Fálkinn - 26.07.1965, Síða 39
GLEYMIÐ EKKI HRÁA SALATIML
Berið saladið fram með hverri máltíð, þann stutta tíma, sem
við höfum völ á fjölbreytni í grænmeti.
Þegar við tölum um hrátt salat, eigum við við niðurrifið hrátt
grænmeti og ávexti, borið fram í mismunandi salatsósum (mar-
inadi). Sannar grænmetisætur nota t. d. aðeins sítrónusafa í stað
ediks og hunang í stað sykurs í þessar salatsósur.
Flestar grænmetistegundir og ávextir — hráir, niðursoðnir og
þurrkaðir — eru góðir í salöt, bæði út af fyrir sig og blandað
saman á ýmsan hátt og er hægt að breyta til í það óendanlega, sé
ímyndunaraflinu gefinn laus taumur. Séu safamiklir ávextir not-
aðir t. d. appelsínur eða rifin epli, er hægt að sleppa salatsósu.
Hvaða hráefni sem notað er í salatið, þá verður það að vera
óskemmt og ferskt, eins þarf að þvo og hreinsa vel fyrir notkun.
Byrjið alltaf á því að útbúa salatsósuna (oft er hægt að geyma
hana í marga daga í ísskápnum), svo grænmetið þurfi ekki að
bíða niðurrifið. Þá verður það ljótt á litinn og ólystugt á að líta
og C-vitaminið fer til spillis.
Búið aldrei til meira í einu en sem ætla má að sé borðað hverju
sinni og útbúið það eins seint og hægt er. Ef salat þarf að bíða,
á ætíð að hylja það, þótt aðeins sé um stutta stund að ræða.
Hér eru svo fyrst uppskriftir að nokkrum salatsósum og síðan
fylgja nokkrar uppskriftir að salötum, en eins og áður er sagt, geta
þau farið eftir því, hvað til er hverju sinni í búrinu.
8. SALATSÓSUR
Rjómasósa:
1 dl súr rjómi
1 msk sítrónusafi
1 msk sykur
Rjóminn linþeyttur, öðru
blandað í.
Súrmjólkursósa:
1 dl súrmjólk
1 tsk sykur eða hunang
Hrært saman.
Eggjasósa:
1 eggjarauða
1 tsk sykur
1 tsk sítrónusafi
Hrist saman.
Skyrsósa:
4 msk skyr
2—3msk rjómi
salt, pipar
1 tsk sykur
ögn af papriku
Hrært vel saman.
Frönsk salatsósa:
1 dl edik
3 dl matarolía
1% tsk salt
14 tsk pipar
Vz tsk sykur
Allt hrist saman. Getur
geymzt um tíma á köldum
stað. Hristist fyrir notkun.
Edikssósa:
2 msk edik eða sítróna
2 msk. vatn
1 msk sykur
salt, pipar
Hrist saman.
Sítrónusósa:
Safi úr 1 sítrónu
1 msk sykur
1 msk vatn
Hrært saman.
Tómat-salatsósa:
14 dl tómatkraftur
14 dl matarolía
14 dl edik
Hrist saman. Geymist.
Tómat-gúrkusalat:
1 salathöfuð
2-3 tómatar
Vz gúrka
2 msk rifinn ostur
Frönsk salatsósa
Salatið þvegið vel og þerrað,
klippt niður, sett á fat. Tómat-
arnir skornir í sneiðar, raðað of-
an á salatið. Gúrkan skorin í
bita, stráð ofan á ásamt ostin-
um. Salatsósunni hellt yfir.
Tómatsalat:
4 stórir tómatar
1 laukur
tsk söxuð steinselja
Frönsk salatsósa m/
sítrónusafa í stað
ediks
Tómatarnir skornir i smáa bita,
laukurinn skorinn smátt. Sett
saman í skál, steinselju stráð
yfir. Salatsósunni hellt yfir.
Gatt er að setja ögn af hvítlauk
í þetta salat. Á vel við alla kjöt-
rétti.
Gulrótasalat:
2-3 gulrætur
2 epli
1-2 msk hunang
1 sítróna
Gulræturnar hreinsaðar og rifn-
ar, einnig epla-sítró ".usafa
blandað hunangi hellt yfir.
Útbúið hráa grænmetið rétt áður en það er borið fram.
Raðið grænmctinu fallega á fat og bcrið sítrónu með. Skerið
sítrónuna í litla bita, sem auðvclt er að pressa.
Hvítkálssalat:
1. 300 g hvítkál
1 búnt hreðkur
Tómatsalatsósa
2. 300 g hvítkál
1 epli
sýrðar rauðrófur
6 msk majonnes
Vz dl þeyttur rjómi
nokkrir sítrónudropar
3. 300 g hvítkál
3 appelsínur
sítrónu- eða rjómasósa
4. 300 g hvítkál
2 epli
2 msk rúsínur
2 gulrætur
Frönsk olíusósa
Framh. á bls. 41.
FALKINN
39