Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Page 36

Fálkinn - 26.07.1965, Page 36
Hayes var í brezka fótgönguliðinu, sem fyrst steig á land á Anzio-ströndinni klukkan 2 aðfaranótt 22. janúar 1944. Það sem mætti hermönnunum var ekki stórt varnarlið frá Mússólini, heldur þögnin, — næstum óþol- andi þögn. Velklæddir verkfræðingar mörk- uðu með hvítum böndum hvar væri óhætt fyrir brezku hermennina að vera, en færu þeir þar út fyrir var dauðinn vís. Bílarnir streymdu inn yfir stöndina, og menn voru við hinu versta búnir. Skyndilega var þögnin rofin með skelf- ingarópi barns. Það kom frá runna, nokkurn spöl utan við hvítu böndin. Heyes stóð upp, og án þess að hugsa um lífshættuna, hljóp hann í áttina að runnanum. Lítil stúlka í gauðrifnum fötum lá þar inni og gat sig hvergi hrært. Hann lyfti henni gætilega hljóp til baka með hana inn fyrir línuna. Litlu síðar var þögnin rofin fyrir alvöru. Fjandmennirnir höfðu ráðgert hátíðlega mót- töku, og það byrjaði að rigna þýzkum sprengikúlum yfir ströndina. Hayes hljóp fleiri kílómetra með Angelítu, en svo hét stúlkan, í fanginu, og þau náð- ust ekki. — Það eina sem ég hugsaði um var að bjarga stúlkunni, sagði hann seinna. Ég varð að skýla henni, ekki aðeins fyrir fjandmönn- um okkar, heldur einnig fyrir yfirhershöfð- ingjanum. Stríðið hafði ekkert pláss fyrir flóttamenn, og allra sízt fyrir sex ára stúlk- ur. Hermennirnir grófu skotgrafir í sandinn, og þær urðu heimili þeirra og Angelítu í tíu daga. Það leið ekki á löngu áður en her- mennirnir voru orðnir hrifnir af stúlkunni. Hún borðaði uxakjöt, hrísgrjón og hart kex, en teið var ekki hægt að fá hana til að drekka. Svo fengu þeir kaffi og sætt kex frá amerísku birgðaskipi, og það borðaði stúlk- an með góðu móti. „Chi e tua mamma,“ spurðu hermennirnir hana einu sinni. En þótt stúlkan hafi jafn- vel skilið hvað þeir meintu, þá svaraði hún þeim ekki. Hayes hafði tekið eftir, að stúlkan var sér- staklega hrædd við hervagnana. Hann vissi líka um herbíl, sem hafði verið keyrður í gegn um Anzio-þorpið og sprengdur í loft upp. Þá höfðu farizt fjögur eða fimm börn ásamt foreldrum sínum. Var hún eina barnið sem lifði þar af. Seinna fóru þeir með hana til þorpa í ná- grenni skotgrafanna, en hún virtist ekki þekkja þau aftur. Á nóttunni hrópaði hún á móður sína. En þeir gátu ekki hjálpað henni. í staðinn reyndu þeir að leiða hugsanir henn- ar að öðrum viðfangsefnum. Þar sem þeir fóru um ónýt og yfirgefin hús reyndu þeir að leita að leikföngum handa henni. Einu sinni fundu þeir tréhest, og hann gerði mikla lukku. En Hayes vissi, að sex ára stúlka ósk- ar sér einskis fremur en lítillar brúðu. Hann settist því eitt sinn niður og reyndi að búa eina slíka til. Hann beið þess í mikilli eftir- væntingu hvort brúðan yrði nú ekki of iila gerð. En árangurinn lét ekki á sér standa. Angelíta virti gripinn fyrir sér augnablik. Svo greip hún hana með báðum höndum og þrýsti henni að sér. Upp frá því sást hún aldrei án þess að hafa brúðuna með sér. Strax morguninn eftir sýndi hún þakk- læti sitt í verki. Þegar hermennirnir voru komnir á fætur bjó hún um rúmin þeirra, og þegar hún gá, hversu ánægðir þeir voru með þetta, fór hún að gera það daglega. Sérhvert land hefur ákveðnar reglur um það, hvernig hermennirnir eigi að haga sér í stríði. Og brezku hermennirnir hlýddu sín- um reglum mjög samvizkusamlega í síðasta stríði. En Hayes og félagar hans sáu rétti- lega, að það braut ekki í bága við neinar reglúr, þótt þeir hefðu bjargað sex ára gam- alli stúlku, og hefðu hana hjá sér, þótt þeir væru rétt að baki víglínunnar. En yfirmað- úrinn, Pettigrew hershöfðingi leit allt öðru vísi á málið. — Það þarf ekki nema eitt lítið hljóð frá stúlkunni undir óheppilegum kringumstæð- um, og allt er búið. Við gátum ekki skilið hana eftir þar sem hún var niður komin. Þjóðverjarnir eru ekki svo miskunnsamir, og hefðu þeir komið auga á hana ... Hún er miklu öruggari hjá okkur. Þegar allt kom til alls var hershöfðinginn undir niðri einnig hrifinn af Angelítu, og að lokum lét hann undan. En það var ekki laust við að hann titraði af umhugsuninni um hvað kynni að ske, ef yfirmenn hans kæm- ust að, hvað hermennirnir væru með í fór- um sínum. En hann hefði getað sparað sér ómakið. Angelíta var greind stúlka, og vissi vel hvað það þýddi, ef einhver setti vísifingurinn á munninn. Og þegar varðflokkurinn kom til baka eitt sinn um morgunn, sagði foringinn: —. Hlutverki okkar er íokið. Síðan sneri hann sér að stúlkunni og bætti við: — Og þú hef- ur staðið þig vel. Þann 31. janúar svöruðu Þjóðverjar með gagnárás. Bandamenn biðu mikinn ósigur, þannig að þau einu úr herdeildinni, sem eft- ir lifðu voru Pettigrew hershöfðingi, Angelíta og Hayes. Eftir þetta gerði Hayes örvænt- ingarfullar tilraunir til að koma Angelítu í Öruggt skjól. Og einn dag kom tækifærið. Jeppabifreið, sem átti að flytja særða hermenn til her- spítala íangt að baki víglínunnar stanzaði rétt hjá honum. Bílstjórinn var fús til að taka á sig að flytja stúlkuna þangað, þótt það tilheyrði kannske ekki alveg reglunum. Og hann lyfti Angelítu gætilega upp í bílinn. En á sömu stundu sþrakk stór sprengja rétt aftan við H.ayes svp að hann féll niður og bæði hjálmur hans ög byssa brotnuðu. Hann meiddist ekki sjálfur, en þegar hann reis upp blasti við honum hræðileg sjón. Önnur sprengja hafði lent á jeppanum og gjöreyðilagt hann. Hann lyfti stúlkunni upp, en hún var dáin. Hendurnar hennar litlu héldu ennþá fast utan um brúðuna. — Mér fannst ég sjálfur vera að deyja, sagði hann seinna. — Ég hataði allt, sem var í kring um mig. Þegar ég stóð þarna með 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.