Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 35
• Jóit Gíslason Framh. af bls. 33. ið fór skipið svo á leið til Dan- merkur, en hreppti andviðri og illveður, svo að för þess gekk illa. Kom skipið suður fyrir land og lenti í hrakningum miklum, er bundu enda á för þess 5. nóv. í strandi á Hafnar- skeiði milli Þorlákshafnar og Ölfusárósa. Manntjón varð mikið, en meiri hluti skips- hafnarinnar komst af og varð bjargað. Fólkinu var jafnað niður á hreppana í Kjósar-, Gullbringu-, Árnes- og Rangár- vallasýslum. Margir dóu af skipshöfninni um veturinn. En þeir, sem lifðu hann af, voru fluttir til Danmerkur um sum- arið eftir. Margar sagnir eru til af þessu strandi og í sam- bandi við það, enda guldu sum- ir hinna útlendu sjómanna illa vetrargreiðann, börnuðu heima- sætur og lentu í misindi. Eru ættir komnar frá Gottenborgar- mönnum. Sú er sögn ein um Gotten- borgarstrand, að akkeri skips- ins hafi verið úr kopar, allstór og þung. Þau urðu eftir í brim- garðinum, þegar skipið var lið- að í sundur og löngu horfið. Lengi eftir strandið sáust akk- erin, en huldust brátt sandi. En í miklu hafróti rótaðist sandur af akkerunum, svo þau sáust. Var svo út 18. og 19. öld. Þótti það vita á stórtíðindi, þegar akkeri Gottenborgar sá- ust á Hafnarskeiði. Síðast hef ég heyrt, að þau hafi sézt snemma á líðandi öld. Eins og þegar er sagt, þóttist alþýða á í'slandi kenna af ferð- um Fuhrmanns, að hér væri á ferð mikill valdsmaður, er tæki til óspilltra mála um málefni landsins, og var sízt vanþörf á slíku. Fuhrmann var fengið í hendur mikið vald í málefn- um landsins, jafnt veraldlegum sem andlegum. Jón Halldórs- son hinn fróði í Hítardal lýsir því þannig: „Honum var befal- að, að hann skyldi hafa hér tilbærilega tilsjón bæði í and- legum og veraldlegum málum og réttargangi, sjá fylgt form- Framh. á bls. 37. • Manitaveiðar Framh. af bls. 31. mig vera. Ég fór yfir alla reikninga, sem ég gat fundið fyrir nokkur síðustu ár, og komst að því að undanfarin 2 ár hefur þú dregið að þér um 1 milljón. Ég vissi að þig grunaði, hvað ég var að gera, og þegar þú bauðst mér í veiðiferð upp í óbyggðir, vissi ég til hvers leikurinn var gerður, en áður en ég fór, var ég búinn að ganga frá öilum skjölum þannig að enginn vafi leikur á því, hver tók þessar 2 milljónir. Hann þagði dálitla stund til að leyfa Sveini að átta sig. Það gerði hann brátt, og stundi upp: — Tvær, ég tók aðeins eina. Anton kinkaði kolli samþykkjandi. — Það er rétt. En ég get vel hugsað mér að fá eina skatt- frjáisa, svo að ég rakaði að mér öllu, sem ég gat náð í á stuttum tíma. Og það var tæp milljón. Þar sem ég hafði ekki nægan tíma, kemur þetta auðvitað fljótlega í ljós, en þá halda allir að þú hafir gert það. — En ég mun neita, hvæsti Sveinn. — Það er ekki hægt að sanna á mig nema aðra, og ef ég neita hinni og segi sann- leikinn, munu þeir rannsaka málið nánar. Ég get hjálpað þeim að afhjúpa allt. Og þú getur reitt þig á að ég mun segja sannleikann. Anton brosti óræðu brosi. — Nei Sveinn, það munt þú ekki gera, sagði hann hæglát- lega. Það leið nokkur stund áður en Sveini varð ljóst, víð hvað hinn átti. En þegar hann sá riffilhlaupið lyftast, vissi hann það. — Nei, æpti hann, nei í guðanna bænum ekki skjóta. Ég skal þegja, ég skal taka á mig sökina, ekki skjóta. — Sér grefur gröf, svaraði Anton hljóðlega um leið og hann tók í gikkinn. í fjarska tók forystutarfur hreindýrahjarðar- innar viðbragð, þegar hann heyrði skotið. En svo hélt hann áfram að bíta. Þetta var ekkert, sem honum kom við. ★ ★ KOMIÐ TIL ÍSLANDS Okkur er sönn ánægja að geta nú loksins boðið íslenzkum konum þessar viðurkenndu og heimsþekktu snyrtivörur. snyrtivörurnar eru tvímælalaust þess virði að þér reynið þær næst er þér gerið innkaup á snyrtivörum. Vér viljum halda því fram, að þér hefðuð bókstaflega ekki efni á öðru, en að kynnast þessum sérstöku og viðurkenndu snyrtivörum. Fást í leiðandi snyrtivöruverzlunum um allt land. Heildsölubirgðir: SNYIITIVÖIUJH H.F. Laugaveg 20 — símar 11020 og 11021. 31 FAi-K.1 NN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.