Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 24

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 24
# Röndótti trefiliinn Framh. af bls. 13. María sat þegjandi og Jóhannes áleit að það væru áhrifin af jarðarförinni, sem hryggðu hana svo mjög. Hvernig átti hann að gruna að María hafði fyist nú fengið hugboð um að bróðir hennar væri ekki saklaus? Á meðan presturinn hélt ræðu sína um hið illa í heiminum og áhrif hins illa á mennina, svo að þeir freistuðust til að fremja þann glæp að hrífa ungt líf úr þessum heimi, hafði sú hugsun gerzt sífellt áleitnari við hana, að Sigfús bróðir hennar væri sekur. Hún vissi eiginlega ekki hvers vegna hún áleit þetta. Það var ekki vegna þess að hún hefði nú ástæðu til þess. Á meðan allt benti til sektar hans, hafði hún verið sú eina, sem trúði á sakleysi hans og treysti honum, en nú — nú, þegar honum hafði verið sleppt úr varðhaldinu, var hún sannfærð um að hann væri morðinginn. Hvað var það eiginlega, sem hafði komið henni til að gruna hann? Var það þetta undarlega augnaráð, sem hann gaf henni um leið og hann kom inn í stofuna í gær? Eða voru það orðin, sem hann hafði sagt við hana? Hún vissi það ekki og hún leit á unnusta sinn með bæn í augum: „Við stöndum alltaf samán, hvað sem skeður, er það ekki, Jóhannes? „Jú,“ svaraði hann undrandi. „Auðvitað stöndum við alltaf saman. Við tvö.“ SÖGUMMI LÝKUR í MÆSTA BLAÐI. ÞÁ HEFST MV, SPEMMAMDI FRAIVIHALDS- SAGA ER HEITIR „STÚLKAM í GULU KÁPUMMI” FYLGIZT MEÐ FRÁ BYRJ- UM. mailiir KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR i stjörnurnar Kæri Astró, Mig langar til að vita eitthvað um framtíðina. Ég er trúlofuð og á eitt barn. Ég er faedd 1945 og kærastinn minn sama ár. Mig langar til að nefna það helzta, sem mig langar til að vita. Hvernig verður heilsufarið?. Hversu mörg börn eignast ég? Hvernig verður fjárhagurinn. Með fyrirfram þökk, Veiga. Svar til Veigu: Ég held, að þið munið ekki eignast mörg börn, því að hvorugt ykkar er með frjósamt merki á geisla fimmta húss, sem stendur fyrir börn. Merki Krabbans á geisla sjötta húss bendir ekki til sérlega sterkrar líkamsbyggingar, og verður þú fyrir talsverðum áhrifum frá umhverfinu, heilsufarslega séð. Heilsan getur orðið fyrir skakkaföllum sakir áhyggna og heimilisástæðna og einnig vegna tilfinningalegra truflana. Ég held þó, að þú þurfir ekki að kvíða heilsuleysi, þar sem Sólin er í sjötta húsi heilsu- farsins, og eru hinar plánet- urnar í góðum afstöðum við hana. Þú ættir þó alltaf að temja þér að fara gætilega með heilsuna, sérstaklega ef um kvef eða sjúkdóma í brjóst- holi er að ræða. Þú skalt einnig gæta varkárni í mataræði. Þið munið að öllum líkindum ekki þurfa að kvíða peningaleysi, og eftir því sem árin líða ætti ykkur að geta safnazt fé. Þú ættir frá byrjun að temja þér að skipuleggja fjármálin, því Marz er í öðru Jhúsi fjármál- anna og bendir til þess, að þótt þú aflir þér fjár með eigin vinnu og framtakssemi, þá er alltaf nokkur hætta á að út- gjöldin verði mikil, því að þú hefur ríka þörf á að kaupa bæði í sambandi við atvinnu og þó alveg sérstaklega til heimilis- ins, og er þá oft um hreinan óþarfa að ræða, en með góðri skipulagningu og svolít- illi sjálfsafneitun áttu hægt með að komast í góð efni. Hin raunverulega peningapláneta, Venus, er mjög sterk í fjár- málahúsinu. Einnig hefur kær- astinn þinn Sólina í þessu húsi, og bendir það til hagn- aðar í sambandi við viðurkenn- ingu fyrir vel urinin störf. Þið hafið bæði áhuga á að eignast fagurt og gott heimili, og þið munuð verða samhent með það. Árið 1965 er heppi- legt til stofnunar heimilis og hjónabands fyrir þig, og það gæti verið um nokkrar breyt- ingar á aðsetri að ræða í sam- bandi við það. Hin meðfædda metnaðargirnd þín mun að öll- um líkindum valda hjá þér til- hneigingu til einræðis á heim- ilinu og til að taka ekki nægi- legt tillit til skapferils makans. Þetta skaltu um fram allt var- ast, því að tilvonandi eigin- maður þinn er þannig skapi farinn, að hann vill ekki láta segja sér fyrir verkum, heldur stjórna sjálfur. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.