Fálkinn - 26.07.1965, Síða 41
Kvenþjóðíst
Framh. af bls. 39.
Skerið í öllum tilfellunum hvít-
kálið í mjög fína strimla, rífið
annað grænmeti og brytjið á-
vextina. Blandið salatsósunum
vel saman við. Látið bíða vel
tilbirgt um stund.
Hreðkusalat:
2 búnt hreðkur
3-4 soðnar, kaldar kartöflur
Rjómasósa, krydduð með
piparrót.
Hreðkurnar skornar í sneiðar,
kartöflur í ferkantaða bita.
Blandað saman í skál, sósunni
hrært saman við.
Hún sér
Framh. af bls. 6.
Tákn sjáandans
í lófanum.
Þegar Jeane var átta ára
gömul fór móðir hennar með
hana til sígaunakonu sem hafði
slegið niður tjöldum skammt
frá heimili þeirra og fékkst við
að spá í lófa. Hún leit í lófa
barnsins og greip andann á
lofti.
„Hamingjan góða!“ sagði hún.
„Annan eins lófa hef ég aldrei
á ævi minni séð. Barnið er gætt
merkilegri spádómsgáfu, hún
hefur þau tákn í lófa sínum
sem aðeins koma f ram einu
sinni á hverjum þúsund árum.
Sjáið þér Davíðsstjörnuna
hérna og tvöföldu höfuðlínuna
út frá henni? Og höfuðlínuna í
hinum lófanum með hálfmán-
ann við endann? Og stjörnuna
hér sem geislar í allar áttir. Og
«
Hún hvarf inn í tjaldið sitt og
kom aftur með kristalskúlu í
rÖRUM v/lO VFlR
MICOAufa. FRpKEM l •
hendinni. „Þetta máttu eiga,“
sagði hún við Jeane. „Ógnleg-
ar sýnir munu opinberast þér,
því að þú berð öll tákn sjáand-
ans í lófa þínum.“
Fyrst leit Jeane litla á krist-
alskúluna sem hvert annað
leikfang. Hún hafði gaman af
að horfa í hana líkt og undra-
kíki. Hún leit á það sem sjálf-
sagðan hlut, að allir sæju sömu
myndirnar í henni og hún
sjálf. Þýzka barnfóstran henn-
ar reyndi að skýra merkingu
táknanna og sýnanna sem barn-
ið lýsti, og frú Pinckert hvatti
dóttur sína til að þroska þessa
gáfu með sér. Brátt tóku vinir
fjölskyldunnar að leita ráða hjá
telpunni, og jafnvel ókunnugt
fólk kom til hennar með vanda-
mál sín.
Hún var ekki nema níu ára
þegar kona kom og spurði hana
hvort hún ætti að hætta við
leiklistarstarf sem gekk mjög
illa, og setja upp gestaheimili
í staðinn. Jeane leit í kristals-
kúluna og sá hana „lýsast upp
eins og flugeldum væri skotið
innan í henni og úr þeim kæmu
eintómir hundrað og þúsund
dollara seðlar". Hún áleit, að
þetta þýddi frægð og auðæfi,
og hún sagði við konuna: „Þér
skuluð hætta við að setja upp
gestaheimili og halda áfram að
leika.“
Síðar, er Marie Dressler var
orðin heimsfræg kvikmynda-
stjarna, sagði hún oft, að það
væri eingöngu Jeane litlu
Pinckert að þakka, að hún
hefði ekki gefizt upp á leiklist-
inni. En Jeane segir: „Hún hefði
samt orðið fræg. Það voru for-
lög hennar.“
Dauðatáknið yíir
kvikmyndastj örnunni.
í síðari heimsstyrjöldinni
hitti Jeane aðra fræga leikkonu
sem hún spáði fyrir. Hún var
að láta leggja á sér hárið í
Westmore hárgreiðslustófunni í
Los Angeles þegar Charole
Lombard kom inn. Jeane
þekkti strax hina fögru kvik-
myndastjörnu og eiginkonu
Clarks Gable sem hún hafði séð
ótal myndir af, og þegar þær
voru kynntar tók hún hrifin
í hönd hennar. En um leið fann
hún viðvörun í loftinu. Hún
gleymdi sér og sagði fljótmælt:
„Ó, ungfrú Lombard, þér megið
ekki fara neitt í flugvél næstu
sex vikurnar!“
Ljóshærða leikstjarnan brosti
og svaraði, að hún væri um
það bil að leggja af stað í ferða-
lag til að hvetja menn til
kaupa á stríðsskuldabréfum.
