Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 13
til máls og málrómur hennar var óumræðilega þreytulegur. „Og nú halda þeir að þú hafir drepið hana.“ „Láttu ekki svona manneskja,“ sagði hann hranalega. „Þeir gruna alla, sem hafa sagt svo mikið sem halló við hana.“ „Hélztu við hana?“ „Ég skil ekki við hvað þú átt.“ „Þú heldur þó ekki að ég viti ekki um allar hinar litlu vinkonurnar þínar, Gunnar? Heldurðu að ég hafi ekki fund- ið það og fengið að heyra það?“ „En ég er saklaus. Skilurðu það ekki, Margrét? Ég myrti hana ekki.“ „Ég veit ekki hverju ég á að trúa.“ „Þú getur ekki meint þetta.“ Hún hlustaði ekki á hann, heldur hélt áfram máli sínu: „Hvernig á ég líka að trúa þér frekar en í öll hin skiptin, sem þú hefur logið að mér? Heldurðu að ég viti ekki að þú get- ur ekki haldið höndunum að þér? Ég skal segja þér hvers vegna ég hef þagað. Ég hef þagað vegna barnanna, þau eru svo ung ennþá. Ég hef þagað til að gefa þeim betra heimili en ég gæti með því að senda þau á barnaheimili og vinna úti sjálf. Þú sérð vel fyrir heimilinu, það máttu eiga. Ég þarf ekki að spyrja. Ég veit, að þú ert maðurinn, sem bauðst henni út. Ég efast ekki um að þú hafir reynt til við hana. Það skiptir mig engu máli lengur frekar en annað, sem þér við kemur.“ „Þú hlýtur að hata mig,“ sagði hann undrandi. „Þú hatar mig, kona.“ „Nei, ég hata þig ekki, en ég elska þig ekki lengur. Það er ekki vegna þess arna, sem ég er hætt að elska þig, það er langt síðan ég hætti því.“ Hann rétti hendurnar biðjandi til hennar. „En ég þarfnast þín svo mjög,“ sagði hann. „Ég þarf á þér að halda. Get ég ekki leitað til þín?“ „Nei,“ sagði hún. „Ég skal standa með þér í þessu öllu, en faðmur minn stendur þér ekki til boða.“ Hann starði á hana, svo vætti hann varirnar og lét sig falla þyngslalega niður í sófann. „Ég held,“ sagði hann, „að þú sért sannfærð um það, eins og allir hinir, að ég hafi myrt Grétu.“ Sigurður leit á konuna sína, sem stóð fyrir framan spegil- inn. „Ertu tilbúin?" spurði hann. „Já,“ svaraði hún. Hún var róleg að sjá. en hann skynjaði. að undir niðri bjó mikil geðshræring. Það átti að jarða Grétu í dag og hún var að klæða sig fyrir jarðarförina. „Þá skulum við koma.“ „Hvað gerist núna, Sigurður," sagði Guðrún og settist á stólinn við snyrtiborðið. „í málinu?“ „Já.“ „Þeir hafa sleppt Sigfúsi og grunurinn hefur fallið á þennan gifta mann, sem fór út með Grétu um kvöldið.“ „Hvað ætla þeir að gera við hann? Því handtaka þeir hann ekki?“ „Ég veit það ekki. Kannski hafa þeir ékki nægar sannanir til að sakfella hann.“ Þau gengu út hlið við hlið. Andlit Sigurðar var eins og höggvið í granít og kona hans gekk við hlið hans, beygð og lítil. Hún riðaði af og til. Það var engu líkara en hann bæri hana uppi og hún myndi falla til jarðar, ef hún missti stuðn- ing hans. Það var margt fólk við jarðarförina, ættingjar og vinir, allar skólasystur Grétu og kennarar hennar auk forvitinna áhorfenda. Það komust ekki fleiri í kirkjuna. Kistan stóð þarna á kirkjugólfinu, hvít og felld. Samúð fólksins myndaði þéttan vegg umhverfis þau og studdi þau. Presturinn ræddi um Guð og hans órannsakanlegu vegi. Guð hafði svipt þau Grétu og hans vegir voru órannsakan- legir. Missir þeirra var mikill, en Guð myndi standa með þeim í sorg þeirra og styðja þau, þegar þau þörfnuðust hans mest. Hún var horfin til. Guðs og komin í heim, sem var frið-. sæll og hreinn, þar var öryggi og ástúð. Henni leið vel í faðmi Guðs. Þegar kista Grétu var borin út kirkjugó'lfið, grétu kon- urnar og karlmennirnir störðu á eftir kistunni og hugsuðu unj sínar dætur og þennan vonda og spillta heim og alla þá vondu menn, sem hann byggja. Sigurður og Guðrún stóðu við kirkjudyrnar og tóku f hendur allra sem framhjá þeim gengu. Þau stóðu þarna hlið við hlið, Guðrún grátandi og Sigurður teinréttur. María og Jóhannes voru við jarðarförina, en Sigfús sat heima. Hann hafði ekki treyst sér. En á kistunni lá örlítill blómvöndur með kveðju frá honum. Hann lá þarna innan um alla kransána og fögru blómin, sem skreyttu kistuna. Guðrún hafði afþakkað öll blóm, en þennan vönd hafði hún sett á kistuna, sem ofurlitla afsökunarbeiðni fyrir allt það illa, sem hún hafði hugsað um Sigfús meðan hún áleit hann sekan. María og Jóhannes fóru ekki beint heim. Þau voru fyrir löngu búin að yfirvinna það, sem hafði komið upp á milli þeirra daginn, sem Jóhannes ásakaði Sigfús um morðið á Grétu. Þegar Sigfúsi var sleppt úr varðhaldinu sannfærðist Jóhann- es umsvifalaust um sakleysi hans og blygðaðist sín fyrir að hann skyldi nokkru sinni hafa haft hann grunaðan um slíkan glæp. Ást þeirra var sterkari og innilegri en fyrr, og eins og ást þeirra verður, sem halda að þau hafi glatað henni og vinna hana svo aftur. Héðan af myndi ekkert aðskilja þau, Þau gengu inn í veitingahús í miðbænum og fengu sér kaffibolla. Framh. á bls. 24. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.