Fálkinn - 26.07.1965, Side 6
Œ
HHBfl
0 líTmcaTJÖSDCa^
Þessi spádómur birtist í Parade 13. maí 1956, og margir
minntust hans, þegar John F. Kennedy varð fyrir valinu sem
frambjóðandi demókrataflokksins og var kjörinn forseti árið
1960. Lýsingin á manninum sem Jeane hafði séð í sýninni,
minnti óhugnanlega á hinn nýkjörna forseta.
Sumarið 1963 þegar hinn ungi sonur Kennedy hjónanna,
Patrick Kennedy, dó skömmu eftir fæðingu, spurðu ýmsir
af vinum Jeane Dixon hana hvort lát hans væri ekki skýr-
mkmtust hans þegar John F. Kennedy varð fyrir valinu sem
lngin á dökka skýinu sem hún „sá“ yfir Hvíta húsinu.
„Nei, það getur ekki verið,“ svaraði Jeane. „Ég sé enn
skýið og stóra líkkistu sem verið er að bera inn í Hvíta
húsið. Forsetinn verður myrtur á einhverjum öðrum stað og
lík hans flutt aftur til Hvíta hússins, og við lát hans verður
þjóðarsorg."
'Allar viðvaranir reyndust árangurslausar.
Jeane Dixon lét sér ekki nægja að tala við Kay Halle og
reyna að fá hana til að koma þessum skilaboðum til forset-
ans. Nei, hún hringdi einnig og talaði við háttsetta menn i
Hvíta húsinu, og hún hringdi jafnvel til hótelsins sem Kenne-
dy átti að búa á í Dallas, og reyndi að ná tali af einhverjum
ábyrgum manni í föruneyti hans. En allir höfðu um annað
©ð hugsa en hlusta á spádóma fengna eftir dularfullum leið-
tun. Loks hringdi Jeane örvilnuð til lögreglunnar í Dallas
Og sagði frá ógæfunni sem yfir vofði. Hún sárbændi lögreglu-
manninn sem hún talaði við, að sjá um, að gerðar yrðu sér-
Stakar varúðarráðstafanir, og hún bað hann aftur og aftur
að koma skilaboðunum til forsetans sjálfs. En ekkert stoð-
aði. Enginn tók orð hennar hátíðlega, og allar viðvaranir
reyndust árangurslausar.
Tuttugu þúsund béf á viku.
Enginn skyldi þó ætla, að Jeane Dixon mæti yfirleitt van-
trú og höfuðhristingum. Þessi elskulega dökkhærða kona er
löngu orðin fræg um víða veröld fyrir hina næstum óhugn-
anlegu spádómsgáfu sína. Hún er gift milljónamæringi í
Washington og umgengst marga af háttsettustu mönnum
þjóðarinnar. í sendiráðunum er allt að því slegizt um að
bjóða henni í samkvæmi, og hún hefur verið tíður gestur í
Hvíta húsinu allt frá dögum Franklins D. Roosevelt (nema
& stjórnarárum Kennedys — „til allrar óhamingju,“ segir
Ihún sjálf). Johnson forseti er ávallt reiðubúinn að hlýða á
hana, og kona hans, Lady Bird, metur Jeane mikils sem
Vin og ráðgjafa.
Spádómar hennar eru þó ekki allir stjórnmálalegs eðlis.
Hún sér fyrir helztu atburði í lífi vina sinna og kunningja:
brúðkaup, hjónaskilnaði og barnsfæðingar, slys og sjúkdóma
og annað þess háttar. Hún er umsetin forvitnu fólki og fær
um það bil tuttugu þúsund bréf á viku. Allir vilja fá ráð-
leggingar, og sumir senda peninga, frá einum upp í hundrað
dollara. Einn vill ráðleggingu varðandi húsakaup eða verð-
bréfabrask, annar um vinningsnúmer í happdrætti eða veð-
reiðum, margir skrifa um hjúskaparörðugleika sína, ein kon-
an vill vita hvort maðurinn hennar haldi framhjá henni og
önnur hvort sonur hennar sé enn á lífi í sovézkum fangabúð-
um, o. s. frv., Það kemur aðeins örsjaldan fyrir, að Jeane
sendi svar. En hún hefur einkaritara til að opna og lesa öll
bréfin, og hver eyrir sem henni berst, er tafarlaust sendur
til baka. Jeane Dixon hefur aldrei tekið við peningum fyrir
spásagnir sínar.
