Fálkinn - 26.07.1965, Síða 28
„Upp á æru, vinur,“ sagði
hann, ég veit nú ekki mikið. Mér
er bara kunnugt um að þeir
komu upp stöð þarna fyrir
handan." Hann benti í norðvest-
ur. „Þeir gerðu stóran flugvöll
og komu upp miklu af skálum,
er mér sagt, en ég hef aldrei
séð neinn þaðan. Að minnsta
kosti ekki neinn sem vill láta
fá upplýsingar," sagði maðurinn
í nærskyrtunni og klóraði sér á
hökunni. „Eftir númerunum að
dæma er þetta bíll frá bílaleigu
E1 Paso, svo ekki gat yður
vantað benzín."
Clark hló. „Þá það, en ég
keypti þó kók. Heyrið nú, við
skulum eiga viðskipti. Ég er að
það uppi. Væri ég i yðar spor-
um myndi ég fylgjast með veg-
mælinum, eftir þrjátíu milur,
nei, segjum heldur eftir tuttugu
og átta eða tuttugu og sjö,
myndi ég svipast um eftir mal-
bikuðum afleggjara til vinstri
upp dálitla brekku."
„Ég þakka kærlega," sagði
Clark. Hann tæmdi kókflöskuna.
Um leið og hann lagði af stað
horfði hann I spegilinn og sá
benzínafgreiðslumanninn horfa
á skottið á bilnum, taka svo upp
blýant, sleikja hann og skrifa
á handarbak sér. Annað hvort
hefur hann samband við ein-
hvern hér framundan, hugsaði
Clark, eða hann er mjög var-
færinn borgari.
Clark sté á benzingjöfina,
þangað til hraðinn var kominn
upp i sjötíu og fimm milur. Hann
fylgdist með vegmælinum, og
eftir tuttugu og fimm milna
akstur hægði hann ferðina og
nam svo staðar. Ómerktur mal-
bikaður vegur, auðsjáanlega ný-
lagður, lá beint út af þjóðvegin-
um Ciark beygði inn á hann og
ók hægt. Hann sá för eftir hjól-
barða þungaflutningabíla í ryk-
inu á veginum. Vegurinn lá upp
í móti gegnum eyðimörkina.
Allt í einu var hann kominn
upp á hæðarbrún. Um það bil
mílu framundan sá hann háa
girðingu. Innan við lokað hlið
stóð varðkofi. stórt skilti stóð
við veginn, en hann var of langt
í burtu til að geta lesið það sem
á því stóð. Hann hægði ferðina
niður í tuttugu mílur.
„Halló, kunningi, ekki lengra."
Clark ieit i áttina sem kallið
kom úr og sá hermann koma
framundan stórum steini og
stefna á sig. Hann var í stutt-
buxum og skyrtu og með sól-
hjálm, og hann bar handvélbyssu
sem miðað var á Clark. Annar
vörður kom frá hinni hliðinni
spölkorn framar. Clark stöðvaði
bílinn.
„Færðu þig til, kunningi." Her-
maðurinn sem fyrr kom í ljós
opnaði dyrnar og ýtti Clark
undan stýrinu yfir I mitt sætið.
Hann fleygði byssunni í aftur-
sætið. Hinn hermaðurinn þrýsti
að Clark frá hægri og henti sinu
vopni líka afturí, en hann dró
upp skammbyssu og hagræddi
henni í hægri hendi. Clark leizt
svo á báða að þeir væru atvinnu-
hermenn. Hann gizkaði á að þeir
væru um þrítugt. Otlitið bar
innrætinu vott, þetta voru hörku-
tól.
Sá sem settist undir stýri ók
að girðingunni. Enn var ekkert
að sjá innan hliðsins nema eyði-
mörkina. Ökumaðurinn opnaði
hliðið, fór inn í varðskýlið og
hringdi í hersíma. Nú gat Clark
lesið það sem á skiltinu stóð:
EIGN BANDARlKJASTJÓRN-
AR. BANNSVÆÐI. ALLS ENG-
INN AÐGANGUR.
„Samband við varaforingjann,"
sagði hermaðurinn við símann.
„Majór? Þetta er Steiner undir-
liðþjálfi við hliðið. Við tókum
snuðrara með Texasnúmer."
Miðvikudagur síðdegis.
Gíbraltarklettur varpaði löng-
um skugga á Miðjarðarhafið,
þegar flugvélin sem Paul Gir-
ard tók á leigu í Róm hnitaði
hringa yfir skaganum í aðflugi á
flugbrautina að norðanverðu við
virkið. Klukkan var að verða
sex eftir staðartíma, þegar Gir-
ard eygði klettinn og herskip
Sjötta flotans fyrir akkerum á
Algecirasflóa. Meira að segja úr
lofti bar hann kennsl á Dwiglit
Eisenhower, 100.000 tonna kjarn-
orkuknúið flugvélamóðurskip og
flaggskip yfirforingja Sjötta
flotans, Fariey C. Barnswells að-
míráls.
