Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 17
SA NMERKUR‘‘ „Já, bara að lesa blöðin á morgnana tekur langan tíma, en ég tel mig lánsama að vera í landi þar sem ég get lesið málið. Margir erlendir fulltrú- ar hér skilja ekki nema fáein orð í dönsku, og þar af leið- andi missa þeir af miklu og komast aldrei í eins náið sam- band við fólkið. Ég man hvað mér fannst ég fara á mis við margt í Tyrklandi af því að ég kunni ekki annað í tyrk- nesku en takk, já og nei og slík orð sem allir læra strax.“ HAFIÐ þér verið lengi þar?“ „Við höfum komið þangað þrisvar sinnum á þessum sjö árum — maðurinn minn er einnig sendiherra í Tyrklandi og írlandi, og við höfum farið þrjár ferðir til hvors landsins. Tyrklandsferðirnar verða mér ógleymanlegar, og ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast þessu töfr- andi og fallega landi. Hinar fornu hvolfþektu soldánahallir sem nú eru dýrleg söfn með seiðmagni gamalla minja, heill- urðu mig. Við fórum líka oft í moskurnar, því að maðurinn minn hafði mjög gaman af að fylgjast með athöfnunum þar, og enn ómar í eyrum mínum kallið frá mínarettunum til þessara austrænu bænahúsa." HVERNIG leizt yður á þjóð- ina?“ „Allt fólkið sem við hittum, var fjarska alúðlegt og hæ- verskt, en ég get ekki dæmt um það nema af stuttri við- kynningu. Konurnar eru stór- glæsilegar og skartgefnar, en það er mikill stéttamunur í landinu. Alþýðukonan er afar hlédræg, enda talin óæðri vera og engan veginn jafnrétthá karlkyninu. Við trúarathafnir í moskunum eru konur hafðar í sérstúku, því að þær eru álitnar freisting fyrir karl- mennina. Jafnrétti karla og kvenna á langt í land í Tyrk- landi.“ „Hittuð þér Menderes?" „Já, mér er hann minnisstæð- ur eins og hann leit út þegar hann gekk um salina meðal gesta sinna, lítill og þéttur, hermannlegur á velli og hreyk- inn . .. það var ömurlegt að lesa síðar fréttirnar um, að hann hefði verið hengdur. Aðr- ir úr ríkisstjórn Menderes sem við kynntumst dálítið, hafa ýmist verið líflátnir eða þeir eru landflótta eða sitja í fang- elsi. Maðurinn minn þurfti tvisvar að leggja fram trúnað- arbréf sitt sem sendiherra í Tyrklandi, og í seinna skiptið gat ég ekki varizt því að hugsa til ýmissa af þeim mönnum sem áður höfðu boðið okkur vel- komin — hvað var nú orðið af þeim, eiginkonum þeirra og börnum? Ný stjórn, nýr for- seti, allt slétt og fellt á yfir- borðinu, en hvað myndi þetta endast lengi?“ HVERNIG líkaði yður við írland?“ „Ferðir okkar þangað hafa verið sérlega ánægjulegar og fræðandi, og oft hefur mér dottið í hug hvað írar og Is- lendingar eiga margt sameigin- legt. Ég dáðist mikið að hinum aldna forseta írlands, De Val- era, nær blindum, sem naut trausts og álits allra er við hittum. írland er fagurt land, og ýmsa íra hittum við sem þekktu ísland mjög vel, sögu þess og menningu, og við sáum stór bókasöfn er höfðu að geyma óvenju mikið íslenzkra rita.“ „Hvað er yður eftirminnileg- ast frá dvölinni hérna í Kaup- mannahöfn?“ „Ja, það er erfitt að velja einstaka atburði; dvölin í heild verður mér eftirminnileg. Ég á margar góðar minningar bundnar við flutningana hing- að í þetta hús, það var ánægju- legt að skapa hér heimili. Við komum með talsvert af lista- verkum með okkur og ýmis húsgögn, og alltaf er heimilis- legra að hafa sína eigin hluti í kringum sig. Þessi málverk okkar á veggjunum eftir ís- lenzka listamenn hafa vakið óskipta hrifningu erlendra gesta.“ FINNST yður þér hafa fjar- lægzt ísland?“ „Nei, nei, tengslin við það Framh. á bls. 26. 17 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.