Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Page 18

Fálkinn - 05.04.1965, Page 18
Þegar Fálkinn heyrði, að Leikfélag Flateyrar ætlaði að fara að sýna Biedermann og brennu- vargana eftir Max Frisch, nýstárlegt og snjallt nú- tímaverk, tók hann sig upp og flaug vestur til Flateyrar til að vera við frumsýninguna. Á leið- inni var hann að hugsa um kunningja sinn, reykjavíkurintelígent, er hann hitti kvöldið áður á Borgarbarnum og sagði frá þessu merka fram- taki Flateyringa, að þeir væru að æfa Biedermann og brennuvargana. Spek- ingurinn bandaði hend- inni, saup hægt á glasinu og sagði: „Hvað heldurðu þýði að sýna svonaintelektúelt verk út á landi?“ Þannig hefur Reykja- vík einnig einkarétt á vitsmunum. Að kvöldi sunnudags- ins 7. marz er logn á Flat- eyri en kalt í lofti því hafísinn er skammt und- an landi. Varðskipið Al- bert liggur við bryggju, nýkomið úr ískönnunar- leiðangri. Skipverjarnir tínast í land. Dyr sam- komuhússins standa opn- ar og ljósrák fellur ská- hallt út á nýfallinn snjó- Flateyri við Önundarfjörð. inn utan við slóðina eftir leikhúsgestina, sem flestir eru þegar komnir í sæti sín þó klukkan sé rétt á seinni tímanum til níu. Það er næstum algjör þögn I þéttsetnum salnum nema hvað einhver segir fullum rómi: „Það er aldrei lúxus, leikskráin innifalin í aðgöngumiðaverðinu.“ Við gluggum í leikskrána. Myndarlegt plagg upp á þéttskrifaðar átta síður. Fyrst segi.r frá höfundi leiksins, ævi hans og verkum. Af leikritum hans hafa verið flutt hér á landi: Andorra, í Þjóð- leikhúsinu, Biedermann og brennuvargarnir af leikklúbbnum Grímu í Tjarnarbæ. Eftir- leiknum, er gerist í Helvíti, og ekki tjóar ann- að en að taka með, var þó sleppt á Grímusýn- ingunni. Um leikritið segir: í Biedermann og brennuvörgunum segir frá góðborgara, sem aldrei hefur vantað meðaumkun. Kvöld eitt er hann að drekka kaffið sitt eins og vana- lega og gluggar í dagblaðið. Fréttirnar æsa hann upp: „Enn ein íkveikjan. Og enn sama ? 5

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue: 14. Tölublað (05.04.1965)
https://timarit.is/issue/295672

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

14. Tölublað (05.04.1965)

Actions: