Fálkinn - 26.07.1965, Síða 31
þess konar verzlun. En það eru engin lög til sem
banna það að selja börn á milli ríkja.
Nú er í undirbúningi að breyta þessu þvi að
á hverju ári eru seld 45 þúsund börn í Banda-
ríkjunum og málflutningsmenn, læknar, hjúkr-
unarkonur og milliliðir raka saman fé á viðskipt-
unum. Ráð sem fjallar um afbrotamál æskufólks
og er undir stjórn Thomas Joseph Dodd öldunga-
deildarmanns vill fá samþykkt lög þar sem svo
er kveðið á að gjald fyrir útvegun barna til ætt-
leiðingar ( að undanskilinni venjulegri þóknun
fyrir lögfræðilega aðstoð) sé látið varða 5 ára
fangelsi eða allt að 700 þúsund kr. sektum.
* SAKAMENN VEKZLA MEÐ BÖRN.
Rannsóknir sem laganefnd öldungadeildarinnar
lét gera í þessu sambandi leiddi átakanlega at-
burði í ljós. Gangverð á nýfæddum börnum í
Bandaríkjunum var 1000—10 000 dalir. Og þessi
viðskipti ná yfir allt landið, allt frá Kaliforníu
til Florida, frá New York til annarra landa.
— Ég heiti Katherine B. Oettinger. Ég er yfir-
maður barnadeildarinnar í Félagsmálaráðuneyt-
inu. Það var gráhærð kona sem talaði við full-
trúa frá ráðinu. Frá 1953 hefur mín deild verið
önnum kafin við að rannsaka svartamarkað á
smábörnum.
Upplýsingar þessarar rólyndu gömlu konu eru
þessar: 1 Bandaríkjunum fæðast á hverju ári um
245 000 börn utan hjónabands. Árið 1962 voru
yfir fimm þúsund mæður undir 15 ára aldri og
yfir 50 þúsund undir 18 ára aldri. Þessar mæður
sem enn eru börn sjálfar þarfnast verndar fyrir
sig og börn sín. Árið 1962 voru 121 000 börn ætt-
leidd í Bandaríkjunum, þar af voru 97 000 fædd
utan hjónabands. Og af þessum 121 000 ættleið-
ingum eru um 45 000 látnar fara fram án þess að
opinberar ættleiðingarskrifstofur fái að koma ná-
lægt, en þær leggja jafnan mikla vinnu í að at-
huga móðurina og barnið og einnig foreldrana,
sem við barninu eiga að taka.
Þetta þýðir að 45 000 börn eru seld háu verði.
Frú Oettingar heldur áfram:
— Yfirvöld í Kaliforníu hafa látið fara fram
athugun á svokölluðum óháðum ættleiðingum og
komizt að þeirri niðurstöðu að verðið fyrir börnin
er frá 3000 upp í 7500 dali.
í Nevadaríki er starfandi vel skipulagður
hringur sem selur börn sem fædd eru í Las Veg-
as (Nevada) til Kaliforníu. Aðalmiðstöðin er í
Los Angeles og verðið á börnunum er frá 1000
upp í 4000 dali. Aðalumboðsskrifstofan er hjá
lögfræðingi nokkrum sem sviptur hefur verið rétt-
indum til lögfræðistarfa.
Lögfræðingurinn hafði í sinni þjónustu hóp af
stúlkum sem reyndu að þefa uppi „framleiðend-
ur“ og „kaupendur". Hringurinn saman stóð af 15
manns, þar á meðal læknum, lögfræðingum og
samvizkulausum húsmæðrum.
Dæmi: Barn frá Las Vegas fór fyrir 4000 dali
til fósturföður sem setið hafði af sér fangelsisdóm
fyrir ósiðsamlegt athæfi gagnvart börnum.
+ SÍMASKÆKJUR Á EFTIR.
Maður nokkur í Carson City, sem áður hafði
verið dæmdur fyrir fóstureyðingar hefur meðal
annars rekið verzlun með börn með flugvélum.
Stúlkur sem komnar voru svo langt á leið að
fóstrinu varð ekki eytt voru sendar með sérstök-
um leiguflugvélum til einkaflpgvallar nálægt
spilavíti einu. Þar átti maðurinn mótel og stúlk-
urnar dvöldust þar, unz þær voru búnar að fæða.
