Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 8
Strax þegar leikur hefst er taugaspeuna búin — Nei, ég fór ekki með þangað. Ég var ekki búinn að vera nema svo skamman tíma í liðinu þá, svo ég kom ekki til greina. Ef takmörk væru ekki sett í þessu sambandi, gætu þeir keypt nýja menn inn í liðið hverju* sinni sem keppni fer fram. Reglan er sú, að ég held, að leikmaður þurfi að vera í liðinu í þrjá mánuði áður en dregið er í hverja umferð, en ég var aðeins búinn að vera hálfan mánuð í liðinu þegar dregið var í þessa umferð, svo ég kom ekki til greina í hvor- ugum leiknum. — Ef þið vinnið leikinn á miðvikudag, hvað þá? (Hér er átt við síðari leikinn í Evrópu- bikarkeppninní, Rangers gegn Inter Milan). — Þá á ég möguleika á að spila með í næstu umferð. Ef við komumst áfram núna, verð- ur Rangers eitt af átta liðum sem keppir til úrslita. (Rangers komst ekki áfram vegna óhag- stæðs markahlutfalls). í Evr- ópubikarkeppnina fara liðin sem vinna deildakeppni. Þetta er sama keppnin og KR tók þátt í. Mér fannst sjálfsagt hjá KR að taka þátt í þessari keppni. Ég sá leikinn í Liver- pool og fannst mjög gaman að honum. Það var mikill viðburð- ur fyrir strákana að spila þarna — 30 þúsund áhorfendur og leikið á móti mjög góðum mönnum. Það kom mér á óvart að margt fólk skyldi vera þeirr- ar skoðunar, að KR ætti ekki að taka þátt í þessari keppni vegna þess að liðið ætti engan „sjens“. Það væri lítið um þetta sport, ef enginn tæki þátt i því nema að hafa mikla sigur- möguleika. — Hvað gerirðu að aflokn- um keppnisdegi? — Við förum venjulega heim og horfum á sjónvarp eða för- um í kvikmyndahús. Við get- um valið á milli tveggja stöðva í sjónvarpinu, BBC og STV (Scotish Television) og dag- skráin er mjög góð. — Ertu taugaspenntur fyrir leiki? — Já, ég er það. En strax þegar leikurinn hefst er tauga- spennan úr sögunni. Ég get ekki sagt eins og íþróttamaður heima, sem frægt er orðið: „Af hverju að vera taugaspenntur, það er mikið verra!“ Þórólfur á æfingu á Ibroxleikvanginum. Ungir aðdáendur og rithanda- safnarar þyrpast hér um Þórólf fyrir utan Ibrox leikvanginn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.