Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 14
JÖN GÍSLASON: AF FÖK SKAL FRÆGÐ K 1. ÞÁTTUR SCHWARTZKOPFSMÁLS 1. Um aldamótin 1700 var mjög agasamt meðal valds- manna hér á landi. Hver hönd- in var uppi á móti annarri og valda- og hagsmunatogstreita meiri en nokkurn tíma hafði áður þekkzt frá siðaskiptum. Drykkjuskapur var mikill í landinu og ekki sízt hjá yfir- stéttinni. Bætti það ekki úr skák og setti illan svip á at- hafnir valdsmanna, jafnt í veraldlegri sem andlegri stétt. Kom það ekki sjaldan fyr- ir, að valdsmenn lentu í illdeil- um og ryskingum, jafnt heima í héruðum og á alþingi sjálfu, þegar þeir áttu að setja niður deilur manna og dæma í mál- um. Á alþingi var vín mjög mikið til brúks, og bætti það ekki úr agaleysi og hlutdrægni dómaranna. Réttarfar allt í landinu var í hinum mesta ólestri, og skorti mikið á, að samræmi væri í meðferð mála og niðurstöðum dóma. Ýmis lög voru höfð til hliðsjónar um dóma frá ýmsum tímum. Sum voru jafnvel frá gullaldartím- anum í sögu þjóðarinnar, þegar hún réð sjálf landi sínu og stjórn. Önnur voru sótt í Jóns- bók, er í raun réttri var hin eina löglega og lögtekna lögbók landsins. En hún var samt sem áður að þoka um sess fyrir ýmsum tilskipunum og kon- ungsbréfum, er margir valds- menn kusu heldur að fara eftir, sérstaklega þeir, sem nýjunga- gjarnastir voru. En eftir að Kristján konungur fimmti fékk lögtekna nýja lögbók í Noregi, er hlaut nafnið norsku lög í íslenzkri sögu, vildu marg- ir umboðsmenn konungsvalds- ins hér á landi, að hún gilti hér, og dæmdu eftir ákvæðum hennar. Líklegt er, að konung- ur haíi litið svo á, að lögtaka þessara laga kæmi af sjálfu sér á íslandi. En svo varð ekki, því að þjóðlegustu og dugmestu raldsmennirnir innlendu, stóðu ?ast á móti, að svo yrði. Til þessarar lagatogstreitu má hik- laust rekja undiröldu deilna og ótíðinda í landinu fyrir og eftir aldamótin 1700, þó að annað hafi þar einnig legið til grunna. Oft réð miklu í meðferð mála og dómum, hvort aðilar þeirra áttu frændsemi, tengdir eða aðra vild við dómarana. Undir slíkum kringumstæðum urðu valdsmenn oft hlutdrægir og reyndu á fremstu nöf, að draga ályktanir og málsmeð- ferð vildarmönnum sínum í vil. Þetta bar oft mikinn árangur, og eru þess skýr dæmi í heim- ildum. En fleira varð einnig til, að í réttarfarslegum efnum skapaðist mesta ófremdar ástand í landinu, svo að jaðraði við hreint réttleysi. Nærri má geta, að slíkt ástand bitnaði fyrst og fremst á alþýðufólki. Réttur þess var algjörlega bor- inn fyrir borð og traðkað sí- fellt á honum. Almenningi sveið sárt undan yfirgangi höfðingjanna, og gremja hans var beizk, bitur og heiftug. En fátt var til varnar og færra til úrbóta, því að einveldið réð löndum og lögum um alla Norð- urálfuna — og ekki sízt í ríki Aldinborgarkonunga í Dana- veldi. Æðstu embættismenn lands- ins voru útlendir menn fyrstu ár einveldisins og þekktu lítt til aðstæðna eða staðhátta hér á landi. Þeir voru búsettir er- lendis, og sumir þeirra komu, aldrei til íslands, en stjórnuðu með umboðsmönnum, en hirtu sjálfir gróðann af embættinu og lifðu í lystingum praktuglega í Kaupmannahöfn. Umboðs- menn þessir voru oftast fégráð- ugir og tillitslausir við lands- menn. Þeir reyndu á allan hátt að auðgast sem allramest á sem skemmstum tíma og varð furðu vel ágengt í því. Þetta dró auðvitað illan dilk á eftir sér