Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Page 38

Fálkinn - 24.05.1965, Page 38
KYEl NÞJÖÐIl N RITSTJÓHI: KRISTJANA STEIIVGHÍMSDÓTTIH HREINSIÐ HÖRLNDIÐ VEL FYRIR VORIÐ Þegar sólin fer að skína á vorin koma ýmsir hörundsgallar í ljós, sem þó er hægt að koma í veg fyrir, ef hörundið er hreinsað nógu vel. Þvoið fyrst andlitið vel eða hreinsið hörundið með hreinsi- kremi. Að því loknu er farið í gufubað með andlitið. Gufan mýkir hið fína hörund í kringum hörundsholurnar, svo hörundið „andar“ betur, einnig opnast hol- urnar betur, svo auðveldara reyn- ist að fullhreinsa hörundið. Ef hörundið er mjög þurrt, er sjálfsagt að bera þunnt lag af lanolinolíu á það, áður en farið er í gufubaðið. Hin heita gufa stuðlar að því að olían gengur betur inn í húðina en ella, og ger- ir því meira gagn en venjulega. Ef hörundið er mjög feitt, er 1—2 msk. af kamferspritti sett út i heita vatnið. Að gufubaðinu loknu — á að taka 5—10 mínútur — er húðin þerruð vel og síðan er borin and- litsgríma á sem valin er eftir því hvernig húðin er. 1. Ef hörundið er þurrt er lanolin- krem borið á áður en byrjað er á gufubaðinu. 2. Andlitsgríman, sem valin er eftir hörundsgerð, er borin jafnt á andlit, háls og hnakka. 3. Meðan gríman þornar, er bezt að liggja út af og slaka á öll- um vöðvum. Leggið kompress- ur yfir augun, vættar í köldu tei eða andlitsvatni. 4. Þegar gríman hefur verið þveg- in af, er hörundið vætt aftur og aftur með ísköldu vatni. Þá lokast andlitsholurnar og vöðv- arnir styrkjast. 5. Hörundið þerrað vel, síðan vætt með andlitsvatni og nær- andi krem borið á. Þurrt og eðlilegt hörund: 1 eggjarauða hrærð út með 1—2 msk. af möndluolíu, 1 eggjarauða hrærð út með 1 msk. af mýktu hunangi og 1 tsk. af rjóma. 1 eggjarauða hrærð saman á- samt 1 msk. af haframjöli og 1 msk. af möndluolíu. Feitt hörund: 1 eggjahvíta þeytt dálítið ásamt 1 msk. af sítrónusafa eða tómat- safa. Borið á hörundið oft, eftir því sem hver yfirferð þornar. Framh. á bls. 42.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.