Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 23

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 23
• Jón GísEason Framh. af bls. 14. eru þetta hinar merkustu heim- ildir um sögu þess tímabils og sýna fádæma dugnað, skyldu- rækni og þekkingu tvímenning- ^ anna. Þeir Árni og Páll áttu einnig að athuga og lagfæra xnargs konar mál og dóma, er kærðir höfðu verið. Varð tals- verður árangur af því starfi þeirra, þó að öfundarmönnum þeirra tækist að spilla því mjög. Hin nýja stefna í lög- Vm hjá sumum valdsmönnum landsins varð þeim einnig þrándur í götu. En þeir Árni og Páll byggðu mjög á þjóðleg- um réttarfarslegum grunni. Þrátt fyrir mikið og fórn- fúst starf Árna og Páls, varð ekki árangur af því eins og efni stóðu til. Páll varð riðinn við mörg mál, er urðu til mik- illa deilna. Var því aðstaða hans hin erfiðasta og ekki sízt vegna þess, að andstæðingum hans tókst á stundum að fylgja málstað sínum fram í leyni hjá hinum dönsku embættismönn- um landsins á Bessastöðum og í Kaupmannahöfn. En hvað sem um ástand dómsmála í landinu má segja yfirleitt fyrstu tvo tugi 18. aldar, ber hlut Páls Vídalíns hátt í þeim efnum, og hann reyndi ávallt eftir fremsta megni að stuðla að bættu réttarfari og reglu- semi í embættisfærslum og í meðferð dómsmála, jafnt til undirbúnings og í dómum. Svo var háttað um æðsta embættismann landsins á þessu tímabili, að hann kom aldrei til landsins. Umboðsmaður hans var heldur af verra tag- inu, eins og brátt verður sagt. Árið 1684 var Úlrik Kristján Gyldenlöve skipaður stiftamt- maður eða stiftbefalingsmað- ur, eins og hann var oftast nefndur á íslandi. Hann var launsonur Kristjáns konungs fimmta og gerður að stiftamt- manni á sjötta ári aldurs síns. Nærri má geta, hvers vegna hann hlaut þesst vegtyllu, og hversu hann var undirbúinn eða fær að gegna embættinu. Hann hlaut margar aðrar veg- tyllur úr hendi konungs. Hann var talinn velgefinn maður og fremur góðviljaður. Hann varð stiftamtmaður yfir íslandi allt til dauðadags seint á ár- inu 1719. Amtmaður eða umboðsmað- ur Gyldinlöves var Kristján Múller. Hann var af ríku fólki kominn og hafði notið góðrar menntunar í æsku og komst snemma í þjónustu konungs. Hann hlaut marga titla og veg- tyllur hjá konungi, en var skipaður amtmaður á íslandi árið 1688. Hann kom samsum- ars hingað út og lét birta í lögréttu ýmiss konar boðskap konungs, þar á meðal boð kon- ungs um, að lögmenn og bisk- upar undirbyggju samningu nýrrar lögbókar, í samræmi við norsku lög Kristjáns konungs fimmta. En innlendir valds- menn, jafnt andlegir sem ver- aldlegir, þybbuðust við, og varð aldrei úr því, að samin yrði ný lögbók. Kristján amtmaður Muller hefur hlotið slæma dóma í ís- lenzkri sögu og ekki að ástæðu- lausu. Landsmenn uppnefndu hann oftast og kölluðu hann Kríu Múller. Var það dregið af máli einu lítilfjörlegu, er amtmaður lenti í og gerði mik- ið veður af. Er þetta mál all- gott sýnishorn af réttarfarinu í landinu um daga hans. En hér verður það ekki rakið. Árni Magnússon þekkti Kríu Múller vel og átti mörg við- skipti við hann. Hann lýsir honum þannig: „að Múller hafi ekki kunnað neitt til lands- laga og ekkert þekkt til lands- ins, hafi í blindni farið fyrst eftir Heidemann landfógeta og síðan eftir „ýmsum vondum mönnum", en ekki hirt neitt um velferð landsins, dregið jafnan taum kaupmanna, hafi horft upp á lögmenn gera beran órétt, en ekki gert eða getað gert þar nokkuð við, hafi gert bréf í móti bréfum, eftir því sem kaupmenn vildu hafa eða aðrir góðir vinir hans. Hafi hann ekkert ferðast um landið, nema meðan hann var að troða illsakir við Jón bislcup Vigfússon. I fyrstu hafi hann ekki tekið við mútum, en síðar hafi hann reitt til sín fé, þar er hann mátti, og það með svívirðilegum hætti, og hafi þegið árlega fasta hugnun frá kaupmönnum. Hafi hann af óvizku engum gegnt, er fyrir honum kærði, af því að hann vissi ekki, hverju svara átti, og vöndust menn svo af að kæra. Hann hafi horft á og hlynnt að öllum órétti Dana í Gull- bringusýslu og tekið menn til sýslustarfa eftir meðmælum kaupmanna, enda haft átrúnað á þeim. Hafi hann verið til háð- ungar naumur á fé, nema á al- Framh. af bls. 32. FAGRIR SDKKAR FEGURRI FÆTUR KLÆÐIST ÞVÍ BEZTA SAUMLAUSU NÆLDNSDKKARNIR ENDAST - ENDA5T - ENDAST ALLIR NYJUSTU TÍZKULITIRNIR ☆ VALHÖLL GYÐJAN Laugavegi 25 Laugavegi 25 FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.