Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 19
sagan, segi ég og skrifa; enn einn umferða- salinn, sem hreiðrar um sig á loftinu, mein- laus umferðasali.“ Vinnukonan kemur með vínflöskuna, eins og vanalega. Hún tekur það fram að umferðasalinn, sem vildi ná tali af hon- um sé hér enn. Þau vita ekki fyrri til en umferðasalinn stendur á stofugólfinu, hann neitar því við Biedermann, að hann sé umferðasali, glímumaður ségist hann vera, millivigt. Biedermann býður honum vindil, ímyndar sér ef til vill, að hinn óboðni láti sér eitt góðverk nægja. Glímumaðurinn tottar vindilinn með velþóknun og sýnir ekki á sér fararsnið, hann segist vera á götunni. Biedermann býður honum brauð og vín ... Meðan glímumaðurinn spænir í sig matinn ber Biedermann sig upp við hann: „Maður getur ekki opnað blað; enn ein íkveikjan ... Enn einn umferðasalinn, sem biður um húsaskjól, og morguninn eftir stendur húsið í björtu báli... Vissa tortryggni get ég alveg skilið.“ Er hann einfaldlega svona sljór, þessi broddborg- ari? Eða er hann smeykur? Eða vill hann koma sér vel við brennuvarginn? ... í samtali við vinnukonuna kemur í ljós, að hann hefur nýlega sagt upp uppfinninga- manni í hárvatnsverksmiðjunni, en hann var svo ósvífinn að vilja fá ágóðahlut af upp- finningu sinni. Er Biedermann svo veikur fyrir af því hann er sjálfur sekur? . .. Dyra- bjallan hringir. Það er eiginkonan. Bieder- mann hraðar sér með glímumanninn upp á háaloftið. Næsta dag eru „umferðasalarnir“ orðnir tveir. Kórinn, í gervi slökkviliðsmanna, sér ófar- irnar fyrir og reynir að bægja þeim í burtu. Kjörorð hans er: „Margt getur skynsemi hindrað“. Hann brýnir fyrir Biedermann (og áhorfendum) að jafnaðarlega taki óvitaskap- urinn á sig mynd hinna svonefndu örlaga: „Skaðlega eldfimt er margt/skil ég þó varla að allt það sem brennur sé örlög/óumflýjan- leg.“ Og: „Verðskuldar enn sízt/örlög að nefna þótt ofan á verði/óvitaskapurinn/öld- ungis óslökkvanlegur“. Nú er hringt og Fálkinn lítur upp úr lestr- inum og horfir kringum sig fránum blaða- mannsaugum, dregur upp blað og skriffæri — nóterar: Þessir frumsýningargestir virðast afar frábrugðnir því, sem sjá má á frumsýn- ingum fyrir „sunnan": gamlar konur á upp- hlut, knálegir sjómenn með ungar og bústn- ar frúr sínar, fullorðnir menn með stórar, hnýttar hendur og það er eins og þeir séu ókunnugir í sparifötunum sínum, slangur af unglingum og á næstaftasta bekk sitja borðalagðir yfir- menn af Albert í fallegri röð. Hvað skyldi Borgarbarsspek- ingurinn segja um svona áhorf- endur og hvernig skyldu svona áhorfendur taka þvílíku leik- riti? Eiginlega eru þessir áhorl endur í eins konar gáfnaprófi. Er þetta nú ekki nokkuð djarft annars? Hverju er þetta fólk vant? Svona langt elta fordómarnir Reykjavíkurbarnið. Nú er hringt aftur og ljósin í salnum dofna. Það heyrist skarkali framan úr ganginum. Það er kominn hópur innan úr firði og pakkaður bíll frá Núpi. Hvert sæti er skipað en engin leið að gera þetta fólk aftur- reka. Það raðar sér í ganginn meðfram veggjunum og veldur nokkurri ókyrrð meðan inn- gangskórinn er fluttur, svo hljóðnar í salnum og áður en langt um líður er hér ríkjandi það andrúmsloft, sem hlýtur að vera óskadraumur hvers leikstjóra, sem setur á svið leik- rit af þessari gerð. Kynleg blanda af kátínu og þaninni eftirtekt — þannig opnar Max Frisch hugi áhorfenda og laum- ai þar inn spurningu. Eru þess- ir áhorfendur að standast gáfnaprófið, eða hvað? Eða eru þeir svona nægjusamir? Nei, það reynir ekki á nægjusemina því þetta áhugafólk, sem hér flytur leikinn rís langt upp úr þeim klaufalegu tilburðum, sem oftast eru tengdir hugtak- inu amatörleikhús. Hér er tekið föstum og furðu öruggum tök- um á hlutunum, leikararnir hafa vaxið af því að takast á Úr eftirleiknum: ... „og þorps- fólkinu stóð stuggur af mér, því ég var sterkari en það fyrst ég var í klóm Djöfulsins. Ég brá fyrir það fæti þegar það gekk til kirkju, ef mig svo lysti, ég kveikti í fjárhúsunum þess meðan það bað og söng á sunnu- dögum, ef mig svo lysti, og ég hló að Guði þess, sem snerti mig ekki. ..“ Leikfélag Flafeyrar, 2. verkefni 1965. Biedermann og brennuvargamir (ásamt eftirleik) Herra Biedermann ....................... Eysteinn Gíslason Babotto, kona hans ..................... Júlíana Jónsdóttir Anna, þjónusta ......................... Guðrún Greipsdóttir Schnitz, glímumaður .................... Kristján Guðmundsson Eisenring, þjónn ....................... Einar Oddur Kristjánsson Lögregluþjónn .......................... Guðni Guðnason Dr. Phil ............................... Jón Gunnar Steíánsson Ekkja Knechtlings ...................... Gunnhildur Guðmundsdóttir Leikstjóri: Erlingur E. Halldórsson Kórinn, brunaliðsmenn: Emil Hjartarson (kórstjóri), Sigurmundur Þóroddsson, Sigurður Lárusson, Skúli Bjarnason. 1 eftirleik: Herra Biedermann, Babette, Anna, Árahöfðinginn CKristján Guðmundsson), Fígúra (Einar Oddur Kristjánsson), Lögregluþjónn. Marköttur (Jón Gunnar StefánssonJ, Ekkja Knechtlings, Kór. Ljósamaður: Þorlákur Guðjónsson. Hvíslari: ólöf Hagalínsdóttir, Lilja Sölva- dóttir. Smiður: Skúli Bjarnason. Segulband: Skafti Stefánsson. Saumakona: Geirþrúður Friðriksdóttir. Stjórn Leikfélagsins: Kristján Guðmundsson, Gunnhildur Guðmundsdóttir, María Jóhannsdóttir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.