Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 13
HESTAMANNAMÓ ... en þá tók hinn sanii hnakk sinn og beizli ... Þá sti'eymdi þarfasti þjónn- inn með drottnara sinn á bakinu yfir Vellina fornu, þá streymdu að stuðlar íslenzkr- ar menningar úr sveitum landsins og eins og gefur að skilja kom þangað hin ófor- betranlega Reykjavíkuræska til þess gera óskunda. Þá voru ... Æ, vinurinn, vertu ekki svona hátíðlegur . .. ... Þann 27. júní sl. var háð hestamannamót á Þing- völlum við Öxará. Mótið var nokkuð fjölmennt og bar flestum saman um, að það hefði verið vel heppnað. Það virðist ætíð fylgja samkomum sem þessum, að viss hópur reykvísks æsku- lýðs safnast þar saman, og setur hann vissulega sinn svip á umhverfið. Hins veg- ar voru bændur þarna í miklum meirihluta, svo ekki var um það að villast hvað var 'um að vera. Kappreiðarnar áttu að fara fram í Skógarhólum innan við Þingvellina sjálfa, og byrjuðu hestar og fólk að safnast þar saman á laugar- degi. Um kvöldið var búið að slá þar upp myndax-legri tjaldborg, og mannskapur- var greinilega í skapi til þess að skemmta sér vel. Þarna voru m. a. saman komnir sex lögregluþjónar þ. á m. Bei'ti Möller fyrrv. dæg- urlagasöngvari m. m., en þeir gerðu ekki mikið annað en a o W a «+H O . H 'CS 3 J 12 u 1 « S M -5 £8 > tó • U B o v H H að taka einn og sama mann- inn fjórum sinnum. Þar urðu almennir skattgreiðendur að horfa upp á sex atvinnulausa menn í atvinnuleit, en borga svo brúsann sjálfir. Klukkan tíu um kvöldið var skemmtunin í algleym- ingi, ekki kannske sízt vegna þess, að niður í Hótel Val- höll var samkoma banka- starfsmanna, sem litu öði’u hvoru inn eftir til hesta- mannanna og sögðu fyndna hluti. Svo leið og beið fram til miðnættis, en ekkert frétt- næmt gerðist. Lögreglu- þjónarnir hörmuðu sáran hlutskipti sitt þegar þeir tóku þann eina ssima í þriðja skiptið, en allt kom fyrir ekki. Ef um slagsmál var að ræða, þá var þar ójafn leikur, sem lauk fljótt með sigri hins ódrukkna. En upp úr miðnætti tóku línurnar í millum borgar- anna og hinna að renna sam- an, og vinafaðmlög urðu tíð, eins og tíðkast á slíkum samkomum. Foráðamenn mótsins tóku upp það ráð að loka hestagirðingunni á mið- nætti, svo eftir það urðu hestamenn hestalausir og leituðu sér þá félaga með- al borgai’búa, og upp spratt leit ... mikill vinskapur. Þegar líða tók á skemmtunina og menn vildu ganga til náða, vildi stundum svo til, að tjaldeig- endur urðu að vekja óvið- komandi, sem af einhverjum framandi ástæðum höfðu sofnað í skökku tjaldi, áður en þeir gátu sjálfir lagzt til svefns. En þá tók hinn sami hnakk sinn og beizli, gekk í næsta tjald, og var sofnað- ur innan stundar. Sumir áttu það til að mæta tjaldlausir til staðar og treysta á guð og gæfuna hvað snerti griða- stað um nóttina, en gæfan var ekki hliðholl þeim þessa nótt. Þegar á allt er litið verður ekki annað sagt en að þetta laugardagskvöld á Þingvöll- um hafi farið tiltölulega vel fram, og borgaralegt æ?ku- fólk afsannaði enn á ný að það er næstum ekkert hæft í þeim slæma orðrómi, sem um það gengur. • • • • Framh. á bls. 42.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.