fyrir almenning í landinu og varð ennþá biturra en rétt- leysi og yfirgangur erlendra kaupmanna og innlendra valds- manna. Þar á ofan bættist, að sumir hinna útlendu valds- manna voru misindismenn, ævintýragjarnir og til í margs konar brambolt. Jafnvel voru sumir misindismenn fyrir og fjarlægðir af heimaslóðum vegna misferils í embættis- rekstri í Danaveldi. Má nærri geta, hvernig slíkir menn urðu, þegar þeir voru komnir hingað út án hins minnsta eftirlits, langt frá yfirboðurum sínum. Réttargæzla þeirra hlaut að fara í handaskolum, enda ber sagan þess glöggt vitni. Eftir að einokunin komst á sigldi einveldið í kjölfar henn- ar. Með einokuninni varð til í landinu ný yfirráðastétt, harð- feng til auðs og áhrifa. Danskir kaupmenn tóku á leigu af kon- ungi vissar hafnir og verzlun- arumdæmi, og settu þeir þung ákvæði um, að landsmenn yrðu að hlíta settum reglum í við- skiptum. Kaupmennirnir fengu nær því óskorað vald yfir við- skiptum landsmanna, og urðu brátt valdamiklir og réðu mestu um þróun efnahagsmála í landinu til mikils tjóns fyrir almenning. Rangsleitni þeirra og óbilgirni varð með þeim eindæmum, að fáu er við að jafna, og geyma heimildir mörg dæmí um slíkt. Dönsku einokunarkaupmennirnir náðu algerum undirtökum í efna- hagsmálum þjóðarinnar og beittu valdi sínu af miklu harð- fengi til auðsöfnunar. Margir þeirra tóku á fáum árum mik- inn gróða og urðu rikir og voldugir í heimalandi sínu. Sumir hinna nýríku kaup- manna héldu áfram verzlun- inni á íslandi og settu yfir hana umboðsmenn, er komu til höndlunarinnar á sumrum, en hurfu aftur úr landi, er kaup- tíð var lokið. Umboðsmenn þessir urðu flestir illa þokkað- ir af alþýðu manna, enda voru þeir harðskeyttir og ósann- gjarnir í viðskiptum og reyndu að hlunnfara almenning eins og þeir gátu. En almenningi varð fátt til varnar, því hæg- ara var að hneppa böndin en losna úr þeim. En eitt var samt, er bjargaði sums staðar, en það var launverzlun við sjómenn frá löndum utan Danaveldis. Varð það löngum til imikilla fanga, allt fram á 19. öld. Margir innlendir valdsmenn, jafnt í veraldlegri sem and- legri stétt, urðu mjög háðir hinum dönsku, jafnt embættis mönnum og kaupmönnum Stundum auðguðust hinir fyrr nefndu af vild þeirra og vin áttu eða sluppu undan misferli og náðu sér í feitari embætti án verðleika. Ber sú saga, er hér verður rakin, nokkurn keim af slíku, þó að önnur séu dæmin skýrari. 2. Um aldamótin 1700 var svo komið efnahags- og réttarmál- um, að danska einveldisstjórn- in fann sig knúna til að gera eitthvað til úrbóta. Hófst hún handa í þeim efnum, en minna varð úr en upphaflega var ætl- að, og kom þar helzt áróður einokunarkaupmanna og vild- armanna þeirra á íslandi. Danska stjórnin eða réttara sagt konungur skipaði tvo dug- andi og menntaða menn til þess að ferðast um landið og rannsaka ástand allt í landinu, og var þeim gefið víðtækt vald í þessum efnum í upphafi. Menn þessir voru: Árni Magnússon, síðar prófessor og handritasafnari, og Páll Vída- lín, lögmaður í Víðidalstungu. Tvímenningarnir ferðuðust um landið, létu taka manntal árið 1703, er enn er varðveitt, um land allt. Einnig gerðu þeir jarðabók um land allt, sem mest öll er til, ásamt margs konar skýrslum öðrum um hin margvíslegustu efni, er snertu hag og ástand landsins. Allt Framh. á bls. 23. 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.