Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 16
JÉG MCN ÁVALLT HIIG MEB HLÝHLG TIL »A - Segtr íslenzka sendiherralriiin í Kaupmannaltöfn, frií Helga Stefánsson Myndir og texti: Steinunn S. Briem EIGIÐ þið ekki fjölda vina í Danmörku?“ „Jú, vissulega. Við umgöng- umst mikið Dani og eigum marga góða vini meðal dönsku þjóðarinnar. Við höfum ferðazt um allt landið; það er nauð- synlegt að kynnast sem bezt landinu þar sem maður vinn- ur. Og Kaupmannahöfn er ekki öll Danmörk. Við höfum hitt alla ræðismenn íslands sem búa víða um Danmörku, hinir prýðilegustu menn hver á sín- um stað, og kynnzt bæði er- lendu og innlendu fólki.“ „Þér þurfið náttúrlega að fylgjast vel með öllu sem er að gerast til að geta talað við svona margt fólk af ýmsum stéttum?“ ÞAÐ eru sjö ár síðan við fluttum hingað, sjö indæl ár. Okkur hefur liðið vel í Kaupmannahöfn, og Danir eru framúrskarandi fólk; því leng- ur sem maður dvelst hér, því betur lærir maður að þekkja þjóðina, og því betur sem mað- ur þekkir hana, þeim mun betur kann maður að meta kosti hennar. Já, ég mun ávallt hugsa með hlýhug til Danmerkur og dönsku þjóðar- innar.“ íslenzka sendiherrafrúin I Kaupmannahöfn, frú Helga Stefánsson, er aðlaðandi og elskuleg kona, róleg í fram- komu og kyrrlát. Hún hagar orðum sínum gætilega, hugsar sig um áður en hún talar, er sýnilega ekki gefin fyrir fljót- færnislegar staðhæfingar út í bláinn. ÉG er lítið fyrir blaðavið- töl,“ segir hún brosandi. En hún lætur samt tilleiðast að rabba svolítið um líf sitt og starf á undanförnum árum. „Það er alltaf nóg að gjöra, fjölmörg verkefni, aldrei tími til að verða latur og láta sér leiðast. Og ég kann því vel. Skyldustörfin hafa að sjálf- sögðu aukizt mikið síðan mað- urinn minn varð formaður sendiherranna, doyen, og því mun meira annríki bæði í sendiráðinu og á heimilinu." „Er þetta ekki hálfþreytandi starf?“ „Nei, ekki hefur mér fund- izt það. Og alltaf er ánægju- legt ef hægt er að leysa ein- hvern vanda.“ „Er mikið um gestakomur?“ „Já, og auk þess þurfum við að fara margt, t. d. á sýn- ingar og í samkvæmi. Þau eru liður í starfinu og ákjósanleg leið til að kynnast fólki. Með því að tala við sem flesta og heyra mismunandi sjónarmið fær maður oft nýja innsýn í ýmisleg vandamál. Og þannig myndast iðulega sambönd sem hafa heillarík áhrif. Sá ágæti siður er hér, að öll opinber samkvæmi hætta kl. 11 á kvöldin, svo að maður getur ávallt fengið góðan nætur- svefn.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.