Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 29
göða sögu og áttu óþrjótandi fdrða af tviræðum skrítlum. Ein þeirra var Dorris, þrekvaxin, ljóshærð kona, sem kvaðst vera skáld og rithöfundur. Hún bar með sér pyttlu í pilsstrengnum eins og marghleypu, en hún var engan veginn ljót. Hún hafði aðlaðandi andlit með háum kinn- beinum og líktist töluvert leik- konunni Jane Russel. Liu kall- áði hana Jane en hún hélt því fram að hún væri miklu betur vaxin en Jane Russel og skoraði á hvern þann skarf, sem ekki tryði því, að fara annað hvort fjandans til eða eyða fimm döl- um og sannfærast af eigin raun. Á næstu vikum komst Chiang i kynni við margskonar mann- gerðir í Kearnystræti: uppgjafa- hnefaleikara, veðmangara, skáld, siðferðispostula, bindindismenn og betlara og dularfulla menn, sem áttu Cadillac-bíla og gengu með hnullungsgimsteina á vísi- fingrum. Hann hafði mikla ánægju af að virða fyrir sér hið margbreytilega líf á „undra- spölnum". Þegar nærri tveir mánuðir voru liðnir frá fyrstu ferð hans með Liu í Kearny- stræti, var hann á leið heim í gistihúsið seint eitt kvöld. Nokkr- ir aukabjórar höfðu svifið tals- vert á hann og hann vonaði að sér myndi takast að sofna strax og hann væri kominn í rúmið. Litla gistihúsherbergið gerði hann þunglyndan og hann reyndi að dveljast þar sem allra minnst. Hann var háttaður og í þann veginn að leggjast út af og sofna þegar ítalski ráðsmaður- inn barði að dyrum hjá honum og sagði, að beðið væri um hann í símann. Chiang fór út á gang- inn og svaraði í símann og varð í einu vetfangi allsgáður og skýr í hugsun, en jafnframt mjög undrandi, því þetta var Aika. „Get ég hitt þig?“ spurði hún. „Hvenær?“ „Núna strax." Chiang leit á úrið sitt. „En það er nærri komið miðnætti," sagði hann. „Þetta er eini tíminn, sem ég get talað við þig,“ sagði Aika og henni virtist vera mikið niðri fyrir. „Ég held ekki að við ættum að hittast framar," sagði Chiang eftir augnabliks þögn og reyndi að ímynda sér, hvað Aika gæti viljað honum. Þráin eftir að sjá hana var svo sterk, að hann fékk ákafan hjartslát, en ein- hvern veginn höfðu skynsemi hans og viljastyrkur betur í þetta skipti. Hann varð sjálfur undrandi á neitun sinni. „Þetta er áríðandi, Chiang, voða áriðandi," sagði Aika biðj- andi. „Ég verð að hitta þig!“ „Geturðu ekki sagt mér það i símann?" „Nei, ég get það ekki. Ein- hver gæti heyrt til mín.“ Nú fékk löngunin eftir að sjá hana aukinn styrk í forvitninni. „Þá það,“ sagði hann eftir skammvinna innri baráttu. „Ég bíð eftir þér í herberginu mínu.“ „Nei,“ sagði Aika. „Við skul- um hittast á St. Mary torgi eftir hálftíma. Ég kem í leigu- bíl. Vertu góður að biða mín.“ Hún lagði á. Chiang sneri aftur til herberg- is síns, klæddi sig i fötin og beið í tuttugu mínútur. Síðan lagði hann af stað til St. Mary torgsins á horninu á Californiu- stræti og Grantgötu. Það var fullt tungl og næturloftið var svalt og hressandi. Þægilegur andvari lék um andlit hans. Hann gekk upp þrepin inn í snyrtilegan og vel hirtan trjá- garðinn og forvitni hans magn- aðist. Hvers vegna þurfti Aika að finna hann? Hvers vegna var það svo áríðandi? Hafði hún átt í deilu við herra Yee eða hafði hún skipt um skoðun og ákveð- ið að giftast honum í stað herra Yee? Hann fékk sér sæti á bekk og beið en hafði auga með garðs- hliðinu og hjartsláttur hans var ör af geðshræringu. Fimm mín- útum seinna kom Aika I ljós, klædd dökkri vorkápu. Hún gekk hratt í átt til hans. „Ég get ekki verið lengi," sagði hún með andköfum. „Ég lét bílinn bíða eftir mér.