Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 37
• Jón Gíslason Framh. af bls. 35. alíteti og málsóknum eftir norskum lögum. Af lagðist þá sú gamla aðferð í dómum og réttargangi, er hér hafði áður verið, því 6 eður 12 menn (ef málin voru stór og vandasöm), sem í dóm voru nefndir af réttaranum, lögð á dóminn eður úrskurðinn, hvern yfirdómur- inn samþykkti með þeim, en nú dæmir hann einn í flestum r\ ÍP SKARTGRIPIR UWUv^/Lbr& trúlofunarhrlngar HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 Húsmæður! 1001 eldhúsrúllan er framleidd sérstak- lega fyrir notkun i eldhúsum ykkar og hjálpar ykkur við dagleg störf. ELDHUS RULLAH HEILÐSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SIMI 2 4120 i. Féll þá ekkjan á kné fyrir Sérlega hughreystandi var málum, og nefnir 8 þingvitni, til að vitna um allt hvað fram fer fyrir réttinum. Áður færði sá sakaði sig undan bæði með sjálfs sín eiði í sumum málum, og þar með hyggjueiðum ann- arra, lýrittur, sjöttar- og tylft- areiðum, eftir því sem málin voru stór, nú færist undan sjálfs síns eineiði í öllum mál- um. Þá dómarinn þóttist for- fallaður að þinga eður dæma, setti hann sjálfur annan þar til í sinn stað, nú setur eður skikkar amtmaður alleinasta svoddan dómara.“ Með embættistöku Fuhr- manns í amtmannsstöðu gjör- breytist allt réttarfar í landinu. Drykkjuskapur á alþingi stór- minnkaði og hvarf brátt að mestu. Sama var að segja um deilur embættismanna inn- byrðis og jafnframt ýmiss kon- ar undansláttur og yfirtroðsl- ur í málsmeðferð. Líklegt er, að Fuhrmann hafi beinlínis verið gefið í skyn af dönskum ráðamönnum, að reyna að setja niður deilur embættismanna, enda tókst honum það. En brátt urðu uppi mál, er snertu hann sjálfan og settu stórlega niður virðingu hans. Jafnframt minnir málsmeðferð og rann- sókn þess að mörgu leyti á fyrri meðferð mála í landinu, þó bendir sumt til, að notuð hafi verið vanþekking lands- manna á hinum norsku lögum Kristjáns konungs fimmta, til að slá ryki í augu manna. Frá því verður sagt á næstunni. Framh. í næsta blaði. • Tom Jones Framh. af bls. 29. En það sýndi sig von bráðar, að hann átti trygga vini, sem vildu allt gera til að leysa hann úr vandanum, og má þar til nefna ekkjuna Miller, sem hélt á fund hans í dyflissuni ásamt leigjanda sínum, heims- manninum unga, sem áður hef- ur þráfaldlega veiri á minnzt. Reyndi hann að hughreysta Tom Jones eftir megni, en frú Miller tók við bréfi hans til ungfrú Soffíu og hét að koma því til skila, áður en sól væri af lofti. Efndi hún það dyggi- lega eins og hennar var von og vísa og gerði raunar langt fram yfir það, því að þegar hún bar Soffíu bréfið, vildi ungfrúin ekki fyrir nokkurn mun taka við því og kvað það mundu vera frá þeim einum, að hún hirti aldrei um að lesa henni og grátbað hana um að taka við bréfinu; lagði hún Tom Jones allt það liðsyrði, sem hún mátti með svipuðum orðum og hún hafði áður gert við herra Allworthy, og linnti ekki bænum sínum og fortöl- um fyrr en ungfrúin hafði tek- ið við bréfinu og gefið ádrátt um að lesa það — hvað hún og gerði um leið og hin góða kona var horfin út úr dyrun- um. bref þetta ekki, sem varla var og við að búast; rakti Tom Jones þar nokkuð raunir sínar um leið og hann fullvissaði ungfrú Soffíu enn um ást sína og bað hana að taka ekki alvar- lega hið umrædda bréf hans til lafði Bellaston — hann gæti síðar, ef fundum þeirra ætti eftir að bera saman í þessu Framh. á bls. 41. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.