Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 10
Og her er slappað af í djúpum hægindastól heima í Paisley. „Það er betra að hafa hann með sér en á móti" Texti: Hallur Símonarson „Eigið þið ekki fleiri slíka leikmenn á íslandi — það væri ekki ónýtt, að fá þá í lið hjá sér,“ sagði framkvæmdastjóri „Stirling Albion“ fyrir rúmum þrem árum, þar sem við sátum í djúpum hægindastólum í stúkunnf á „Stirling“-leikvellinum og horfðum á „St. Mirren“ leika við heimaliðið 6 aflíðandi grasbrekku, sem átti að heita íeikvollur þeirra „Stirlingmanna“. Og leikmaðurinn, sem hann átti við, var Þórólfur Beck, sem lék þar sinn fyrsta leik á útivelli með aðalliði „St. Mirren“ sem áhugamaður, og ég var svo heppinn að fá tækifæri til að sjá þann leik. Og vissulega gátu menn hrifizt af leikni Þórólfs og auga fyrir samleik í þeim leik. Hvað eftir annað tætti hann vörn „Stirlings“ í sundur með frábærum sendingum, skoraði eitt mark sjálfur, og samherjum hans tókst að nýta opnanir hans í tveimur tilfellum, sem var heldur lélegt hjá þeim. En „St. Mirren" sigraði með 3—0 „og maðurinn bak við þennan fyrsta sigur St. Mirren í mörg ár í Stirling var hinn nýi leikmaður liðsins, hinn Ijóshærði íslendingur Þórólfur Beck“ — eins og skozku blöðin sögðu eftir leikinn. 10 FÁLKINN Þetta var fyrsta ganga Þórólfs í skozkri knatt- spyrnu og síðan hefur margt breytzt — Þórólf- ur gerðist atvinnumaður hjá „St. Mirren" nokkru síðar, vann fastan sess í liðinu, var val- inn bezti leikmaður þess af aðdáendum liðsins árið eftir — og rétt fyrir síðustu áramót var hann seldur frá „St. Mirren“ til „Rangers“ —- frægasta liðs Skotlands — fyrir 20 þúsund pund, sem er ein hæsta sala á leikmanni milli skozkra félaga. Og Þórólfur segir sjálfur: „Það var stórt stökk að fara að heiman og til St. Mirren, en ég tók langtum stærra stökk, þegar ég fór frá St. Mirren til Rangers.11 En hverfum nú rúm þrjú ár aftur í tímann — til 29. október 1961 — þegar leikurinn í „Stirling” var í sviðsljósinu, því þar sló Þór- ólfur fyrst í gegn í skozkri knattspyrnu og varð eitt aðalefnið á íþróttasíðum skozku blaðanna, og Willie Reed, framkvæmdastjóri „St. Mirren“, sem átti mestan þátt í því, að Þórólfur hóf að leika með félaginu, sagði við mig eftir leikinn: „Þórólfur hefur flest til að bera, sem prýða má einn knattspyrnumann. Knattleikni hans er mjög góð og sendingar frábærar. Hann ,,átti“ öll mörkin þrjú í dag. Þegar knattspyrnumaður hefur þessa eiginleika, hlýtur hann að komast í fremstu röð. Þórólf skortir enn nokkuð hraða — en það er hægt að laga með góðri æfingu — og þó það hljómi ef til vill einkennilega, — meiri eigingirni í leik sinn. Hann hefði skor- að fleiri mörk sjálfur, ef hann hefði verið svo- lítið eigingjarnari, en hins vegar var það reynd- ar furðulegt, að Kerrigan skyldi ekki að minnsta kosti skora fimm mörk í leiknum eftir því, hvernig Þórólfur lék hann frían með sínum frábæru sendingum. En nú skoraði Þórólfur mark síðast í leiknum, og það var þýðingarmikið fyrir hann. Með þessu marki vex sjálfstraust hans — og um leið eigingirni hans til að skora mörk sjálfur. Skothörkuna hefur hann til að bera. Já. þú mátt segja vinum mínum á íslandi, að við séum mjög ánægðir með Þórólf.“ Það var nokkuð gaman að vera íslendingur á Skotlandi þessa októberdaga, og við skulum líta á nokkrar blaðaumsagnir um fyrstu leiki Þórólfs Beck á skozkri grund. Sunday Post segir í fyrirsögn: „Ljóshærða sprengikúlan á Love Street“ (Leikvöllur St. Mirren), og greinin byrjar þannig: „Ný stjarna skín skært í skozkri knattspyrnu — ljóshærður íslenzkur innherji Þórólfur Beck. Hann skyggði á aðra þekkta innherja í leiknum við Motherwell eins og skozka landsliðsmanninn, Pat Quinn, og Willy Hunter, og einnig gamla meistarann Tommy Glemmell. Beck var ekki aðeins langbezti framherjinn í leiknum — hann var hinn eini, sem hafði ör- yggi til að bera til að leika á mótherja og hinn eini, sem hafði kunnáttu til að senda knöttinn aftur og aftur til samherja, en ekki til mótherja. St. Mirren hefur sterka vörn og svo auðvitað hinn mikla persónuleika frá fslandi.“ „C’MON T-0-R-R-Y!“ Þetta er nýja hvatning- arhrópið á Love Street og því er beint til hins 21 árs, bláeygða Þórólfs Beck — gjöf fslands til Paisley. Þegar Willie Reed, framkvæmdastjóri St. Mirren, fór í veiðiferð til íslands innan 12 mílna markanna, „veiddi hann vissulega nokk- uð“. Þannig byrjaði skemmtileg grein í Sunday Mail og síðan sagði: „Þórólfur Beck er náttúru- barn, og hann getur vissulega orðið stór FISKUR í knattspyrnunni, ef hann nær að auka hraða sinn og léttist um nokkur pund. En hann á talsvert ólært ennþá. Gegn „Stirling Albion'*

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.