“ „Hvað er það, sem þú ætlar að segja mér?“ spurði Chiang hálf vonsvikinn. Hún settist við hlið hans og þreif um handlegginn á honum. Rödd hennar var lág og þrung- in innilegri bæn. „Chiang, ég er með barni. Ég verð að finna lækni, sem getur hjálpað mér svo ég eigi það ekki." 1 fyrstu varð Chiang agndofa, en strax og honum varð ljóst, að nú voru nærri tveir mánuðir liðnir frá því er hún var hjá honum um nóttina í gistihús- herberginu, vissi hann, að hann hefði mátt búast við þessu núna. Þó gat hann ekki gert að því, að honum sveið sárt þessi mála- leitan Aiku við hann, þar sem þetta var hans barn. Honum hvarf skyndilega öll miskunn og hann langaði til að særa hana. „Hvernig veiztu að það er ekki Yee, sem á barnið?" „Herra Yee hefur aldrei kom- ið nálægt mér,“ sagði Aika. „Og nú viltu ekki, að hann komist að þessu," sagði Chiang. „Þú vilt enn giftast honum og peningunum hans og ert fús til að fórna barninu, er það ekki þannig?" Aika horfði á hann. Allt í einu þrýsti hún höndunum að andlitinu og sneri sér undan; axlir hennar titruðu eins og hún berðist við grátinn. Chiang kenndi aftur í brjósti um hana og sá eftir að hafa verið svona harðorður. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um, hvernig hann gæti hjálpað henni. Þetta sem hún bað hann um, varðaði við lög. Hann hryllti við orðinu og gat jafnvel ekki hugsað það með sjálfum sér. Maður yrði að hafa sambönd við undirheima- KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR lýð til þess að komast á réttu leiðina. Ef til vill gætu þessir dularfullu menn í Caddilac bíln- um á Kearnystræti benti honum á rétta aðila. Að lokum lagði hann höndina sefandi á öxl Aiku og sagði: „Gott og vel, Aika, ég skal reyna það sem ég get.“ Aiku virtist létta stórum. Hún þurrkaði úr augnakrókunum með gómnum á vísifingri og þakkaði honum fyrir. „Þú veizt að þetta er ólöglegt, er það ekki?“ Aika kinkaði kolli. Síðan hleypti hún brúnum eins og hún fyndi til sársauka. „Við förum gætilega," sagði hún. „Viltu reyna að finna lækni eins fljótt og þú getur?" „Ég skal reyna." „Hringdu til min um dagtima, þegar Yee er á skrifstofunni." „Ég skal láta þig vita, strax og ég finn...“ Hann þagnaði. Hann gat ekki fengið orðið fram á varir sér. En ást hans til Aiku var að glæðast á ný. Áður hafði honum fundist, að ýmsar setn- ingar sem oft komu fyrir í ástar- sögum, væru hreinn þvætting- ur. Setningar eins og: „Ég gæti gert hvað sem væri fyrir þig, ég gæti jafnvel fórnað lifinu fyr- ir þig.“ En nú fannst honum það ekki lengur. Hann langaði mest til að segja þetta sjálfur. „Ég verð að fara núna,“ sagði Aika. „Geturðu ekki verið ofurlitið lengur?" „Nei, ég verð að fara. Gamla frú Yee vaknar oft um þetta leyti. Vertu sæll Chiang." Þau stóðu kyrr og horfðu hvort á annað. Skyndilega fleygði Aika sér um háls honum og kyssti hann á munninn. Þetta var í fyrsta skipti, sem hún kyssti hann þannig, koss, sem var þrunginn ástriðu og þrá. En rétt í því, að Chiang hafði náð sér eftir undrun sína og ætlaði að fara að endurgjalda kossinn með allri þeirri ást og blíðu, sem hann átti til, reif Aika sig úr faðmi hans og hljóp út úr garð- inum til bílsins, sem beið. Chi- ang elti hana, ruglaður eftir kossinn. Þegar hann kom niður tröppurnar, var leigubíllinn far- inn af stað. Hann stóð þarna og horfði á eftir honum út í myrkrið, unz rauð afturljósin hurfu fyrir horn. Framh. á bls. 41. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.