hinum svokölluðu
kynbombum. Hún segir að þær séu heldur leiðinlegt
fyrirbrigði, þær geti ekki leikið, þær hafi ekki per-
sónuleika til að bera og það sé aðeins eitt sem þær
hafi upp á að bjóða og það sé ekki til þess að standa
undir kvikmyndum.
DOIVilMI
Gina ekki hrifín
af kynbombum
sá bezti
Þennan heyrðum við nýlega.
Piparsveinn nokkur hér í Reykjavík kom
nýlega inn í verzlun eina og afhenti einni
afgreiðslustúlkunni þúsund. krónur.
— Mig langar til að biðja yður að kaupa eitthvað fyrir
mig og senda ^mér heim.
— Eitthvað sérstakt, sem þér hafið áhuga á? spurði stúlkan.
— Nei, en ég & afmæli á morgun og langar til að koma
mér á óvart.