Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Side 16

Fálkinn - 26.07.1965, Side 16
aðalfulltrúa Kúrda erlendis sem var í New York þessa stundina að reyna enn einu sinni að fá einhverja sendi- nefnd hjá Sameinuðu þjóð- unum til að taka upp mál Kúrda þar auk þess sem ætlunin var að ná fundi U Thants og Johnsons Banda- ríkjaforseta. Því var ekki um annað að ræða en að treysta heppni sinni, því að ferðina varð að fara. Reyndar var blaðamennskan ekki nema yfirskin í viðskiptum mín- um við írönsk yfirvöld. Markmiðið var að bera Barz- ani skilaboð og helzt að sækja einn ábyrgan fulltrúa Kúrda og koma honum til ákveðins lýðræðislands til viðræðna við leiðtoga stjórri- málaflokks, sem taldi sig ef til vili geta veitt Kúrdum nokkra hjálp, sem þeir þurftu eins og á stóð mjög á að halda. Þótt í miðju námi væri gat ég ekki neitað því að fara þessa ferð, þvi að satt að segja virtist ekki um annan mann að ræða til þess- arar farar en mig. Ég gat ferðast sem blaðamaður, þekkti nokkuð til þjóða og landa þessa svæðis, hafði verið í Kúrdistan tvisvar áð- ur, átti trúnað Kúrda og þekkti alla helztu leiðtoga þeirra. írönsk yfirvöld sem aðrir, máttu svo skiljanlega ekki komast að þvi hvert raunverulegt erindi var. Sœrðir Kúrda- hermenn til Persíu Liðin er vika í Teheran, og ég bíð enn eftir blessun yfirvaldanna, hef hitt kúrd- iska vini mína tvo hér, og fréttaritara Daily Telegraph, jem ritstjórinn í London lafði beðið að hjálpa mér eftir megni. Sá góði maður þekkir upplýsingamálaráð- herrann, er búinn að ræða við hann um erindi mitt fyr- ir Daily Telegráph og býst við að hann, fyrir sín orð, veiti mér leyfi til fararinnar að landamærunum. í dag á ég að ganga á hans fund og get svo vonandi komizt af stað í fyrramálið. Það er sem sagt ekki hlaupið að því að fá leyfi til svona farar, þó samband íransstjórnar við Kúrda hafi batnað að mun undanfarna mánuði, svo að nú er um það rætt að Kúrd- ar fái nokkra vopnaaðstoð frá þeim á laun. Má vafa- laust þakka það ósamkomu- lagi Persa og Araba, sem ér sífellt að aukast. Auk ánn- ars telja Arabar fljótið sem siglt er upp eftir til olíu- hafnarinnar Abadan, sitt fljót og svo voru þeir fyrir nokkru uppvísir að vopna- smygli til Araba á þessu svæði. Fulltrúi Kúrda hér er nú viðurkenndur af íransstjórn sem slíkur, en þó ekki meira en svo, að aðrar ríkisstjörn- ir mega ekki um það vita, sérstaklega hinar arabísku, sem yrðu æfar, ef þær vissu um þessa nýju stefnu írans- stjórnar í garð Kúrda. Full- trúinn verður því að láta eins lítið á sér bera og mögulegt er, enda veit vart nokkur maður í Teheran, að pers- nesku öryggislögreglunni undantekinni, hver hinn raunverulegi starfi hans er. Stjórnmálin eru tíðum flók- ín í lögregluríkjum Vesur- Asiu og alls konar baktjalda- makk þar meira en nokk- urn ókunnugan órar fyrir. Þessi nýja samvinna Kúrda og Persa var eitt dæmi um það. Þeir höfðu gert með sér leynilegan samning, sem Persar hafa þó vart gert af sérstökum kærleika til Kúrda heldur sjálfum sér til nokkurs öryggis. Samkvæmt samningi þessum fengu Kúrdar að leggja hættulega særða kúrdíska hermenn inn á persnesk sjúkrahús (fyrst þarf þó að flytja þá nokkur hundruð kílómetra um veg- laust og læknislaust land), og þeir fengu vægu verði eitt- hvað smávegis af skotfær- um, svona rétt til þess að þeir yrðu ekki alveg uppi- skroppa, en í stað þess átti íransstjórn að fá að vita um alla starfsemi þeirra í og í gegnum íran. íransstjórn mun hafa þótt þetta betra en vita af alls konar smygli eða tilraunum til smygls um landamærahéruð sín og eiga það á hættu að Kúrdar í ír- an gerðust athafnasamari við að veita bræðrum sínum í írak aðstoð á laun. Skynsamir menn Persar og ekki ósanngjarnir. Full- trúinn, sem ég var svo hepp- inn að þekkja persónulega síðan ég var í Kúrdistan síð- ast, vildi því að ég gengi á fund yfirvaldanna. Ekki sagði ég honum hið raun- verulega erindi mitt, vegna þessa nýja sambands hans við öryggislögregluna. Hon- um gæti þá fundizt honum bera skylda til að segja það yfirvöldunum. Ég var aðeins blaðamaður. Aldrei að segja meira en nauðsynlegt er, var reglan hjá Kúrdum utan Kúrdistan, og mér fannst ég vel geta tileinkað mér hana í þetta sinn. Hinn kúrdíski vinur minn, stúdentinn, segist hins vegar mundu koma mér yfir landa- mærin á laun, ef annað bregzt, en þá megi fulltrúinn ekki um það vita fremur en yfirvöldin. Það góða við Kúrda er að þeir hafa alltaf einhver ráð og fellst aldrei hugur, þótt kringumstæð- urnar virðist oft vera óyfir- stíganlegar. Og fyrir hverj- um er hægt að bera virðingu, ef ekki fyrir þeim, sem vegna sannfæringar sinnar reynir að gera það sem óger- legt virðist? Ef það er ekki manndómur, hvað þá? íslendingur í Teheran Töluvert mun, aldrei þessu vant, hafa verið í íslenzkum blöðum um Teheran undan- farið, svo að ég ætla ekki að bæta miklu þar við. Hér er íslenzkur konsúll, norskur verkfræðingur, sem veitti mér góða aðstoð við að ná fundi ráðherrans og svo er hér íslendingur, Ólafur Sig- urðsson, sem flutti að heim- an sex ára að aldri, dvaldi lengi í Danmörku en hefur búið hér í Teheran á þriðja tug ára, er einnig verkfræð- ingur, en rekur nú heild- verzlun með danskar land- búnaðarvörur, en Persar þurfa að flytja inn töluvert af þeim. íranbúar, — en aðeins um 60% þeirra eru raunveru- legir Persar (Azerbajdsjan- ir, Kúrdar, Túrkmenir, Bal- úkar og Arabar heita stærslu þjóðabrotin), — eru nú um 22 milljónir, en fjölgar um hálfa milljón árlega. Aukn- ing matvælaframleiðslu þeirra er þó í litlu samræmi við fólksfjölgunina, svo að flytja verður inn matvæli í • • • • Framh. á bls. 18. 16 FÁLK.INN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.