Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 6
8. HLUTI Framhaldssaga eftir Frances og Richard Lockridge. Myndskreyting: Peter Schiirmann. Fyrir nærri ári síðan hafði frú Angela Piermont komið til prestsins. Hún hafði með sér stutta handskrifaða erfða- skrá. Hún bað hr. Higby að vera vitni að undirskrift henn- ar, og hann hafði kallað á Margaret Kellems, þjónustustúlk- una, til þess að vera hitt vitnið. „Julie átti að erfa allt. Það var alls ekki gert ráð fyrir að Julie dæi á undan gömlu konunni. Ég benti Angelu á þétta.“ Og hún hafði sagt þetta: „Hvaða dæmalaus vitleysa er þetta. Julie er ung og hraust. Ég er gömul kona.“ Hún hafði bætt því við, að ef Julie dæi á undan henni, þá væri henni alveg sama. Hinir gætu þá rifizt um peningana. „Hinir hverjir?“ spurði Barbara. „Ættingjarnir," sagði Higby. „Allir eiga ættingja, og auð- kýfingar eiga yfirleitt fleiri en hinir. Það má fara að búast við þeim núna.“ „Hverjir eru þessir ættingjar, hr. Higby?“ spurði Barbara. „Hverjir fá þessa þehinga?“ „Ég þekki ekki þessa ættingja og veit ekki hver er erfing- inn. Tíminn sker úr því. Ég get fullvissað þig um það, vina mín, að tíminn einn mun skera úr því.“ Hún horfði á hann. Hann kinkaði kolli. „Þetta eru allt fjarskyldir ættingjar. Ég hefði áreiðanlega heyrt minnzt á, ef hún hefði átt einhverja nákomna. En einn verður nákomnari en annar. Peningalyktin mun laða þá fram. „Fólk drepur vegna peninga," sagði Barbara. Þeir eru lík- legast algengasta ástæðan." „Því miður,“ sagði Higby prestur. Svo þau eru þarna, hugsaði Shapiro leynilögreglumaður með sér, og stöðvaði svarta bílinn spölkorn frá prestssetrinu. Hann gat talað við prestinn seinna. En það var undarlegt að þeir skyldu ekki hafa fundið bílinn ennþá. Nú beið hann óséður í yfirlætislausa bílnum sínum. Þegar stúlkan kom út frá prestinum, var Hayward ekki með henni. Kannski er hann í felum, hugsaði Shapiro með sér. Hann elti Corvettuna. Stúlkan virtist ekkert vera að flýta sér. Jagúar fór fram úr bíl Shapiros, og síðan fram úr Cor- vettunni. Hann var að flýta sér. Jæja, ég læt hann róa. Ég er engin umferðarlögregla. Hann skrifaði samt niður bilnúm- erið. Milier hafði verið þolinmóður í heila klukkustund. Hann 6 FÁLKINN viðurkenndi að kannski hefði það ekki verið gert til þess að hindra frú Piermont í að votta, að stúlkan væri Julie Titus. Kannski gætu þeir fundið upp betri ástæðu. Gerum ráð fyrir, hafði hann sagt, að John hafi ekki reiknað með græna kjólnum. Hann hafði tekið merkin úr hinum kjólun- um. Hann hafði tekið eftir að merkið hafði þegar verið tek- ið úr græna kjólnum. „Það höfðum við líka gert,“ sagði Miller. „Svo að við gátum sjálfir ekki haft upp á hvar hann hafði verið keyptur.“ Hann hafði ekki reiknað með að Bar- bara Phillips hefði munað eftir þessum kjól í einhverri búð. En þegar hún hafði verið búin að finna búðina, þá hefði hann orðið að leika leikinn til enda — alveg út í búðina í Danbury. „Þú hefur látið einhvern elta okkur,“ sagði John. „Hverju í ósköpunum hafði hann búizt við? Auðvitað voru þau elt. Og þeir höfðu líka samband við alla, sem þau töluðu við. Svo höfðu John og Barbara farið til Piermont-hússins, og John hefði bara tekizt leikurinn vel. Það virtist ekki vera, að hann hefði rekizt á Ebenezer fyrr. Að minnsta kosti hafði herra Hayward ekki búizt við að komast svona langt. Þegar hann og Phillips-stúlkan höfðu náð til Piermont-hússins, jaín- vel þótt þau hittu ekki frú Piermont, þá höfðu þau gefizt upp á því að halda nafni stúlkunnar leyndu. „Var þetta ekki svona, herra Hayward?" „Nei,“ sagði John. „Ég hef aldrei heyrt minnzt á neina frú Piermont“ — né neitt af. þessu öllu.“ Miller var aðeins að reyna að fá botn í þetta. Upphaflega áætlunin hlaut að vera sú, að frú Piermont kæmist aldrei inn í málið. Þar eð John og Barbara höfðu haft uppi á henni, þá varð eitthvað að gera í málinu. „Þá,“ segir Miller, „ókst þú Barböru heim til hennar. Keyrðir svo aftur heim til frú Piermont. Þú hélzt að hún væri enn í Florida, en vegna Ebenezar tókstu byssuna með þér. Áður en þetta skeður, ferð þú samt heim og ferð í sportjakkann og ...“ „Af hverju?" spyr John. „Af hverju skyldi ég vilja vera í þessum áberandi jakka?“ „Við höfum einmitt verið að hugsa um það,“ segir Miller. „Af hverju fórst þú í hann? Var þpð af því að hann er dökkur í myrkri — dekkri en Ijósu fötin, sem þú varst í í gær?“ „Þetta er ykkar saga,“ sagði John. „Hún er uppspuni frá rótum.“ Þéttvaxinn maður, borgaralega klæddur kom inn i her- bergið. Hann heilsaði Miller og settist niður og hlustaði. Mill-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.