Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 28
„Ósammála . . .“ öskraði land- eigandinn. „Það er heldur gæti- lega til orða tekið. Ég hef aldrei viljað eiga neitt saman við þetta aðalspakk að sælda, og þar að auki hef ég heit- bundið dóttur mína frænda þínum, og það er sá ráðahag- ur sem ég kýs henni, og það skal standa!“ „Fyrst málum er svo komið," mælti herra Allworthy, „leysi ég þig frá öllum loforðum. Ekk- ert slíkt loforð er bindandi, þegar gert er fyrir annarra hönd, og síðar kemur á daginn annaðhvor aðili, sem samið er fyrir, er því mótfallinn." „Slúður,“ hrópaði Western lar.deigandi. „Ég hef allt vald í mínum höndum til þess að sjá svo um, að við öll loforð verði staðið. Komdu með mér til fógetans, nágranni, þar sem við göngum frá öllum leyfum og skilríkjum, og síðan skal hún til prestsins, hvort sem hún vill eða ekki og hvað sem systir mín og allar heimsins aðalskerlingar segja, en sýni hún mótþróa, skal ég loka hana inni upp á vatn og brauð, það sem eftir er ævinnar.“ „Herra Western," mælti herra Allworthy alvarlegur í bragði. „Þegar þessi ráðahagur var fastmælum bundinn, áleit ég, að það væri í alla staði ákjósanleg ráðstöfun. Landar- eignir okkar liggja saman, og samkomulag okkar, sem ná- granna, hefur alltaf verið gott. Auk þess hafði ég orð allra, sem til þekktu, fyrir því, að stúlka þessi væri góð og göfug, enda sá ég sjálfur, að hún bar það með sér. Annað mál er svo það, að aldrei mundi mér til hugar koma að þvinga nokkra manneskju til ráðahags, hversu ákjósanlegur sem mér litist hann, því að sé slíkum ráðstöfunum beitt, fer ekki hjá því, að hjónabandið er fyrir- fram dæmt til að verða báðum aðilum hin sárasta ógæfa, jafn- vel þó að góðir og göfugir séu hvor fyrir sig. Þess vegna, ná- granni sæll, er ég ráðahag þess- um nú mótfallinn; það er ekk- ert við því að segjr. og þarf enga þykkju þar á að leggja.“ En það þurfti sterkari rök- semdir til að sannfæra herra Western landeiganda. „Er það ekki ég sem gat hana, er ég ekki faðir hennar?“ spurði hann og ekki í hálfum hljóð- um. „Og ber mér sem föður ekki að hafa ráð fyrir mínu eigin barni? Og eigi ég að hafa vit fyrir henni og ráða því, sem hún á meira undir en nokkru öðru í lífinu? Og það ætla ég mér líka svo sannar- lega að gera, og það verð ég að segja, nágranni sæll, að bú- ist hafði ég við því að þér, að þú værir svo vitur maður, að þú skildir þetta.“ Herra Allworthy var að minnsta kosti svo vitur, að hann sá, að ekkert þýddi að reyna að koma skynseminni að hjá Western landeiganda, þegar hann var í þessum ham. Þrátt fyrir allt gat Allworthy ekki brosi varizt, þó að hann gætti þess vandlega, að láta hann ekki sjá það, því að þá mátti búast við, að hann missti alla stjórn á sjálfum sér. Nú fann Blifil ungi bersýni- lega mál til komið að leggja orð í belg, enda kom málið honum óneitanlega við. Kvað hann það fjarri sér að vilja beita ungfrú Soffíu hörku — en gat þess þó, að heyrt hefði hann þess dæmi, að fátt gæti fremur vakið ástir konu en einmitt það, að henni væri tek- ið tak svo um munaði. Þar sem hann hefði alltaf unnað ung- frú Soffíu hugástum og mundi alltaf gera, mætti hann þó ekki til þess hugsa, og þannig sló hann úr og í; lét þess að síðustu getið, að maður sá sem ung- frúin ynni einum, væri ein- mitt ofbeldismaður og fant- ur... en nú fengi hún þó að sjá hvern enda það hefði, þar sem hann sæti í dyflissu fyrir að hafa myrt mann, og allir vissu, hvaða refsing lægi við slíkum glæp. Þegar Western landeigandi heyrði þessar fréttir, lyftist heldur en ekki á honum brún- in. Innti hann Blifil unga sem nánast eftir atburðum, og þegar hann þóttist þess fulviss, að þarna gæti ekki verið um neinn vafa að ræða, bauð hann þeim frændum að snæða kvöldverð með sér og lék við hvern sinn fingur. Og þegar herra Allvor- thy lét tilleiðast að þyggja boðið, hélt Western landeig- andi brott — hásyngjandi. ÞRÍTUGASTI OG ÁTTUNDI KAFLI. Greinir írá átökum milli Soffíu og föðursystur hennar, Sauðfé og nautpeningur get- ur reikað um hagann án þess að þurfa að óttast ásókn veiði- mannsins, en hindin er aftur á móti hvergi örugg fyrir dráps- æði hans. Ungfrú Soffíu mátti líkja við hindina hvað þetta snerti. Hún virt’ist hvergi eiga öruggan griðastað fyrir ágengum veiði- Jomjonesí ráð fyrir henni varðandi hvers- dagslega hluti, hví skyldi ég þá ekki öllu fremur að hafa Eftir filENM FIELDING 28 FÁLKINN I I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.