En börnin voru seld.
— Ef ég hefði getað lagt 3000 dali á borðið hefði
ég getað haft með mér þaðan 18 klukkustunda
gamla mannveru, sagði Theresa L. Heath. Hún
er spæjari frá New York lögreglunni, og var
send til Montreal til að kynna sér svartamarkað
á börnum milli Kanada og Bandaríkjanna. Hún
segir að ungbörn séu seld frá Montreal til New
York á 2—3000 dali. Hvort sem maður lét orð falla
um það að hann vildi ættleiða barn er hann var
staddur hjá slátraranum, hárgreiðslukonunni eða
lyfsalanum þá mátti heita víst að hann fengi
þegar í stað upp gefið símanúmer einhvers barna-
salans.
Kanadísku barnasalarnir ráðleggja viðskipta-
vinum sínum frá Bandaríkjunum til að láta skrá
börnin sem sín eigin börn, fædd meðan móðirin
dvaldist í Kanada.
í New York hafði lögfræðingur samband við
mann úr undirheimum borgarinnar. Sá maður
hafði alltaf við hendina óléttar stúlkur sem hann
baúð fram í viðskiptum sínum við lögfræðing-
inn. Eftir að þær voru búnar að fæða voru þær
svo látnar gegna störfum sem símaskækjur.
★ KEYPTI EIGIÐ BARN A ÞÚSUND DALI.
Lögfræðingur nokkur í Washington seldi barn í
gegnum síma. Hann þekkti ekki foreldrana, vissi
bara að þau vildu verða sér úti um barn. Það kom
hins vegar seinna í Ijós að barnið var heyrnar-
laust. Lögfræðingurinn tók barnið til baka og
sendi það svo til hinnar réttu móður sem „svikna
VÖru“.
Elizabeth Anglim, er hefur á hendi stjórn ætt-
leiðingarskrifstofu í Buffaló í New York ríki,
segir frá því er ,,framleiðandinn“ átti að kaupa
aftur sína eigin „vöru“.
— Hinn fjórða sept. 1963 átti ég tal við stúlku,
sem hafði látið barn sitt af hendi við lögfræðing.
Hann keypti barnið. En mánuði seinna vildi móð-
irin fá barnið til baka. Hún hafði allan tímarn
hvorki notið svefns né matar og ekkert gert nema
hugsa um barnið. Hún fór til lögfræðingsins. Hann
bað hana að hugsa líka um tilfinningar fósturfor-
eldranna. En hún lét sig ekki, og þá vildi hann
fá hjá henni 1000 dali. Það var upphæðin sem
hann hafði fengið hjá foreldrunum fyrir barnið.
Það var ekki fyrr en stjórnarvöldin gripu í taum-
ana að hún fékk barn sitt aftur án þess að borga
fyrir það.
Lögfræðingurinn Charlton Blair varði sig á
þennan hátt:
— Svartamarkaður á börnum er orð sem fé-
lagsmálafulltrúarnir hafa fundið upp. Ég hef á
síðustu 30 árum annazt um 1000 ættleiðingar og
er hreykinn af því. Ættleiðingarskrifstofan vill
helzt gína yfir öllum börnum. Mig vill hún brjóta
á bak aftur. Hann sagði enn fremur að foreldr-
arnir hefðu greitt þau útgjöld sem móðirin hefði
þurft að inna af hendi, og sjálfur hafði hann
fengið 850 dali. 200 foreídrar væru á biðlista hjá
sér.
Börnin sagði hann að sér væru send frá lækn-
um, og hann reyndi eftir megni að finna þeim
hæfilegan stað. Ég mundi aldrei láta ljóshærð
sænsk hjón fá barn frá Ítalíu, sagði hann til þess
að sýna með hve mikilli umhyggju hann ynni
þetta starf.
Það er framboð og eftirspurn sem ræður verð-
laginu — og biðtíminn. Foreldrarnir vilja ekki
bíða. Um þetta segir Katherine Oettinger:
— Það er alltof algengt að hjón sem eru að
því komin að slíta samvistir kaupa sér barn. Það
er ekki barnið sem þau eru að hugsa um fyrst og
fremst. Þau eru að hugsa um sig sjálf. Þetta er
síðasta tilraun til að bjarga hjónabandinu. Það
►