Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Page 3

Fálkinn - 12.04.1965, Page 3
EFIMISYFIRLIT GREIIMAR OG ÞÆTTIR 0 Flugið heillar þær allar: Steinunn. S. Briem spjallar við sex erlend flugfreyjuefni Loftleiða. Loftleiðir hafa orðið að bæta við sig erlendum flugfreyjum í vaxandi mæli. Þrjátíu og átta stúlkur voru valdar úr rúmlega þrjú hundruð umsækjendum í Danmörku, Noregi og Þýzkalandi. ^ fslenzk dagblöð: Sigurður A. Magnússon skrifar fyrir okkur um íslenzk dagblöð og talar enga tæpitungu. 16 Járnhausinn: Viðtal í léttum dúr við bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni, en þeir eru höfundar nýs söngleiks, sem hefur hlotið nafnið Járnhausinn, og verður hann frumsýndur á annan í páskum. 20 Líkara draumi en veruleika: Þórdís Árnadóttir ræðir við Eddu Gunnarsdóttur, íslenzka húsmóður í París. 34 Óttustund á Álftanesi: Ragnar Lár bregður upp svip- myndum frá Álftanesi í texta og teikningum. 38 Bitur eru brögð kvenna: Annar hluti frásögu Jóns Gísla- sonar um Schwartzkopfsmálin. Framhald í næstu tveim blöðum. ^2 Kvenþjóðin: Við höfum oft verið beðnir um prjónaupp- skriftir og nú getum við uppfyllt óskir ykkar. í næsta blaði verða einnig prjónauppskriftir fyrir peysur á full- orðna. SÖGUR: 12 Röndótti trefillinn: Nú er þessi vinsæla framhaldssaga á enda. Margir lesendur hafa látið í ljósi mikla ánægju með þessa sögu, svo að Ingibjörg Jónsdóttir getur farið að viða að sér efni í næstu sakamálasögu. 18 Stúlkan í gulu kápunni: í þessu blaði hefst mjög spenn- andi framhaldssaga eftir Frances og Richard Lockridge. Fylgizt með frá byrjun! Tom Jones. I IMÆSTA BL4ÐI Er NjörSur P. NjarSvík var á ferS vestur í Bandaríkjunum fyr- ir skömmu fékk hann viðtal viS Robert F. Kennedy, fyrrver- andi dómsmálaráSherra og bróSur hins látna forseta, lohn F. Kennedys. Þeir rœddust viS í um hálfa klukkustund og var viStalið tekiS upp á segulband. ViStalið birtist í nœsta blaSi, sem kemur út 26. apríl. Myndin hér til hliðar var tekin í skrif- stofu Robert Kennedys á meðan á viðtalinu stóS. Ritstjóri: Sigurjón Jóhannsson (áb.). Blaðamenn: Steinunn S. Briem, Ragnar Lárusson. Útlitsteiknari: Runólfur Elentínusson. Framkvæmdastjóri: Georg Arnórsson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Jón Ormar Ormsson. Útgefandi: Vikublaðið Fálkinn h.f. Aðsetur: Ritstjórn: Hallveigarstíg 10. Afgreiðsla og auglýsingar: Ingólfsstræti 9 B Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. Verð í lausasölu 25.00 kr. Áskrift kostar 75.00 kr á mánuði, á ári 900,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun meginmáls: Prentsm. Þjóðviljans. Myndamót: Myndamót h.f. Awðvitað alltaf FÁLKINN 3

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.