Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 31

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 31
lent beint í höfuð hans. Hræðilegt óhapp og allt það. Hann mundi þykjast vera miður sín í nokkra daga, svo myndi allt gleymast. Og loks gæti hann verið rólegur. Þá væri engin hætta á að neinn kæmist að því, að sl. tvö ár hafði hann dregið að sér rúma milljón króna frá fyrirtækinu til að standa straum af kostnaðinum við óhófslifnað sinn. Anton var tekinn að gruna eitthvað, og Sveinn hafði frétt, að hann ætlaði að biðja um endurskoðanda. Hann hafði jafnvel sjálfur stungið því að Sveini. Líklega einhvers konar aðvörun. En það hefði hann betur látið ógert, því að enginn kærði sig minna um endurskoðanda en hann. Þess vegna hafði hann boðið Antoni með í veiðiferð. Með þeim fresti, sem hann fengi með því að drepa hann, gat hann auðveldlega falið allt, sem ekki þoldi dagsins ljós. Hann gæti jafnvel komið því yfir á Anton. Duglega samvizkusamlega Anton, sem virtist alltaf vera ánægður með það sem hann hafði. Blessaður einfeldingurinn. Hann kunni ekki að lifa lífinu eins og Sveinn, og þess vegna varð hann að deyja. Svo að Sveinn gæti haldið áfram að lifa eins og honum fannst sæma. HANN renndi í huganum yfir þessi tvö ár, sem liðin voi'u frá því að hann tók fyrstu 10 þúsund krónurnar. Hann hafð'i verið að fara út að skemmta sér með nokkrum kunningj- um og langaði til að spila sig stóran karl. Hann ætlaði sér með því að komast yfir dökkhærðu hnátuna, sem hann hafði hitt helgina áður. Og allt hafði farið samkvæmt áætlun, og engan hafði grunað neitt. Upphæðirnar urðu sífellt stærri og stærri, og konurnar fleiri og fleiri. Það var gott líf sem hann lifði. Menn áttu að hafa nóga peninga, í öðru var ekkert vit. Svo tók hann eftir að Anton var farinn að líta hann horn- auga, og undanfarnar vikur hafði hann oft orðið eftir á kvöldin við að grúska eitthvað. Sveinn bjóst við, að hann væri farið að gruna eitthvað misjafnt og væri að leita sannana. Og þar með var dauðadómurinn felldur. Sveinn hrökk upp úr hugsunum sínum við dyninn, sem boðaði komu hjarðarinnar. Hann lét riffilinn liggja kæruleysislega yfir arminn. Ekki vert að þreyta sig neitt, fyrr en hann ætlaði að skjóta. Ef menn voru búnir að halda riffli, sem er jafn þungur og Zako 222, í skotstöðu lengi, varð miðið aldrei jafn gott: Svo sá hann forystutarfinn birtast á hæðinni og æða niður hinum megin. Sveinn taldi. Hann ætlaði að leyfa dýrunum að komast niður hæðina, áður en hann byrjaði að skjóta, og skjóta þá fyrst það aftasta af þessum 15. Þá myndu hin síður snúa við. 13, 14, 15. Hann lyfti rifflinum upp að kinninni og skaut um leið og krossinn bar í dýr númer 15. Og um leið og skotið reið af, færði hann riffilinn yfir dýr númer 14, um leið og hann renndi nýju skothylki í hlaup- ið. 13, 12. Þá losaði hann tóma magazinið úr, og smellti nýju í um leið og hann sneri sér við. Anton myndi koma upp hægra megin við hann. Hjartað hamaðist í brjósti Sveins, þegar morðkúlan rann inn í hlaupið. Biðin var ekki löng, en honum fannst það heil eilífð. Hann var rennandi sveittur, og honum var þungt um andardrátt. HVAÐ nú, ef hann missti marks í fyrsta skoti? Anton mundi undir eins skilja, hvar fiskur lá undir steini. Hann var að vísu töluvert betri skytta en Anton, en samt var ekki gott að segja, hvernig einvígi myndi enda. Anton gæti jafnvel komizt undan á flótta, með því að skjótast bak við steina og börð og halda Sveini í hæfilegri fjarlægð með rifflinum. Sveinn var