Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Qupperneq 33

Fálkinn - 12.04.1965, Qupperneq 33
@ Tom lones Framh. af bls. 31. henni farið. Kvaðst hún ekki þræta fyrir, að hún hefði veitt bréfinu viðtöku, en ekki hefði hún það á sér, og ekki hefði hún heldur í hyggju að sýna það neinum. Þegar jómfrú Western heyrði þannig og sá, að vart mundi ungfrúin eins auðbeygð og hún hafði haldið, þótti henni ráðlegast að láta bréfið lönd og leið í bili, en krafði hana þess í stað sagna um það, hvort hún hefði í hyggju að taka bónorði lávarð- arins eða ekki. Því svaraði ungfrú Soffía svo afdráttar- laust, að hún tæki því ekki, að jómfrúnni varð það eitt fyrir að bölva hraustlega og heita því að afhenda hana föðurnum strax á morgun. FERTUGASTI KAFLI. Sagt frd atburðum í dyflissunni. Áður er um það getið, að heimsmaðurinn ungi, sambýlis- maður. Tom Jones, heimsótti hann í dyflissuna. Eftir það notfærði maður þessi sér dyggi- lega þau víðtæku sambönd, sem hann hafði við menn í borginni af öllum stéttum, og fór svo að hann varð þess vísari, að sjóliðar nokkrir hefðu orðið vitni að því, hvernig hófst hólmganga þeirra, Tom Jones og Fitzpatricks. Það tók hann alllangan tíma að hafa uppi á mönnum þessum, en tókst þó að lokum, en þeir létust lítið vita, kváðust hafa staðið á- lengdar, og það lítið, sem upp úr þeim var hægt að hafa, reyndist Tom Jones síður en svo í vil. Þetta sagði heims- maðurinn ungi vini sínum, er hann heimsótti hann í dyfliss- una að tveim sólarhringum liðnum, og þótti Tom Jones að vonum lítt vænkast sinn hagur. Framh. í næsta blaði. -Pyrirgef 5u Bína mírj en ég verð að fara*. Daglega umgangist Þér fjölda fólks DELF.OL BYÐUR FRISKANDI BRAGÐ OG BÆTIR RÖDDINA. Framleitt med einkaleyfiMINDAh.f. Akureyri FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.