Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 7
Tveir „hættulegir“ — Þórólfur Beck og markakóngurinn Forrest, sem oft hefur gert sér mat úr góðum sendingum frá Þórólfi. stundum l göngutúra og bíltúra eða beint heim og skrifum þá m. a. til kunningja heima. — Hvernig eyðirðu deginum þegar kappleikir eru? — Það fer mikið eftir því hvar leik- irnir fara fram og hvenær við eigum að mæta. Ef við spilum á heimavelli, þá mætum við 45 minútum fyrir leik á vellinum, en ef við t. d. spilum i Aberdeen, þá þurfum við að ferðast með lest og fara snemma af stað á morgn- ana, um 8 eða 9 leytið. Við borðum hádegisverð, annað hvort í lestinni eða á hóteli áður en leikur hefst. Það lengsta sem við förum til að spila er til Aber- deen og tekur sú ferð um þrjá tíma í lest, Þetta er miðað við skozku keppn- ina eingöngu. í Evrópubikarkeppninni er að sjálfsögðu ferðast út um allar trissur. *— Fórstu með þeim til Milan? ► Frá leik Glasgow Rangers og St. Mirren. Þarna sækja þeir fast, Þórólfur og Forrest, en markmaður er vel á verði. Áhorfendur voru 40 þúsund. Farar- tækin sem sjást i baksýn eru yfir- byggð mótorhjól í eigu lamaðra og fatlaðra. Ibroxleikvangurinn er ekkert smásmíði, tekur yfir 100 þús. manns. Þarna er félagsheimili Glasgow Rangers; æfingasalir, kaffistofur og sam- komusalur. Bakhliðin er notuð sem áhorf- endastúka, eins og sést glöggt á myndinni. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.