Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Síða 26

Fálkinn - 26.07.1965, Síða 26
Fl5vröSLJÓ^NÍl~"«^ BEMEDEKT VIGGÓSSOM SKRIFAR FYRIR IJNGA FÓLKID RÁÐSKONAN á grund Alfa hefur í hyggju að segja starfi sínu lausu, en húsbóndinn reynir að telja henni hughvarf og beitir bæði mælsku og handayfirleggingum. íslendingar eru miklir leiklistarunnendur, ef dæma má af fjölda leikhúsgesta í höfuðborginni. Unga fólkið hefur frekar lítið látið á sér kræla í þessum efnum. Um tíma var þó starf- andi í Tjarnarbæ LEIKHÚS ÆSKUNNAR, en hugmynd af frek- ari starfsemi þessa félags virðist vera komið í líkkistuna. Tölu- vert er um það, að skólar, bæði í Reykjavík og á landsbyggð- inni, setji á svið stutta leikþætti og sýni þá síðan á skemmt- unum í viðkomandi skóla. í byrjun febrúar flutti Húsmæðraskólinn að Varmalandi, Borgarfirði, kafla úr leikritinu „Ráðskonan á Grund“. Til að tengja saman atriðin las Guðrún Ásgeirsdóttir það, sem ekki var sýnt á sviðinu. Eins og gefur að skilja, voru allir leikararnir kvenkyns og var þeim, sem túlka áttu karlhlutverkin töluverð- ur vandi á höndum. M. a. þurfti Sigríður Teitsdóttir sem hús- bóndinn á Grund að totta pípu í einu atriðinu. Leikritið var sett upp í skólastofu, en áhorfendur sátu frammi á gangi og nutu sýningarinnar, sem stóð yfir í um 30 min. Stúlkurnar Alfa, ráðskonuefnið, sækir um stöðuna hjá bónd- anum á Grund. Ráðskonan hefur ákveðið að fresta brottför sinni um óá- kveðinn tíma og þau endurnýja ráðninguna í heitum faðmlögum. höfðu æft leikinn af miklum áhuga undir tilsögn eins kennarans og hvað búningum viðkemur, voru þeir fengn- ir að láni hjá nágrönnunum. Á frumsýningunni var boðið piltum úr Samvinnuskólanum Bifröst og skemmtu gestirnir sér konunglega. Leiksýningin var síðan endurtekin í april sl., en þá komu í heimsókn piltarnir úr Bændaskólanum, Hvanneyri.. Kennslutíminn í skólanum stendur yfir frá 15. sept. til 15. júní eða nánar tiltekið 9 mánuði. Síðan kemur fæðing- in — afsakið prófin, og ef allt gengur að óskum, þá eiga þessar verðandi húsfreyjur að geta soðið kaffi og brennt steikina til kaldra kola hjálparlaust, þegar þær koma heim. Félagslíf er töluvert í skólanum; t. d. eru kvöldvökur í hverjum mánuði og þá spreyta stúlkurnar sig í spurninga- keppni eða að þær taka lagið, en jafnan ríkir skemmti- leg stemning á þessum kvöldum. Mikið er hlustað á útvarp í heimavistinni og vinsælustu þættirnir sl. vetur voru þáttur Svavars Gests, Á SVÖRTU 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.