Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Qupperneq 4

Fálkinn - 26.07.1965, Qupperneq 4
„Ógnvœnlegctr sýnir munu opinberast þér", sagði gamla sígaunakonan við Jeane litlu, „því að þú berð öll tákn sjáandans í lófa þínum.” Jeane Dixon er löngu orðin frœg um víða ver- öld fyrir hina nœstum óhugnanlegu spádómsgáfu sína. Hún sagði fyrir um morð Kennedys Banda- ríkjaforseta ellefu árum áður en það var framið, hún varaði Carola Lombard við að stíg fœti sín- um upp í flugvél nœstu sex vikur og nokkrum dögum seinna fórst hin frœga kvikmyndastjarna í flugslysi, hún staðfesti feigðarhugboð Roose- velts forseta, hún sá fyrir valdatöku kommúnista í Kína, sundurlimun Indlands í tvö ríki, morðið á Gandhi, sigur Trumans í forsetakosningunum 1948, ósigur Churchills fyrir Attlee eftir stríðið, fyrsta geimskot Sovétríkjanna og fjöldamarga aðra atburði, suma þýðingarmikla, aðra tiltölu- lega lítilvœga. Missið ekki af hinni furðulegu œvisögu Jeane Dixon, konunnar sem hefur verið ráðgjafi fjög- urra Bandaríkjaforseta .... aðeins Kennedy daufheyrðist við viðvörunum hennar. „Góða Jeane, af hverju borðarðu ekkert?" spurði frú Kauf- mann móðurlega. Jeane Dixon, ungleg og aðlaðandi dökkhærð kona á fimmt- ugsaldri, hallaði sér aftur á bak í sætinu og lokaði augunum. „Ég get það ekki,“ sagði hún lágt. „Ég er í of miklu uppnámi. Það kemur eitthvað voðalegt fyrir forsetann í dag.“ „Hvað ertu að segja?“ „Frú Dixon hefur séð fyrir ógæfu sem steðjar að Kennedy forseta," útskýrði frú Cope. „Hún sagði mér frá því í fyrradag.“ Frú Kaufmann klappaði Jeane á höndina í huggunarskyni. „Hafðu ekki of miklar áhyggjur, vina mín,“ sagði hún. „Það sem á að gerast, mun gerast — og það þýðir ekkert að kvíða framtíðinni.“ f sömu andrá hætti hljómsveit Sidney Seidenman að spila. Seidenman sem þekkti allar konurnar vel, kom þjótandi að borðinu þeirra. „Forsetanum hefur verið sýnt banatilræði!“ sagði hann. „Forsetinn er dáinn,“ muldraði Jeane líkt og í leiðslu. „Nei, nei, svo slæmt er það ekki,“ sagði Seidenman. „Það var skotið á hann, en hann er enn á lífi.“ „Þér munuð brátt frétta, að hann er dáinn,“ sagði Jeane, og svipur hennar var einkennilega ópersónulegur. Hljómsveitarstjórinn flýtti sér úr úr salnum, en kom aftur að vörmu spori með þær fregnir, að Kennedy forseti væri að- eins særður. „Ég heyrði það í útvarpinu. Hann er lifandi, og það er verið að gefa honum blóð.“ Jeane starði á hann. „Það er ekki rétt hjá útvarpinu," sagði hún loks með kyrrlátri sannfæringu. „Kennedy forseti er dáinn. Ég reyndi að vara hann við, en enginn vildi hlusta á mig. Nú er það of seint.“ Svart ský yiir Hvíta húsinu. í öðrum hluta Washington sat Kay Halle hjá gestum sin- um við hádegisverðarborðið. Hún var vinkona Kennedy hjón- anna og þekkti Winston Churchill og konu hans vel, um- gekkst marga stjórnmálamenn og hafði oft komið í Hvíta húsið síðan Kennedy varð forseti. í miðri máltíðinni kom þjónustustúlka inn og sagði, að frú Alice Roosevelt Long- worth (dóttir Theodore Roosevelt fyrrverandi forseta) væri í símanum. Kay bað gesti sína að hafa sig afsakaða, fór í simann og hlustaði skelkuð á rödd vinkonu sinnar: „Opnaðu strax fyrir útvarpið. Það er komið fram ... þetta sem þér var sagt fyrir.“ Kay opnaði fyrir útvarpið í skyndi og heyrði tilkynningu þularins: „Við endurtökum, að forsetinn hefur orðið fyrir skoti. Enn er ekki fullvíst hversu alvarlegt sárið er, en við bíðum frétta hér á Parkland sjúkrahúsinu í Dallas.“ Kay Halle hlustaði stjörf af skelfingu. Hún vissi, að lífi forsetans yrði ekki bjargað. 4 FALK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.