Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 5
 Síðan urðu þeir frá að hverfa — vegna ærsla á hl j ómleikunum. THE WHO, hin mjög svo vinsæla brezka „beat“- hljómsveit fékk heldur en ekki heitar móttökur í Danmörku, er piltarnir hugðust koma þar fram á hljómleikum. En þegar þeir voru búnir að leika í 25 sek., ætlaði allt um koll að keyra og aðdáend- urnir þyrptust upp á sviðið, æpandi og emjandi, en ekki varð meira um lagaflutning frá hendi piltanna, enda máttu þeir þakka fyrir að sleppa ómeiddir í burtu. Skemmdir á hljómleikasalnum námu fleiri þúsundum og verður vafalaust langt að bíða þar til slíkur consert verður haldinn þar (sjá mynd). Hin myndin sýnir tvo af hljómleikagestunum, þar sem þeir eru komnir upp á sviðið og skekja sig í takt við lag Who, sem aldrei var til enda leikið. WHO LÉKU í 25 SEK. THE Spurt er um giftingaraldur og hvort það sé óalgengt aö konan sé eldri en maðurinn, einu ári eða svo. Fyrirspyrj- andi kærir sig ekki um að láta birta úr bréfi sinu. Nei, það er ekki óalgengt aö lconan sé eldri. Ef ekki er nema árs munur veröur aö telja aö munurinn skipti engu máli. Gert er ráö fyrir jafnaöarlega aö konuefni sé yngra en brúö- gumi. Þannig er gert ráö fyrir í lögum aö konan megi giftast 18 ára en karlmaöur ekki fyrr en 21 árs. Astæöan er sú aö konur þroskast fyrr. Þær eru líklega Ukamlegum og sálræn- um þroska um tveimur árum á undan karlmönnum allt fram undir tvítugt, en um þetta eru mjög skiptar skoöanir. Þó er þetta mjög mismunandi eftir einstaklingum, og engin ráö hægt aö gefa nema tilfelUÖ sé þekkt. Almennt talaö er ekkert þvl til fyrirstööu aö 19 ára piltur kvænist tvítugri stúlku, og í fæstum tilfellum væri þaö nokkuö betra aö hann væri tvítugur en hún 19 ára. Aöal- atriöiö er aö bœöi geri sér Ijósa grein fyrir þeirri ábyrgö sem hjónábandiö leggur þeim á heröar. Nú á tímum þegar lífiö er yfirleitt Ijúft og auö- velt hættir mönnum til aö gleyma ábyrgöinni, og líta á lijónábandiö sem hœfilega txl- breytni þegar aörar skemmt- anir eru orönar hversdagsleg- ar, en menn skyldu ekki ganga i hjónaband af ævintýraþrá, heldur af einlœgum tilfinning- um og skilningi á gildi hjóna- bandsivs og heimiiisstofnunar. Kæri Fálki. Eg er 22 ára gömul og á orðið þrjú börn. Ég held ég megi segja að ég sé vel gift, og þegar ég skoða hug minn finn ég að ég mundi ekki kjósa mér annan. Við vorum æsku- vinir. En ég er samt voða leið. Mér finnst lífið svo erfitt og tilbreytingarlaust og sé í aðra röndina eftir að hafa gift mig svona ung og farið að eiga börn. Það er aldrei frí og þó maður geti fengið barnapíu og og farið á skemmtanir þá er það ekkert sérlega gaman. Vin- kona mín smakkar alltaf áfengi þegar hún fer út. Ég er á móti því. En hún virðist njóta sín betur á meðan. Geturðu gefið mér ráð? Maðurinn minn veit að ég skrifa þér. S. J. Svar til S. J.: Já, þú hefur gift þiq og fariö aö eiga börn óþarflega ung. En hvaö um þaö. Um þaö tjáir ekki aö sakast úr þessu. Þú viröist líka vera jafnleiö á lmoru tveggja, erfiöinu og skemmtununum. Athugaöu aö leiöi er sálarástand. ÞaÖ er ekki hægt aö vinna bug á leifia meö tilbreytni, því aö þaö er einstaklega fljótlegt aö veröa leiöur á tilbreytninni. Slík leiö- indi stefna manni stundum út l taumleysi og hringlandahátt. En börnin þín koma í veg fyr- ir þaö. Fölsk tilbreyting nær Uka skammt. Þaö er sama hvaö sagt er um áfengi, en þaö er aö minnsta kosti ekki góöur vinur ef maöur er aö flýja eitt- lmaö á náöir þess. Horfstu í augu viö líf þitt eins og þaö er og kveinkaöu þér eklci. Reyndu svo aö gera erfiöiö skemmtilegt og einlivers viröi. Reyndu aö vera sjálf skemmtileg. Fylltu heimili þitt af þokka og þolinmœöi. Reyndu aö koma auga á gildi daglegra starfa, fegurö dag- legra starfa, og án þess aö þú eigir aö vanrækja sjálfa þig — þá reyndu aö hugsa sem minnzt um sjálfa þig og þaö sem þér þykir leiöinlegt eöa skemmti- legt. Þetta eru kannski hörö sviör. En þú munt komast aö raun um aö állt sem þú legg- ur rækt viö, án tillits til sjálfr- ar þín, veröur þér svo mikils viröi aö spurningin um leiö- indi eöa skemmtun hverfur al- gerlega i skuggann. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.