Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 21
Ég fer — Hvert? Út í rigninguna. Fálkinn færir sig nær þar sem presturinn stendur á tali við fólk og heyrir hann segja: „Þetta er bæði prédik- un og boðskapur. Meira að segja krist- f inn boðskapur. Leik- ritið lýsir þvi vel hver eru örlög þeirra manna, sem kaupa, glæpinn fyrir stríð.“ „Mér finnst erfitt að átta mig á hlutverki kórsins eða boðskap hans,“ er sagt fyrir aftan mig, „kannski skýrist það eftirá.“ Fólkið er farið að tínast inn aftur og Fálkinn flýtur með straumnum. Á leiðinni inn ganginn eru á undan mér tvær rosknar konur. Önn- ur lýtur að hinni og hvíslar: „Ég man ekki eftir að hafa séð Halldór á Kirkjubóli hér á leiksýningu áður.“ „Nei, og heldur ekki Guðmund Inga,“ svarar hin. Leikurinn hefst aftur, Veizlu- atriðið: brennuvargarnir eru orðnir tveir og Biedermann hef- ur ákveðið að koma sér vel við þá og halda þeim veizlu. Er gleðin stendur sem hæst heyrist í slökkviliðinu. Það er kviknað í einhverju úthverfinu og brennuvargarnir mega ekki vera að Því að dvelja lengur, þakka fyrir sig og fara til að kveikja í loftinu. Allt brennur. í eftirleiknum ranka Bierder- mannshjónin við sér í Helvíti, en auðvitað telja þau sjálfsagt, þar eð þau voru góðhjörtuð í jarðlífinu og brutu ekki boðorð- in sem heitið gat, voru synd- laus samanborið við aðra, —• að þau séu í Himnaríki. Þau fá fljótlega að heyra, að Djöf- ullinn (sem er annar brennu- vargurinn, Eisenring) héfur farið til Himna, hann er óá- nægðúr: Til Helvítis kemur að- Leikararnir farða sig fyrir sýn- ingu. Næst Einar Oddur Kristjánsson (Eisenring) Þá Eysteinn Gíslason (Biedermann) fjarst Jón Gunnar Stefánsson (Dr. Phil). eins millistéttarfólk: Vinnukonur, sem stela nælonsokkum, vasaþjófar, hórkarlar, ökuníðingar o. s. frv. Hann birtist í dularklæðum og hefur sögu að segja: í Himnaríki eru stórglæpamennirnir: „Ég sá heila vetrarbraut af heiðurs- merkjum, þessháttar fagnaður blöskrar sjálfum Djöflinum. Þarna mætti ég öllum mínum vildarvinum, öllum fjölda- morðingjunum mínum, og englarnir flögruðu kringum skallana á þeim.“ Hann er nauðbeygður að loka Helvíti. Ásamt kumpán sínum, Árahöfðingjanum (sem er hinn brennuvargurinn Schmitz) stígur hann á hjól og heldur upp á jörðina. Eftirleikurinn er í senn dýpri alvara og bitrara skop en fyrri hluti verksins og hér rís leikur þessa áhugahóps enn í eftirleiknum, sem Gríma treysti sér ekki af tekniskum ástæðum til að hafa með þegar verkið var sýnt í Reykja- vík. Að leikslokum er leikendum og leikstjóra fagnað inni- lega og lengi og það er þakklátur hópur, sem yfirgefur leik- húsið þetta kvöld á Flateyri. ► FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.