Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Síða 15

Fálkinn - 26.07.1965, Síða 15
FVRRI GREIN ERLENDUR HARALDSSON litast um í Teheran og hefur blaða- mennsku og efnisöflun fyrir blöð og sjónvarp að yfirvarpi, en meginerindið er a3 ná sambandi vi3 Kúrda hinum megin vi3 landamœri íraks. Hann leggur ekki í a3 fara til Bagdad því a3 hann óttast a3 Arabar í írak séu ekki hrifnir af fer3um hans og mundu ekki vanda honum kve3jurnar. distan, hafði ég sloppið gegn- um Bagdad með hjálp Kúrda þar. En ýmislegt hafði breytzt síðan. Fyrir örfáum vikum var t. d. hringt til út- gefanda þess í Þýzkalandi, sem gefa mun í haust út bók mína um Kúrda, sem útkom hjá Skuggsjá fyrir síðustu jól. Röddin, sem mælti á bjagaða þýzku og lét ekki nafns síns getið, skýrði útgef- andanum frá því skemmstra orða, að stæði einhver „ó- hróður“ um írak í bók minni, skyldi hann fara varlega og hljóta allt annað en gott af. Graichen, en svo heitir eig- andi þessa fyrirtækis, varð heldur hverft við þessa ó- væntu ógnun, sem varð þó til að auka áhuga hans fyrir útgáfunni að mun og sann- færa hann betur en áður, að ég hafði farið réttum orðum um eðli og þroskastig stjórn- mála hins arabíska hluta íraks. Meðal annars af þessum ástæðum taldi ég um of á- hættusamt að reyna leiðina um Bagdad. Og þá var vart um annað að velja en Teher- an, höfuðborg írans, sem sumir nefna enn Persíu, en það ríki á sem kunnugt er löng landamæri að írakska Kúrdistan. Andi stjórnmálanna í ír- an, þótt nokkuð einræðis- kenndur sé, á samt lítið skylt við glundroða þann og ribb- aldaskap, sem tíðast hefur ráðið lofum og lögum í írak á síðustu árum. Stjórnmálasamband Persa og Araba er allt annað en gott. Arabar, þar fremstur Nasser, hafa nú um hríð lialdið uppi hörðum áróðri á móti íranskeisara og viðhaft kröfur á þá lund, að svæði það í íran við Persaflóa (sem Arabar nefna nú Ar- abaflóa), sem Persar nefna Khuzestan, (en Arabar Ara- bistan) og er að mestu byggt Aröbum, sé arabískt land en ekki persneskt. En það er ólánlega við þetta svæði er, að það er rétt fyrir sunnan og vestan stærstu olíulinda- svæði írans og þar er hafn- arborg þeirra Abadan og einhverjar mestu olíuhreins- unarstöðvar heims. Við þetta bætist svo gamall rígur milli Persa og Araba vegna þess að hinum fyrrnefndu þykir Arabar hafa eyðilagt forna menningu sína, er þeir réð- ust inn í Persíu á 7. öld, gerðu landið múhameðskt og brenndu í stórum stíl pers- nesk rit, eyðilögðu önnur menningarverðmæti og svo lágu eins og mara yfir land- inu í fleiri aldir. Þetta hafa Persar, sem lengstum hafa staðið á hærra menningar- stigi en Arabar, átt erfitt með að fyrirgefa og hafa í vaxandi mæli fundið til þessa tjóns á síðari tímum um leið og þeir hafa verið að losna undan blæjufargani og kreddum múhameðstrúar- innar. Mulla Mustafa Barzani leiðtogi hinna íröksku Kúrda, hafði gefið mér upp nafn og pósthólf Kúrda, sem er fulltrúi fraks-Kúrda þar, ef ske kynni að ég þyrfti ein- hvern tíma á aðstoð hans að halda. Að auki þekkti ég svo einn íraks-kúrdiskan stúdent hér, sem ég vissi að hafði náin tengsl við kúrdíska lýð- ræðisflokkinn og eru þá öll sambönd mín í Teheran upp- talin. A3 sœkja Kúrda Ferðina hafði borið brátt að, svo að ekki reyndist tími til að hafa samband við ►

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.