Að loknum formsatriðum hjá
brezku yfirvöldunum, lagði Gir-
ard leið sína til kalkaðrar bygg-
ingar, þar sem skrifstofur banda-
ríska flotalægisins í Gibraltar
voru til húsa. Varaforinginn,
ungur maður og þóttalegur, fór
nokkrum sinnum yfir plögg Gir-
ards.
„Þetta er heldur óvenjulegt,"
sagði hann. „Við erum ekki und-
ir stjórn Barnswells aðmíráls.
Við afgreiðum bara skip hans,
þegar þau koma í höfn."
„Það er nóg, ef þér komið mér
í samband við aðstoðarforingja
hans,“ sagði Girard. Hann ætlaði
10. HLUTI
sér ekki að sýna forsetabréfið
fyrr en í síðustu lög.
Flotaforinginn virti fyrir sér
þennan luralega mann, með ó-
eðlilega stórt höfuð og slapandi
augnalok. Sendimenn frá Wash-
ington voru ekki vanir að birt-
ast án þess að gera boð á undan
sér, sízt forsetafulltrúar. Eftir
nokkurt hik kallaði hann þó á
merkjamann og skrifaði skeyti
fyrir hann að senda.
„Hann kallar upp Eisenhower
með ljósum," útskýrði hann. „Að-
míráliinn er um borð i kvöld."
Gerard stóð við gluggann.
Merkjastöð flotans var I litlum
turni á þaki skrifstofubygging-
arinnar. Eftir andartak sá hann
ljós blika á flugvélaskipinu gegn-
um kvöldhúmið. Svo varð löng
bið — liklega var merkjamaður-
inn búinn að senda skeytið og
beið eftir svari frá borði. Þá fóru
ljós aftur að blika um borð i
skipinu. Merkjamaðurinn kom
niður í skrifstofuna og afhenti
varðforingjanum skeyti.
„Aðstoðarforinginn vill fá að
vita, sagði sjóliðinn, „hvort þetta
er beiðni um einkaheimsókn, eða
hvort þér eruð í opinberum
stjórnarerindum."
Girard ákvað að gera ekki
minna úr stöðu sinni en efni
stóðu til. „Ég er hér sem fulltrúi
forseta Bandaríkjanna," sagði
hann. „Erindi mitt er brýnt."
I þetta skipti tóku skeytaskipt-
in ekki nema fimm mínútur.
„Snekkja aðmírálsins er á leið-
inni að sækja yður," tilkynnti
flotaforinginn og leit til Girards
af nýtilkominni virðingu.
Rennilegur léttbátur með þrjár
silfurstjörnur á kinnungnum
skreið að bryggjunni þar sem
Girard beið og sigldi síðan með
hann í átt til herskipanna á
fimmtán hnúta hraða. Eisenho-
wer var til að sjá eins og hamra-
borg og bærðist varla á öldun-
um.
Einmana, óbreyttur borgari
um borð í herskipi af stærstu
gerð er umkomulítið fyrirbæri.
Girard fannst hann vera geim-
ferðalangur á villigötum, þegar
hann klifraði upp skipsstigann.
Ungur, sólbrenndur undirforingi
heilsaði að hermannasið um leið
og hann sté inn fyrir borðstokk-
inn.
Eldri og borðalagðari maður,
að líkindum aðstoðarforinginn,
rétti fram höndina. „Velkominn
um borð, herra minn," sagði
hann. „Ég skal fylgja yður upp
á aðmírálsþilfarið. Eltið mig.“
Við dyrnar á káetu aðmíráls-
ins stóð Barnswell sjálfur með
þrjár blikandi stjörnur á hvor-
um oddi skyrtukragans. Hann
heilsaði með handbandi. „Gam-
an að hitta yður, herra minn.
Ég er feginn að við skulum geta
boðið yður ósvikið Miðjarðar-
hafsveður, en ekki þennan garra,
sem við fáum stundum utan af
Atlantshafi." Siðan hurfu þeir
tveir inn í káetuna.
Klukkutimar liðu, skærar
stjörnur fylltu himinhvolfið.
Varðforinginn, sem reyndi að
gefa aðmírálskáetunni gætur,
vissi það eitt, að Karlinn hafði
pantað kvöldmat fyrir tvo upp í
íbúð sina.
Eftir fjóra klukkutima heyrði
varðmaðurinn á stjórnpalli loks
Clark leit í áttina sem kallið kom úr og sá
hermann koma framundan stórum steini og
stefna á sig. Hann var í stuttbuxum og skyrtu
og með sólhjálm, og hann bar handvélbyssu
sem miðað var á Clark. Annar vörður kom frá
hinni hliðinni spölkorn framar. Clark stöðvaði
bílinn.