6 FÁLKINN
Meðal þeirra sem ekki trúðu á slíkar forspár var Ruth
Montgomery, blaðakona við eitt af stórblöðunum í
Washington. En árið 1952 kynntist hún Jeane Dixon persónu-
lega og sannfærðist smám saman, næstum gegn vilja sínum,
um hæfileika hennar til að skyggnast inn í framtíðina. Hún
fór að skrifa smágreinar öðru hverju um nýjustu spádóma ■,
vinkonu sinnar, og það varð að hafa, að þær hittust m. a.
skömmu fyrir hver áramót til að ræða atburði komandi árs
eins og Jeane sá þá í sýnum og heyrði með innri rödd, og
eftir það skrifaði Ruth Montgomery áramótadálk þar sem
hún greindi frá spásögnum Jeane Dixon varðandi næsta ár.
„En haustið 1963 hringdi Jeane til mín í talsverðu upp-
námi,“ segir Ruth Montgomery, „og sagðist hafa fengið þýð-
ingarmiklar upplýsingar sem ekki gætu beðið fram að ára-
mótum. Hún spurði hvort hún mætti koma til mín snöggvast.
„Nokkrum mínútum síðar kom hún þjótandi. „Ég sá sýn,“
sagði hún með andköfum. „Eins skýrt og þú sérð mig núna.
Ég sá tvær svartar hendur teygja sig upp og taka skiltið með
nafni Lyndons B. Johnsons af hurð varaforsetaskrifstofunn-
ar. Er annars skilti á hurðinni sem á stendur Varaforseti?
Jú, það hlýtur að vera. Svo sá ég mann sem ég þekki ekki,
og um leið brá nafni hans fyrir — tveggja atkvæða nafni
með fimm eða sex stöfum. Annar stafurinn var áreiðanlega
S og sá fyrsti annað hvort O eða Q, en ég sá það ekki nógu
greinilega.“
„Upi þessar mundir var mikið talað um Billie Sol Estes í
blöðunum, svo að ég spurði hvort nafnið gæti hafa verið
Estes.
„Nei,“ svaraði hún hiklaust. „Fyrsti stafurinn var áreið-
anlega O eða Q. Og mér var sagt, að Lyndon Johnson léti
ekki af varaforsetastörfum af eðlilegum orsökum.“
„Og nokkrum vikum seinna var nafn Oswalds á allra vör-
um. Lyndon B. Johnson lét af störfum sem varaforseti til
að stíga í forsetastólinn eftir hið hörmulega morð Kennedys
forseta sem Jeane hafði séð fyrir ellefu árum áður.“
JEANE ólst upp í Santa Rosa, Kaliforníu, og Los Angeles.
Foreldrar hennar, Emma og Frank Pinckert, voru þýzk-
ir innflytjendur og komu frá Dresden þar sem fjölskylda
Franks átti regnhlífaverksmiðju. Emma var af aðalsættum,
fædd von Graffe, og var frá Berlín. Þeim vegnaði vel í Banda-
ríkjunum, og börn þeirra lærðu þýzku og ensku jöfnum hönd-
um og hlutu evrópskt uppeldi.
Það kom í ljós um leið og Jeane var orðin talandi, að hún
hafði merkilega þróaðan „sjötta sans“. Eitt sinn bað hún
mömmu sína að leyfa sér að skoða „bréfið með svarta ramm- (
anum“. Emma vissi ekki um hvað barnið var að tala, en tíu
dögum seinna kom bréf með sorgarrönd frá Þýzkalandi, og
í því stóð, að faðir Emmu væri látinn.
Annað skipti sagði Jeane, að faðir hennar sem þá var í 1
Chicago, myndi koma aftur með „stóran svartan og hvítan
hund.“ Og það rættist. Frank hafði meðferðis collie-hund í
sjaldgæfum litum, svörtu og hvítu, sem hann keypti skyndi-
lega án þess að hafa neitt hugsað um það áður.
Og Jeane sá líka fyrir, að bróðir hennar, Erny, ætti eftir
að verða fræg fótboltastjarna. Fyrir bragðið leyfðu foreldr-
arnir honum að æfa sig eins mikið og hann kærði sig um.
Og tólf árum síðar var Erny ein af skærustu stjörnunum í
bandaríska landsliðinu!
Framh. á bls. 41.