Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 33
Þessi mynd birtist í Fálkanum í marzmánuði 1941, og undir henni stóð: Guðmundur E. Guðmundsson sem stýrði Fróða í Höfn. Hann stendur í brúnni þar sem sprengjan tætti hana í sundur. Framhlið og veggurinn til vinstri hafa molazt burt, og að framan liggur vélsíminn sundur- skotinn. brauð. En venjulega borðar maður í skipinu.“ „Verðurðu aldrei leiður á fína matnum?“ „Maður verður kannski leið- ur á að þurfa alltaf að vera að smakka til súpur og sósur, að ekki sé nú talað um hvað það er slæmt fyrir 'mittismálið. En ég verð að segja, að mér finnst hvergi eins gott að borða og heima.“ „Býrðu þá sjálfur til mat- inn?“ „Nei, nei, það gerir konan mín.“ Það er allt skemmtilegt. Stefanía Jakobsdóttir hefur verið þerna á Lagarfossi í átta ár, og umhyggjusemi hennar við farþegana virðist engin tak- mörk sett. Hún er eins og bezta ungamamma og svo hjálpfús og viljug, að maður hefur á til- finningunni, að það væri sér- stakur greiði við hana að vekja hana upp nokkrum sinnum á nóttu til að hlaupa í aukasnún- inga fyrir mann. „Ertu viss um, að ég geti ekki gert eitthvað fyrir þig?“ spyr hún nánast biðjandi. „Það er alls engin fyrirhöfn, mér finnst það bara gaman.“ Og hún er fjarska ánægð með starfið. „Ég get ekki sagt, að mér þyki eitt betra og ann- að verra; það er allt skemmti- legt,“ segir hún. „Það á mjög vel við mig, og ég gæti varla hugsað til þess núna að binda mig í fastri vinnu í landi. Mér finnst alltaf gaman að koma heim, en ég hlakka ekki síður til að fara út aftur í hvert sinn.“ „Hvernig stóð á, að þú fói-st í þetta?“ „Það var nú hrein tilviljun eða ég veit ekki hvað á að kalla það. Ég vann þá í búð. hjá Ragnari H. Blöndal, og einn dag lítur vinkona mín inn og segir, að það vanti þernu á Lagarfoss og hann sé að fara svo skemmtilegan túr. ’Taktu bara sumarfríið þitt í þetta, og ég skal vinna fyrir þig hérna á meðan*. sagði hún. Ég hafði farið kringum land sem farþegi á Esju og Heklu, og þá var ég ViII helzt borða hjá konunni sinni. í þessari ferð er það Karl Finnbogason aðalmatsveinn Hressingarskálans sem sér um matreiðsluna. Og sjóhraustum farþegum sem þurfa að hugsa um línurnar er ekki ráðlagt að taka sér ferð á hendur með skipi þar sem hann er kokkur; kræsingarnar hans eru háska- lega freistandi. „Ég var fimm ár kokkur á skipum,“ segir hgnn, „byrjaði hérna á Lagar- foási, skrapp eina ferð með Gúllfossi að gamni mínu, en var lengst af á Goðafossi. Síðan ég[ hætti hef ég notað sumar- fi$ið til að fara einn túr og leýst þá af sem bryti, en í þessa feþð vantaði kokk, svo að ég féjlst á að taka að mér mat- roiðsluna." ‘„Hvað finnst konunni þinni um að missa þig úr landi í spmar f r íunum ? “ v,Hún hefur alltaf farið með néma í þetta sinn. Og líka dótt- ir.pkkar sem er þrettán ára.“ ,„Þú hefur ekki viljað halda áfram á sjónum og verða fast- ur bryti?“ „Nei, ég hef það svo gott í lahdi, að mig langaði ekki að festa mig á sjónum, þó að mér líkaði ágætlega." ,,Hvað finnst þér skemmtileg- ast við sjómennskuna eða öllu heldur eldamennskuna á sjón- um?“ „Ja, ferðalögin, ég hef gam- an af að sjá mig um í heimin- um og vil helzt koma sem víð- ast. New York er einn af mín- um mestu uppáhaldsstöðum, og þangað langar mig alltaf að fara.“ „En hvernig fellur þér starf- ið?“ „Ákaflega vel. Ég fór fyrst á sjóinn þegar ég var fjórtán ára og þá sem hjálparkokkur á tog- ara. Ég fékk strax áhuga á mat- reiðslu og fór að langa til að læra hana. Og það varð úr, að ég lagði þetta fyrir mig, lærði matreiðslu á Borginni og tók Iðnskólann með. Nú er þetta miklu hægara þegar allt er kennt í Sjómannaskólanum, en áður var það svona. Eftir að ég útskrifaðist byrjaði ég sem að- alkokkur á Naustinu þegar það opnaði og var þar eitthvað á annað ár þangað til ég fór á sjóinn. Þetta er fjórða árið mitt á Hressingarskálanum, og mér líkar prýðilega, enda er vinnutíminn mjög þæeilegur: frá klukkan átta á morgnana til tvö-þrjú á daginn og frí um helgar.“ „Hvað er þinn uppáhaldsmat- ur?“ „Önd. Hún finnst mér alltaf góð; það er varla hægt að evði- leggja hana hvernig sem hún er matreidd. Ég borða sjaldan úti þegar við erum í höfnum, en ítalski maturinn í New Yr>rk féll mér vel. og í Danmörku fæ ég mér stundum öl og smurt Kræsingar sem Karl Fknnbogason matsveinn úthýr eru stórháskalegar fyrir lmurnar. FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.