Jeane skildi vel, að hún gæti
ekki hætt við þá ferð, en lagði
ríkt á við hana að fara aðeins
með bílum og lestum meðan
„hættutímabilið stæði yfir.“
Hárgreiðslukonan sagði Jeane
seinna, að eftir að hún var farin
út hefði ungfrú Lombard varp-
að hlutkesti um hvort hún ætti
að fylgja ráðlegginguni eða
ekki. Útkoman varð sú, að hún
ætti e k k i að gera það. Og
nokkrum dögum síðar fórst hin
fagra Caole Lombard í flug-
slysi á leið til miðvesturríkj-
anna.
Jeane var spurð hvernig hún
hefði skynjað hinn yfirvofandi
háska. „Þegar ég snerti hönd
hennar,“ svaraði hún hugsi, „sá
ég dauðatáknið yfir henni. Það
var hátt fyrir ofan jörðina. Ég
sá líf á jörðinni kringum hana,
svo að ég vissi, að hún myndi
geta forðazt hættuna, ef hún
færi ekkert í flugvél. Og ég
heyrði innri rödd segja: „Sex
vikur“. Ég heyri oft þessa rödd
innra með mér, og ég fer alltaf
eftir því sem hún segir.
Eins og hver
önnur guðsgjöf.
Spádómsgáfa Jeane Dixon er
ekki bundin við kristalskúlu
eða handsnertingu. Stundum
sér hún sýnir, oft þarf hún
ekki annað en snerta fingur-
góma einhverrar manneskju til
að vita hvaða framtíð bíður
hennar, stundum getur hún
rakið bæði fortíð og framtíð
fólks ef hún fær að vita fæð-
ingardag þess. Oftast notar hún
þó kristalskúluna. En engu
treystir hún sjálf eins vel og
sýnum sem hún sér án þess að
hafa nokkuð reynt til þess.
„Þær eru eins ólíkar mynd-
unum í kristalskúlunni minni
og dagurinn nóttinni,“ segir
Jeane. „Þegar sýnin byrjar að
mótast breytist allt í kringum
mig, meira að segja loftið sjálft.
Ég stend einsömul og horfi of-
an af hærra sviði, og ekkert
veraldlegt getur snert mig á
þeim augnablikum."
Jeane er kaþólskrar trúar og
fjarska guðrækin. Hún sækir
kirkju á hverjum morgni og
hefur unnið mikið að alls kon-
ar góðgerðastarfsemi. Hún lif-
ir einföldu og óbrotnu lífi,
smakkar hvorki áfengi né tó-
bak og sárasjaldan kjöt. Að
hennar áliti samræmist spá-
dómsgáfan trúnni fullkomlega
og er eins og hver önnur guðs-
gjöf. „Guð hefur gefið einum
fagra söngrödd," segir hún,
„öðrum dásamlegt minni, þriðja
listræna sköpunargáfu, fjórða
íþróttahæfileika, o. s. frv. Mér
hefur hann gefið sýnirnar mín-
HVERFISGOTL 16
SÍMI 2-1355
ar. Ég hef aldrei haft neinn
hagnað af þeim og aldrei unnið
neinum mein með þeim. Ég lít
á dulargáfu mína sem opinber-
un um náð Guðs, og ég reyni
að nota hana í þágu meðbræðra
minna.“
FRAMHALD f NÆSTA BLAÐI
þar segir m. a. frá því hvernig
mynd sem Jeane Dixon sá í
kristalskúlu sinni bjargaði lífi
eiginmanns hennar. Einnig
samræðum hennar við Franklin
D. Roosevelt og spásögnum
hennar um kommúniskt Kina,
sundurlimun Indlands, morðið
á Gandhi og fleiri heimsvið-
burði.
• Angelita
Framh. af bls. 37.
Rauði Krossinn í Ameríku,
Þýzkalandi og á Ítalíu gerði
það sem í hans valdi stóð, en
án árangurs. Blóðbaðið frá því
árið 1944 hafði máð öll spor.
ítalska sjónvarpið gekk einnig
í lið með Heyes, með þvi að
senda út þátt um leitina að
Angelítu. Og þar með kunni öll
Ítalía söguna. Þrír ítalskir
söngvarar, „Los Marcellos Feri-
al“, gerðu lag og texta um An-
gelítu og platan sló öll met,
hvað sölu snerti.
íbúarnir , Anzio sýndu Hay-
es þakklæti sitt, þegar þeir
buðu honum og fjölskyldu hans
til að dvelja í sumarleyfi sínu
þar í þorpinu. Það v->ru ógleym*
anlegir dagar fyrir Hayes, — í
þorpinu, sem gerbreytti lífi
hans.
Nú hefur hann gefið upp von*
ina um að finna foreldra Angel*
ítu. En hann mun aldrei gleyma
litlu stúlkunni með svörtu aug-
un og skollita hárið.
FALKINN
41