farinn að fitna nokkuð, en hinn var í góðri þjálfun. Hann hristi þessar hugsanir af sér og kreisti riffilinn. Auð- vitað myndi hann hitta. Það hafði ekki oft komið fyrir hann að missa marks. Það var engin ástæða til að vera áhyggjufull- ur. En hann var það samt og skimaði sífellt í kringum sig eftir mannaferðum. Svitinn af enni hans draup niður í augun og blindaði hann. Hann þurrkaði sér og bölvaði Antoni. And- skotann var maðurinn að hengslast. Hann gat ekki haldið þessa spennu út öllu lengur. Og í sama bili sá hann Anton skjóta upp kollinum á hæðinni og veifa. Sveinn tók andköf. Nú var um að gera að vera rólegur. Hann sá Anton stanza til að laga skóna. Færið var um 300 metrar. Hann andaði frá sér, lyfti rifflinum snöggt, og þegar krossinn var í miðju höfði Antons, þrýsti hann á gikkinn. Honura fannst skotdrun- an hærri en nokkurt það, sem hann hafði áður heyrt. Hann sá Anton takast á loft, og kastast til jarðar. Þá var honum öll- um lokið, og hann hneig niður á þúfu, skjálfandi af geðshrær- ingu, þreifaði hann eftir vasapelanum og fékk sér vænan teyg til að styrkja taugarnar. EFTIR nokkra stund sneri hann sér við til að líta á hrein- dýrin og stóð þá undrandi á fætur. Aðeins eitt þeirra lá eftir. Það var það sem hann hafði skotið síðast, á um 50 metra færi. Og það var ekki einu sinni dautt. Hann gekk nær og starði á dýrið. Þegar það sá hann koma, reyndi það að brölta á fætur, en hann gaf því náðarskotið. Og að því loknu brosti hann. Hann hafði ekki einu sinni lyft rifflinum upp SMÁSAGA EFTIR ÓLAF TYNES TEIKNING EFTIR RAGNAR LÁR. að kinninni, heldur skotið það frá mjöðminni, og hitt beint í hausinn. Taugar hans voru að komast í lag aftur. í fyrstu skildi hann ekki, hvernig á því stóð að hann hitti aldrei hin hreindýrin, en þegar hann fór að hugleiða það nánar, minntist hann þess varla að hafa skotið. Taugar hans höfðu þá verið yfirspenntar. En úrslitaskotið hafði ekki geigað. HANN axlaði riffilinn og gekk áleiðis til mannsins, sem hann hafði drepið. Hann fann ekki til neins samvizku- bits, en hálfkveið fyrir því að sjá líkið. Kúla úr Zako 222, er ekki beint til þecs fallin að fríkka fólk sízt af öllu þegar það hefur fengið hana í höfuðið. En hann harkaði af sér og kveikti í sígarettu. Þegar hann átti ófarna eina 5 metra, leit hann í kringum sig, eins og hann hafði gert 10 sinnum síðustu minúturnar. Hann færði riffilinn ofar á öxlina, og leit á líkið. í sama bili settist það upp. Sveinn rak upp skelfingaróp, hras- aði aftur á bak og missti riffilinn. Hann horfði fyrst í hlaupið á Hornet riffli Antons, og síðan í köld blá augun. Hann tók eftir því, að um fölar varirnar lék háðsbros. — Jæja karlinn, svo að þú ætlaðir að myrða mig. Sveinn starði á hann orðlausri skelfingu og kom ekki upp neinu svari. Anton teygði sig í brjóstvasann á anoraknum, náði sér í sígarettu og kveikti í henni. Hann gerði það með vinstri hendi. Sú hægri hélt um riffilinn og haggaðist ekki, og augu hans litu ekki andartak af andstæðingnum. — Þú ert að furða þig á því, að þú skulir ekki hafa hitt mig, sagði hann rólega og hélt áfram án þess að bíða eftir svari, — ég vissi hvað þú ætlaðir þér. Og ég fiktaði dálítið við sigtið á rifflinum, þannig að ég gat verið nokkurn veginn viss um að þú myndir skjóta framhjá. Ég skal viðurkenna, að ég var hræddur um, að Þú myndir uppgötva það, þegar þú hittir ekkert dýranna. En ég treysti á, að þú værir tauga* óstyrkur, og það varstu. iFramh. á bls. 35. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.