Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 30
Það er stolt skipv: ;ma, að Lagarfo. líti vel út. TEXTI: STEII\IUI\il\l S. BRIEIVI IUYMDIR: SIGURJÓM JÓHAMMSSOM hálftíma til klukkutíma eftir að ég kem í land. Ég kann vel við mig um borð, sérstaklega hérna á Lagarfossi þar sem and- inn er góður og allt ósköp heimilislegt, og hvergi finnst mér þægilegra að sofna en í kojunni minni þegar skipið vaggar mátulega.“ Því miður aldrei sjóveikur. Á næstu hæð fyrir neðan Hörð býr skipstjórinn, Birgir Thoroddsen, en sá ágæti maður er nú kapítuli út af fyrir sig — þrír kapítular reyndar; sjá sein- ustu þrjú hefti Fálkans. Þar er einnig aðsetursstaður fyrsta stýrimanns, Guðna Hákonar- sonar. Hvort sem það eru áhrif frá yfirboðaranum eða ekki hefur Guðni enga ást á sjónum. „Nei, því miður hef ég aldrei verið sjóveikur,“ segir hann. „Þá hefði ég líklega ekki lent í þessu.“ Og hann rennir augun- um til mynda af konu og börn- um. „Það er sök sér meðan maður er einhleypur, en það er leiðinlegt að sjá ekki meira af fjölskyldunni. Blessuð börnin þekkja mann varla, og þegar þau voru yngri, voru þau hálf- feimin við þennan ókunnuga mann sem kom þarna í heim- sókn einu sinni í mánuði eða svo.“ „Hvað ertu búinn að vera lengi á sjónum?“ „Ég byrjaði á Súðinni árið 1944 sem viðvaningur, vildi prófa hvernig þetta væri: nú, svo fer maður að asnast í skól- ann og tekur sín próf og verð- ur fastur í þessu. Jæja, þetta er svo sem ágætisvinna í sjálfu sér, það er ekki það, og alltaf getur maður hlakkað til að 'mma heim “ IVfc"in!andið skemmtilegast. Sigurður Eyjólfsson bátsmað- HANN er sjö hœSir, jaínhár og Hótel Borg ef hann stendur á þurru landi, en þaS er nú ekki hans rétti staSur. ÞaS er m/s Lagarfoss sem um er að rœSa. Skipverjunum þykir vœnt um hann, og þeir snur- fusa hann í sífellu, skafa og mála. svo að hann beri af öSr- um skipum og viShaldi œsku- fegurS sinni i lengstu lög. RyS- blettir eru fjarlœgSir af þrot- lausri elju, og baráttan viS salt og slit er í fullum gangi nótt og dag að heita má. „Það er okkar stolt. að hann líti vel út”, segir Reynhard timbur- maður og hamast við að skafa hurS. „A3 minnsta kosti ekki verr en aSrir fossar á hans aldri". Og einn af hásetunum talar með fyrirlitningu um út- litið á ónefndu skipi sem þeir mœttu nýlega. „Maður hefði nú skammazt sín fyrir að til- heyra skipshöfninni þar". Eitthvað sem togar. Á efstu hæð býr Hörður Ágústsson loftskeytamaður. Hann er búinn að vera tuttugu og sex ár á sjónum og líkar starfið vel. „Þegar ég er heima í fríum kann ég ágætlega við mig í landi,“ segir hann, „en eftir svona mánuð fer mig að langa aftur á sjóinn. Það er eitthvað sem togar í mann, ferðaþráin líklega. Mér finnst alltaf gaman að koma út, mað- ur sér ýmislegt nýtt í hvert skipti, kynnist góðu fólki, fer að skoða fallega staði og lærir sitt af hverju.“ „Hvert viltu helzt koma?“ „Uppáhaldsstaðurinn er Kaup- mannahöfn, það er eins og að koma heim til sín. Mér líkar prýðilegd við Dani. Næstbezt finnst mér England, og yfirleitt hef ég alltaf gaman af að koma í stórborgir. Finnland er lika in- dælt land. Maður er orðinn svo vanur þessum ferðalögum, að Evróputúrarnir eru eins og að hringsóla svolítið í strætó og En þeir þurfa ekki að skamm- ast sín fyrir Lagarfoss. Hann er hreinn og fínn og fágaður eins og telpa að fara í barna- boð. Lífið um borð rennur á- fram létt og snurðulaust, það er unnið á vöktum allan sólar- hringinn, og svo vel er starfið skipulagt, að það er eins og allt gerist af sjálfu sér. Þótt skips- höfnin sé yfir þrjátíu manns er hvergi nein kös af fólki, og i fljótu bragði virðist þetta vera hálfgert draugaskip mannað ósýnilegum andaverum. En þeg- ar betur er að gáð leynast bráð- lifandi skipverjar á víð og dreif um farkostinn, sumir of- an í undirdjúpunum, aðrir hátt yf’r úfnnm haffletinum. Hörður Agústsson loftskeytam. stoppa á öðru hverju götuhorni, en Ameríkutúrarnir eins og að skreppa út úr bænum." „Hefurðu aldrei verið sjó- veikur?“ „Nei. það het ég alveg sloppið við, en ég hef alltaf sjóriðu ur er á sama máli um, að sjó- mennskan henti betur einhleyp- ingum en fjölskyldumönnum. Þó að hann sé ekki nema rúm- lega þrítugur hefur hann verið fastur starfsmaður hjá Eimskip í tuttugu ár, byrjaði sem send- ill á skrifstofunni og fór tveim árum síðar á gamla Brúarfoss sem messadrengur. „Það var ævintýraþráin,“ segir hann. „Þá var erfiðara að komast til útlanda en núorðið, og þetta var bæði spennandi og tilbreyt- ingarríkt. Ég hef alltaf kunnað ágætlega við mig á sjónum og heldur leiðzt í landi, en það breytist þegar maður stofnar heimili.“ „Hvenær giftirðu þig?“ „Fyrir þremur árum. Og þá fór mig að langa til að vera meira heima.“ „Hvað eigið þið af börnum?“ „Son og dóttur sem er ný- fædd. Fyrstu árin sér maður stóran mun á börnunum þegar maður kemur heim með mán- aðar millibili, og þá er synd að geta ekki verið meira með þeim og fylgzt með þeim vaxa.“ Sigurður Eyjólfsson bátsmaður stendur við stýrið þegar farið er að og frá bryggju. 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.