Fálkinn - 26.07.1965, Page 21
EFTIR
GLENN CANARV
mann hennar, þá hefði hún drepið hann sjálf.
Þriðja konan hló, þegar hann spurði hana, hvort mað-
ur hennar hefði þekkt Önnu Martinson. Hún sagði, að
það væri slæmt að maður hennar hefði ekki lifað lengur,
svo hann hefði fengið meiri tíma til þess að kvarta yfir
því hlutverki, sem hann hafði haft í lífi Önnu og dauða.
Þessi kona hafði þekkt Önnu betur en hinar. Hún sagð-
ist eitt sinn hafa litið á hana sem vinkonu sína, en það
var áður en hún kom að henni með manni sínum. En Anna
hafði ekki trúað, að hann myndi sárbiðja konu sína um fyr-
irgefningu.
Og hún sagði: — Ég kærði mig ekkert um að vera gift
honum lengur, en ég tók hann frá Önnu áður en ég sagði
honum það. Og svo sparkaði ég honum út. Ég sagði, að
ég skyldi reyta af honum allt, sem hann ætti eða hefði,
en áður en af því varð kom einhver og drap hann.
Hún hélt áfram: — Vitið þér, að mér þykir næstum
leiðinlegt, að þetta skyldi hafa átt sér stað. Þegar allt kom
til alls, þá kærði ég mig ekkert um skilnað. Þetta hefði
alls ékki þurft að vera nauðsynlegt.
— Nei, sagði yfirlögregluþjónninn, — þetta var ekki
nauðsynlegt.
Anna Martinson hafði búið ein í íbúð með vönduðum
húsgögnum. íbúðin stóð ennþá auð, þremur vikum eftir
dauða hennar, en þar var ekki minnsta merki þess, að
hún hefði búið þar.
— Það er svolítið, sem ég skil alls ekki, sagði sú sem
átti húsið. — Hún skipti um lak á rúmi sínu áður en hún
framdi sjálfsmorð. Ég skil ekki hvers vegna hún gerði
það.
— Ég veit ekki, sagði yfirlögregluþjónninn. Hann leit
á rúmið, og athugaði, hvort búið var að skipta um lak
síðan þá.
— Átti hún marga vini, sem heimsóttu hana? spurði
hann?
— Ég veit það ekki, sagði konan. — Ég skipti mér ekki
af slíkum hlutum. Eða hvers vegna ætti ég að gera það?
— Ég hélt kannski að þér hefðuð séð einhverja koma
til hennar.
Hann hafði meðferðis ljósmyndir af hinum fjóru myrtu.
En hún kannaðist ekki við þá.
Yfirlögregluþjónninn bjó sig undir að fara, en þá sagði
hún: — Hvers vegna talið þér ekki við manninn hennar
. fyrrverandi. Ég þori að veðja að hann getur sagt yður
eitthvað.
Yfirlögregluþjóninum krossbrá. — Var hún gift áður?
spurði hann.
— Já, einu sinni, en ég hef heyrt, að hún hafi ekki
sézt mikið heima við, og svo stakk hún af að lokum.
Þetta var eitthvað fyrir lögregluna.
Hann skrifaði hjá sér heimilisfangið, sem hún gaf hon-
um upp, og fór síðan þangað. Maðurinn sem opnaði fyrir
honum var rúmlega þrítugur. Hann hafði gleraugu og
hélt á bók í hendinni. Hann sagðist heita Terry Martinson.
Yfirlögregluþjónninn gekk inn í íbúðina og lokaði á
eftir sér.
Frarnh. á bls. 34.