Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 22
 >IFLUG sprenging yfirgnæfði ^ götuskarkalann á hinu ný- tizkulega Guiolett stræti í Frankfurt og loftþrýstingurinn skellti að minnsta kosti sex vegfarendum um koll. Hver einasta rúða í 30 metra radíus frá sprengjustaðnum molaðist mélinu smærra. Þegar mesti gauragangurinn dó út, heyrð- ist langdregið flaut úr bílhorni, eins og vein glataðrar sálar og það hélt áfram löngu eftir að bergmálið frá sprengingunni var dáið út. Hljóðið kom frá fallegum sandgráum Mercedes, en neðri hluti hans bretti grind og hjóla- stell líktust mest brotajárns- hrúgu. Afmyndaður líkami bíl- stjórans hafði kastast á stýris- hjólið og þrýsti á flautuhnapp- inn allt þangað til fólk kom aðvífandi og dró hann út úr brakinu. Áður en lögreglan hafði aflað óyggjandi vitneskju um nafn hins myrta, hringdi persóna, sem ekki vildi láta nafns síns getið til þriggja stærstu blað- anna í Frankfurt. — Við vildum aðeins láta yður vita að vopnasalinn George Puchert, var sprengd- ur í loft upp fyrir um það bii tíu mínútum, sagði kurteis og hljómfögur karlmannsrödd. — Ég tala fyrir hönd hóps manna, sem viil vernda Þýzka- land frá því að verða gróðrar- stia fyrir manngerðir eins og Puchert. Okkur þætti vænt um að þið gæfuð málinu eins mikla athygli og hægt er. Verið þér sæiir... Þar með gátu síðdegisútgáf- ur stærstu dagblaðanna í Frankfurt sagt frá morðinu á Puchert, meðan lögreglan leit- aðist enn við að gera sér grein fyrir á hvern hátt hann hafði verið drepinn. Snemma um kvöldið var hún komin að þeirri niðurstöðu að notuð hefði verið segulmögnuð sprengju- hleðsla af þeirri gerð, sem fest var undir skriðdreka í ófriðn um. Sprengjuhleðslan hafði verið fest á grind undir bíln- um. rétt undir bíjstjórasætinu og var i sambandi við blýlóð og fest með stuttum stífum vír. Lóðið hafði verið lagt varlega ofan á púströrið á þann hátt, að skjálftinn á rörinu, þegar bíllinn væri ræstur, felldi lóðið, seai hleypti sprengjunni af. Vítisvélin var sáraeinföld og næstum óskeikul. Allur um- búnaður benti til skemmdar- verkaþjálfunar frá styrjaldar- árunum og féll ágætlega inn í myndina af þeim náungum, sem lögreglan vissi að sóttust eftir lífi Pucherts. Morguninn, sem hann var myrtur, hafði Puchert verið á leiðinni að ljúka einum af þess- um vopnasölusamningum sem höfðu fært honum dálaglegan skilding á undanförnum árum og einnig skipað honum örugg- an sess í skýrslum lögreglunn- ar og á hættulegasta svarta lista í heimi. Hann var sterklegur rauð- birkinn maður á fimmtugsaldri. Hann fæddist á þýzku Eystra- saltsströndinni og komst fyrst í kynni við skotvopn, þegar hann var sjóliði á einum af tundurspillum Hitlers. Að stríð- inu loknu settist hann að í Hamborg og stofnaði lítið flutn- ingsfyrirtæki, sem blómstraði skamma hríð, en lagði upp laupana eftir að peningamál V-Þýzkalands voru endurskipu- lögð. Þá var það, sem hann ákvað að stíga afdrifaríkt skref. Með því að selja allar eigur sínar, tókst honum að komast yfir litla haffæra skútu, sem hann fluttist um borð í með allt sitt hyski og sigldi til Tangier. Um þriggja ára skeið bjó hann um borð í skútunni, þar sem hún lá í hinni alþjóðlegu höfn. Hann yfirgaf ekki hafn- arskjólið, nema þegar hann þurfti skútunnar með við hinn nýja atvinnurekstur sinn . .. tóbakssmygl. En í nóvember 1954 gerðist nokkuð, sem opn- aði hinum fyrrverandi sjóliða, nýjar leiðir til geislandi og gróðasællar framtíðar: Alsír- styrjöldin brauzt út. Á hinu alþjóðlega svæði rétt við bæjardyr stríðsins var hann í hinni ákjósanlegustu aðstöðu, fyrir nú utan bátinn og góð sambönd í smyglaraheiminum. Og nú tók hann til við að út- vega alsírsku uppreisnarmönn- unum, það sem beir þörfnuðust mest, nefnilega vopn og skot- færi. Næstum um leið og fyrsta skoti stríðsins var hleypt af, sneri Þjóðverjinn sér til hinn- ar svokölluðu Þjóðfrelsishreyf- , ingar (FLN) og bauð fram þjónustu sína. Honum var tek- ið opnum örmum og opnum vösum og fljótlega sigldi bátur 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.