Fálkinn - 26.07.1965, Side 10
Ég hélt mig hafa einhverja
hugmynd um það, en ég bað
hana að kvíða engu, ég myndi
sjá um mig. Pudge var farinn
að sofa, en Bets talaði við mig
ofurlitla stund og sagði mér allt
um vatnið og hún væri að læra
að synda. Er ég hafði lagt á,
fannst mér húsið mjög hljótt og
einmanalegt.
Meðan kjötið var að steikna,
sat ég í eldhúsinu, drakk einn
bjór og hlustaði á þögnina. Ver-
öldin var björt og lifandi fyrir
utan gluggana, og hér sat ég,
í þungri, kæfandi þögn, fangi í
mínu eigin húsi.
1 fyrstu fylltist ég ofsabræði,
en síðan fannst mér ég láta eins
og fifl. Að öllum líkindum mundi
ails ekkert gerast. Mjög senni-
lega var þetta allt helber ímynd-
un, ályktanir dregnar af ótta,
getgátum og óskhyggju. Ég opn-
aði dyrnar aftur og fór með mat
minn út á veröndina og snæddi
þar.
Þetta var ekki slæmur kvöld-
verður, en hver munnfylli minnti
mig á, að Tracey hafði ekki fram-
reitt hann. Þegar ég hafði lokið
við hann og þvegið matarílátin,
var ekkert hægt að gera, nema
bíða.
Ég settist aftur út á verönd-
ina og reykti og horfði á skugg-
ana teygja sig eftir flötinni.
Þegar rökkvað væri orðið, myndi
ég fara inn í eldhúsið og sitja
þar með öll ljós slökkt, á verði.
Það yrði dásamlegt kvöld.
Ég ætlaði að fara að standa
upp og fara inn, miili klukkan
hálfátta og átta, þegar síminn
hringdi.
Ég hélt að Tracey væri að
hringja aftur og flýtti mér inn,
án þess að læsa hurðinni á eftir
mér. En þegar ég hafði lagt
höndina á simann, datt mér
skyndilega í hug, að þetta gæti
verið einhver drengjanna, sem
væri að aðgæta, hvort ég væri
heima. Ég fékk hjartslátt, og ég
lét símann hringja þrisvar, áður
en ég svaraði. Ég skammaðist
mín, en ég gat ekki að því gert.
Og ég uppgötvaði á þessari
stundu, að ég óskaði ekki, undir
neinum kringumstæðum eða af
neinum ástæðum, eftir heim-
sókn frá þeim.
Tracey var ekki í símanum og
ekki heldur ein þessara ógn-
hlöðnu þagna, sem enda með
smelli, strax og þú hefur svarað.
Þetta var George Warren, for-
stjóri viðskiptadeildar Walley
Steel. Rödd Guðs. í stuttu málx,
8. HLIiTI
yfirboðari minn. Það var ótrú-
legt, hversu ég hafði fjarlægzt
George Warren og Valley Steel
undanfarnar vikur. Það, sem
áður hafði fyllt flestar mínar
vökustundir, var nú hjaðnað í
minningu eina um eitthvað
merkilegt og mikilvægt, en löngu
úrelt, eins og leikir, sem maður
lék sem barn. Sennilega er þetta
eitthvað líkt því að taka eitur-
lyf. Draumurinn og æsiáhrifin
byggja út veruleikanum. Fimm
drengir og fótbrot höfðu unnið
mér þetta.
„Áttu annríkt í kvöld, Walt?“
„Nei,“ sagði ég. „Ég er ekkert
að gera."
„Ég var að hugsa um að lita
inn til þín, ef þú værir í skapi
til þess.“
Raunveruleikinn var að
þrengja sér að á ný.
„Sjálfsagt," sagði ég. „Satt að
segja, George, þá var ég í þann
veginn að hringja til þín...“
„Prýðilegt, prýðilegt," sagði
hann. „Um hálfníu?"
„Fyrirtak, sagði ég, og hann
lagði á.
Það skiptir engu, hver lemur
þig niður og hve mikið þú reiðist,
þú verður að sjá fyrir heimilinu,
fæða og klæða konu og börn.
Ég náði í annan bjór og settist
með hann á veröndina, rétt við
dyrnar, tilbúinn að hlaupa, um
leið og birtan dvinaði og skugg-
arnir tækiu að þykkna undir
trjánum. Ég iðraðist þess nú
beisklega, að hafa fargað Luger
marghleypunni, sem ég hafði
með mér heim frá Þýzkalandi,
vegna taugaveiklunar Tracey og
handæðis dóttur minnar.
