Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 29
Framh. á bls. 37. FALKINN mönnum og engum mega • treysta. Um langt skeið hafði hún verið á stöðugum flótta undan Blifil unga; nú var annar veiðimaður kominn í skóginn, sem leit jafnvel út fyrir að vera honum hættu- legri. Þjónar höfðu varla lokið við að bera af borðum eftir kvöld- verðinn, þegar jómfrú Western sneri sér að frænku sinni, ung- frú Soffíu, og sagði, að hún ætti von á gesti og ætlaðist til að Soffía tæki honum í alla staði vel. Nefndi hún hann síðan, og þegar ungfrú Soffía heyrði að það væri lávarður- inn, mælti hún og heldur kuldalega, að hún skyldi taka honum eins og hann hefði til unnið — hverfa til herbergis síns og lofa honum að híma einum í stofunni eins lengi og hann vildi. Varð jómfrú West- ern þá í senn undrandi og reið; lýsti yfir því, að sér gengi ein- ungis göfugt til, að hún vildi koma á þessum ráðahag, því að það væri ekki einungis að Soffía fengi þar hinn auð- ugasta og glæsilegasta mann, sem völ væri á, heldur hæfi hjónaband hennar og lávarðar- ins alla ættina til vegs og virð- ingar, og þætti sér það sannar- lega nokkurs virði. Ekki kvaðst Soffía fá séð, að ættinni væri það neinn vegsauki, og ekki lézt hún heldur vera svo viss um glæsimennsku hans; hann hefði að minnsta kosti hagað sér þannig við sig, að ekki gæti hún kallað slíkt bera vitni neinni fyrirmennsku. Jómfrú Western gekk þá á hana og krafðist þess, að hún færði fram einhverja gilda ástæðu fyrir þessum orðum. Ungfrú Soffía kvaðst geta gert það; fyrst jómfrúin vildi endi- lega vita það, þá hefði hann veizt að sér, er þau voru ein orðin í stofunni forðum, vafið sig örmum og fleygt sér út af á hægindið, þar sem hann hefði þrýst andlitinu að brjóstum hennar svo ákaflega að hún bæri enn marbletti eftir kossa hans, og væri ekki víst hvers hann hefði freistað — eða þó öllu heldur að það lægi í aug- um uppi, hvers hann mundi hafa freistað, sá ættgöfugi mað- ur, ef föður sinn hefði ekki borið að í sömu svifum. Þá reis jómfrúin úr sæti sínu, og var svipur á henni. „Ekki veit ég til þess,“ mælti hún af þunga, „að nokkur mað- ur hafi nokkru sinni vogað sér að sýna konu af minni ætt slíka vanvirðu, og hefði ég verið nálæg og vitað þetta, mundi ég ekki hafa hikað and- artak við að leggja hann i hjartað með hvaða eggvopni, sem væri hendi næst. En hvað um það, þetta hefur verið eitt- hvert stundaræði hjá honum, sem hann vill nú líka bæta fyr- ir með heilbrigðu bónorði,“ og margt fleira mælti hún. En nú beitti ungfrú Soffía fyrir sig kænsku, sem hún átti að sjálfsögðu til eins og allar konur, þó að hún gripi yfir- leitt ekki til hennar nema í nauðvörn. Hún minnti jóm- frúna á það, að allur heimur- inn vissi, að sjálf hefði hún átt marga biðla — þó enginn vissi tölu þeirra — en hafnað þeim öllum, og hefðu þó sumir þeirra ekki verið lávarðinum ótign- ari. Gæti hún því svo sannar- lega ekki láð neinni stúlku það, sem komin væri af góðu fólki, þó að hún hlypi ekki í fang- ið á hverjum þeim sem vekti máls á eiginorði við hana, og væru þær sennilega ekki ólíkar, hvað þetta snerti, frænkurnar, báðar dálítið mannvandar, „og þar að auki þykist ég ekki vera komin á örvæntingarárin, frænka mín,“ bætti Soffía við. Jómfrú Western hirti ekki um að andmæla því, að margur glæsilegur maður, göfugur og auðugur, hefði leitað eiginorðs við sig, kvaðst líka hafa verið talin heldur fríð sýnum í eina tið, þó að það væri nú kannski ekki á að sjá. Þótti henni hrós- ið svo gott og hafði um leið svo mikið gaman af að segja frænku sinni frá því, hve grátt hún hefði leikið margan karl- manninn um dagana, að hún var, án þess hún gerði sér eigin- lega sjálf grein fyrir því, allt í einu orðin bandamaður henn- ar gegn öllum biðlum, þar á meðal lávarðinum. Og þegar svo lávarðurinn kom í um- rædda heimsókn, lét jómfrú Western sér ekki til hugar koma að yfirgefa stofuna, svo að hann gæti rætt við ungfrúna eina, heldur sat sem fastast og var ekki laust við, að hún hefði nokkurt gaman af aug- ljósri gremju lávarðarins. Þannig tókst ungfrú Soffíu að snúa hlutunum við, sér í hag, með dálítilli kænsku, og þarf víst ekki að lá henni það. Var hún nú að vissu leyti betur á vegi stödd en nokkru sinni áður um langt skeið, og ætti okkur því að vera óhætt að kveðja hana um hríð og for- vitnast nokkuð um hagi sögu- hetju vora, Tom Jones, sem við yfirgáfum í hinum mesta vanda , sem hugsast getur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.