Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 9
Texti: Frímctnn Helgason Þeir sem fylgdust með Þór- ólfi Beck, þegar hann var að byrja að leika sér, munu hafa sannfærzt um að í þessum litla ljóshærða snáða væri mikill áhugi, og mikið dekur og dálæti með knöttinn. Við sem stund- uðum völlinn á þessum árum, komumst ekki hjá því að veita því athygli, að Þórólfur hafði „vininn“ alltaf með sér. Ekki troðinn í sjálfheldu undir armi sínum, heldur dansandi í bandi, þar sem fætur hans „gældu“ við hann í hverju skrefi um leið og hann gekk. Með þessu komust fætur hans ekki hjá því að skynja hreyf- ingar knattarins, en það hefur mörgum knattspyrnumannin- um orðið þrautin þyngri. Það varð Því fljótt ljóst að Þórólfur hafði mikið vald yfir knettinum, þegar í yngri flokk- unum, en það er hverjum manni nauðsyn, sem ætlar að verða góður knattspyrnumað- ur. Það kom líka fljótlega fram að hann hafði næmt skyn á því, hvað flokksleikur var, og hvernig ætti að leika til þess að liðið sem heild næði árangri. Maður með þessa eiginleika hlaut því að skera sig nokkuð úr hópi knattspyrnumannanna, og það leið ekki á löngu þar til hann varð sá maðurinn í liði Knattspyrnufélags Reýkjavík- ur, sem var stjórnándinn í sóknarleik félagsins. Kom þar til hinn næmi skilningur hans & samleik, finna beztu lausnina hverju sinni. Hann hafði það líka í sér að sjá fram í tímann, hvað mundi gerast „í náinni framtíð." Það er snilli hins góða taflmanns, og það er líka eirt- kenni góðs knattsþyrnúmanns, 'sem skilUr taflið sem léikið er af þessum 11 mönnum. Þettá ’ einkenndi fyrst og fremst leik Þórólfs, er hanrt lék með KR á sínum tíma, og eftir þeim fréttum sem af hön- um hafa borizt úr leikjum hans érlendis frá, eru það sending- ar hans og uppbygging sem vekur mesta athygli. Það þarf naumast að taka það fram að það þarf meir en góðan skiln- ing á samleik og staðsetning- Þórólfur og Eyleifur ásamt framkvæmdastjóra Glasgow Rangers. um, það þarf mikið vald yfir knettinum. Það er sama, hve góðan skiln- ing maðurinn hefur á samleik, það dugar ekkert, ef nákvæmni í sendingum er ekki fyrir hendi. Þar hafði Þórólfur lagt trygga undirstöðu þegar á unga aldri. Það voru vafalaust þessi at- riði í leik Þórólfs sem vöktu athygli hinna skozku atvinnu- manna, er samning gerðu við hann. Það er greinilegt að Þórólfur hefur vaxið til mikilla muna, síðan hann kom út til Skotlands fyrir bráðum fjórum árum. Það sem fyrst og fremst bendir til þess, er samningur hans við Glasgow Rangers, og að hann hefur leikið með því liði, þó hann sé þar ekki enn sem fast- ur leikmaður í aðalliði. Meðan Þórólfur var hér heima, þurfti hann naumast að leggja að sér þá þjálfun sem hann varð að gera eftir að hann gerðist atvinnumaður, en ekki er ósénnilegt, að hann hafi vegna hinnar miklu leikni sinnar og góðu skynjurtar á samleik þurft að érfiða minná í leik óg því ekki talið sig þurfa að léggja sig í harða þjálfun, eirts og hann verður að gera nú. Meðah hann lék með KR voru hvörki harka né mikill hraði hans sterku hliðar, held- ur þær sem áður hafa títt verið nefndar. Á þessu hefur orðið mikil breyting hin síðari ár. Um það leyti sem Þórólfur gerðist atvinnumaður, mun hann hafa verið bezti knatt- spyrnumaður okkar; um það munu allir sammála. Ekki er að efa, að margir munu hafa orðið til þess að gera saman- burð á honum og okkar fyrsta atvinnumanni, Albert Guð- murtdssyni. Það er þó alltaf erfitt að gera slíkan saman- burð á mönnum, sem uppi eru sinn á hvoru tímabili, og liðin eru mörg ár milli þess tíma, sem sá fyrri var á toppi, og til þess tíma, sem sá síðari stígur það skref að gerast atvinnu- maður með öllum kröfum, sem því fylgja. Báðir munu þessir menn hafa það sameiginlegt að skynja mjög vel leyndardóm sámleiks og báðir geta framkvæmt það með nákvæmni hins leikna manns. Gera má ráð fyrir, að sem skytta hafi Albert borið nokkuð af, og eins hvað líkam- legan kraft snertir hafi hann átt af méiru að taka. Skapgerð Alberts og’ óve.njulég einbeitni í keppni.mun og eiga fáa sína líka. Við hér heima höfum aldrei séð Albert eins og hann var beztur, og höfum við þó séð margt sem við höfum dáðst að. Það væri freistandi að fara út í meiri samanburð, fyrst maður er byrjaður, og til að byrja með fara langt aftur í tímann, allt til áranna 1940— 1943, en þá var í liði Vals, ásamt Albert, maður að nafni Snorri Jónsson. Ef til vill hefur hann haft ennþá meira vald yfir knettin- um, en þessir tveir menn, sem nefndir hafa verið, og skilning- ur hans sízt minni á samleik og staðsetningum en þessara tveggja atvinnumanna. Því miður varð hann fyrir því slysi að fótbrotna svo illa, að hann náði sér aldrei aftur. Snorri vildi líta á knattspyrn- una sem list, þar sem enga hörku ætti eða þyrfti að nota, aðeins leiknina og listina, og þeirri stefnu var hann trúr, meðan hann gat stundað knatt- spyrnuna. Þá væri ekki úr vegi að minnast á Ríkharð Jónsson, sem fyrst og fremst hafði yfir að ráða, hraða, krafti, ákafa, og skothörku. Þetta eru eiginleik- ar, sem margur atvinnumaður- ipn hefur komizt langt á, og knattspyrnan krefst, ef hún á að gefa áhorfandanum það sem hann vill fá fyrir inrigangseyr- inn.- í dag eru þéssir ágætu menn ýmist háettir að leika, éða' að hætta, og eftir höfum við því aðeirís minningarnar um ágæta menn, þar sem erfitt er að gera á þeim samanburð, eins og fyrr segir. Þórólfur er sá eini, sem enn er á framfaraskeiði, og vafa- laust hefur hann ekki enn sagt sitt síðasta orð. Allt bendir til Framh. á bls. 25. „Sendingar hans og næmur skilningur á samleik vekur mesta athygli” FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.