Ég hafði kveikt útiljósin og
úr sæti mínu gat ég haft auga
með akbrautinni. Það var eitt
ljós á bílskúrnum, eitt við aðal-
dyrnar og eitt á veröndinni. Það
síðastnefnda kveikti ég ekki, af
augljósum ástæðum. Hin tvö
lýstu skært en samt var mikill
hluti garðsins hulinn myrkri. Ég
hugsaði með mér, að ef þessu
héldi áfram öllu lengur myndi ég
láta lýsa alla lóðina.
Þá ók bifreið Warrens upp að
húsinu og mér flaug í hug, að
ekki myndi ráðlegt að láta
George fá neinn pata af því,
að ég væri e'kki í fulkomnu and-
legu jafnvægi. Nógu erfitt yrði
að útskýra eltingaleikinn við
blæjubílinn. Á leið minni að aðal-
dyrunum til að opna fyrir hon-
um, náði ég skrúflyklinum og
faldi hann bak við stól.
George var ágætur sem yfir-
boðari. Ef ég yrði nógu langlíf-
ur og héldi skýrri hugsun mundi
ég að lokum setjast í forstjóra-
stól hans i innri skrifstofunni.
Hann var að byrja að fá fram-
kvæmdastjórabauga að framan
og aðra lárétta aftan á hálsinn.
Þessar hnakkaspikslengjur virð-
ast eiga eitthvað skylt við liðs-
foringjarendur. Þeim fjölgar um
eina við hverja tigngráðu, svo
þeir hæstsettu eru komnir með
allmargar. George var á góðri
leið.
Hann dvaldi hjá mér hálfa
klukkustund. Við sátum á ver-
öndinni, vegna þess að of heitt
var inni, og drukkum eitt til tvö
glös af daufri vínblöndu. Hann
Spurði mig alls um heilsu mina
og hvað málinu liði og um fjöl-
skylduna og vék síðan talinu að
almennum málefnum, og skrif-
stofuslúðri. Hann var hinn vin-
gjarnlegasti í viðmóti og sagði
aldrei berum orðum, það sem
hann lét þó skína í á hinn greini-
legasta hátt. Ef ég vildi halda
stöðu minni, gerði ég réttast í
að hætta öllum fiflalátum og
hefja vinnu.
Ég gat ekki áfellzt hann. Að
vera raunverulega sjúkur var
eitt, annað var að greiða mér
kaup fyrir að leika leynilögreglu
og elta skugga.
„Farðu þér hægt fyrst,“ sagði
George. „Ef þér finnst þú þreyt-
ast þá farðu heim. Við reynum
að hlaða ekki of miklu á þig í
einu.“
„Mér líður ágætlega," sagði
ég. „Dálítið seinni á fæti, ekki
annað."
„Prýðilegt,“ sagði George. „Nú
ræður þú auðvitað, Walt...“
„í dag er fimmtudagur,“ sagði
ég. „Vikan er nærri á enda. Segj-
um, að ég mæti á mánudags-
morguninn?"
„Stórfint," sagði George. „Fyr-
irtak. Trúðu mér, Walt, við verð-
um fegnir að sjá þig aftur.“
Ég sagðist hlakka til að byrja
aftur, og mér var alvara. Það
var rétt, eölilegt. Það var sá
heimur, sem ég hafði áður lifað
I. Það yrði mér til góðs að losna
úr þessu andrúmslofti ofbeldis
og óttaþrungins Skollaleiks. Það
var hægt að sökkva of djúpt í
það kviksyndi. Jafnvel glatast
alveg. Látum Finelli sjá um mál-
ið héðan af. Þetta er honum eðli-
legt, þetta er honum borgað fyr-
ir. Snúa sér aftur að eigin starfi,
a. m. k. um tíma, þangað til eitt-
hvað skeður, sem bindur enda á
allan viðbjóðinn.
Ég var feginn að George skyldi
koma. Andblær úr hefðbundnum
hversdagsleikanum var það, sem
ég þarfnaðist, til að feykja burt
skúminu úr huga mínum. Ég
fylgdi honum að bílnum styttri
leiðina yfir flötina. Það var orð-
ið skýjað og eldingaleiftur sáust
í suðrinu.
George hafði orð á því að það
liti út fyrir rigningu, og ég sagði
að ekki myndi vanþörf á því,
Hann ók á brott og ég sneri aftur
til hússins.
Það var aðeins smá spölur, um
tuttugu og fimm til þrjátíu fet.
En ég komst ekki alla leið.
IX.
Nú voru þeir aðeins þrir. Það
vantaði háa, horaða drenginn,
FALKINN