Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 18
Þegar Fálkinn heyrði, að Leikfélag Flateyrar ætlaði að fara að sýna Biedermann og brennu- vargana eftir Max Frisch, nýstárlegt og snjallt nú- tímaverk, tók hann sig upp og flaug vestur til Flateyrar til að vera við frumsýninguna. Á leið- inni var hann að hugsa um kunningja sinn, reykjavíkurintelígent, er hann hitti kvöldið áður á Borgarbarnum og sagði frá þessu merka fram- taki Flateyringa, að þeir væru að æfa Biedermann og brennuvargana. Spek- ingurinn bandaði hend- inni, saup hægt á glasinu og sagði: „Hvað heldurðu þýði að sýna svonaintelektúelt verk út á landi?“ Þannig hefur Reykja- vík einnig einkarétt á vitsmunum. Að kvöldi sunnudags- ins 7. marz er logn á Flat- eyri en kalt í lofti því hafísinn er skammt und- an landi. Varðskipið Al- bert liggur við bryggju, nýkomið úr ískönnunar- leiðangri. Skipverjarnir tínast í land. Dyr sam- komuhússins standa opn- ar og ljósrák fellur ská- hallt út á nýfallinn snjó- Flateyri við Önundarfjörð. inn utan við slóðina eftir leikhúsgestina, sem flestir eru þegar komnir í sæti sín þó klukkan sé rétt á seinni tímanum til níu. Það er næstum algjör þögn I þéttsetnum salnum nema hvað einhver segir fullum rómi: „Það er aldrei lúxus, leikskráin innifalin í aðgöngumiðaverðinu.“ Við gluggum í leikskrána. Myndarlegt plagg upp á þéttskrifaðar átta síður. Fyrst segi.r frá höfundi leiksins, ævi hans og verkum. Af leikritum hans hafa verið flutt hér á landi: Andorra, í Þjóð- leikhúsinu, Biedermann og brennuvargarnir af leikklúbbnum Grímu í Tjarnarbæ. Eftir- leiknum, er gerist í Helvíti, og ekki tjóar ann- að en að taka með, var þó sleppt á Grímusýn- ingunni. Um leikritið segir: í Biedermann og brennuvörgunum segir frá góðborgara, sem aldrei hefur vantað meðaumkun. Kvöld eitt er hann að drekka kaffið sitt eins og vana- lega og gluggar í dagblaðið. Fréttirnar æsa hann upp: „Enn ein íkveikjan. Og enn sama ? 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.