Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 18
vinnu- og viðskiptasvæði, sem óeðli- legt og óskynsamlegt er að aðskilja. Það hefur svo sína þýðingu fyrir alla við- skiptalega aðstöðu ísafjarðar, að Bol- ungavík og Súðavík munu þróast og vaxa og verða myndarlegir bæir til beggja handa við ísafjörð. Skutulsfjarðareyri verður stækkuð um helming. Öll fjöruborð Poll-megin a. m. k. verða klædd af með stálþili og miklar uppfyllingar gerðar á bak við það. Einnig verður gerð mikil uppfyil- ing á grynningunni Sundamegin, og markast hún af beinni línu úr Suður- tangahæl. Á því landi, sem þarna skap- ast, rís allt að því jafn mikil byggð og nú er fyrir á sjálfri eyrinni. Aðalgatan, sem tengja mun núverandi kaupstað við nýbyggð innfjarðarins, mun liggja á uppfyllingunni meðfram sjónum inn að Seljalandsósi. Mikill fegurðarauki er Tjörnin í Reykjavík. En tilkomulítil tjörn er það samanborið við Ísafjarðar-Poll, sem mynda mun miðsvæði framtíðarborgar- innar við Skutulsfjörð. Hún hefur öll skilyrði til að geta orðið meðal sér- kennilegustu og fegurstu borga heims. Umgjörðin er slík frá Drottins hendi. Það er svo mannanna og þeirra snilli. að draga myndina — sjálft listaverkið — í þá umgjörð. Og til þess ætti þeim að vera vel trúandi, því að við eigum góða arkitekta. Sennilega verða Sundin brúuð, þegar byggðin hefur lukt um Pollinn. Loftbraut upp á Gleiðarhjalla PTWENNT ER ÞAÐ, sem kemur til með að gerbreyta aðstöðu ísafjarð- ar á næstu árum. Það eru jarðgöngin 18 FALKINN gegn um Breiðadalsheiði og Djúpveg- urinn. Engin kaupstaðarbyggð getur blómgazt og tekið eðlilegum v.exti, nema hún standi í lífrænu sambandi við sveitabyggðir. Það er staðreynd, að engin borg hefur orðið til, nema hún hafi sitt eigið „uppland", sem svo er kallað. Með jarðgöngunum um Breiðadals- heiði, sem eiga að -verða að veruleika á næstu tveimur árum, fær ísafjörður lífrænt samband við sveitir Önundar- fjarðar og Dýrafjarðar. Og með Djúp- veginum fær bærinn daglegt samband við byggðir Inndjúpsins. Hvort tveggja þetta skapar bænum ný og betri vaxtar- ( skilyrði. Þegar þetta hefur gerzt, eru ummæli Ólavíusar um, að ísafjörður liggi í miðju héraði og í alfaraleið, orð- in miklu fyllri sannindi og þýðingar- * meiri, en þegar þau voru sögð fyrir nærri því 200 árum. Auðvitað verður sjávarútvegur, fisk- iðnaður og niðursuða aðalatvinnuvegur ísfirðinga í framtíðinni. Bíða þar óþrjót- andi verkefni. Er ekki ólíklegt, að kaví- ar og kúffiskur verði meðal þeirra nið- ursuðuvara, sem ísafjörður sendir á heimsmarkaðinn, áður langt um líður, auk annarra sjávarafurða. Skipasmíðar eiga líka að vera gild- ur þáttur í atvinnulífi ísfirðinga, og með svo rúmu viðskiptasvæði, sem bær- inn fær nú innan tiðar við bættar sam- göngur, eiga margvíslegum iðnaði að skapast góð skilyrði, sem hingað til hafa verið takmörkuð. Menntaskóli Vestfirðinga mun rísa á ísafirði á næstu árum. Hann verður menningarleg aflstöð í bæjarfélaginu, dregur úr brottflutningi unga fólksins og laðar unga og nýja krafta til bæjar- mánabjartri vetrarnótt í skammdeginu, þegar mjöllin hjúpar fjöll og dali. En þeir, sem útsýni þrá, horfa norður um Snæfjallaströnd, Jökulfirði og Grænu- hlíð, og það er útsýn, sem engan svíkur. ísafjörður framtíðarinnar AFYRSTU ÁRATUGUM tuttugustu aldarinnar fjölgaði íbúum ísafjarð- ar verulega. Var bærinn þá um skeið stærsti kaupstaður landsins, að höfuð- borginni einni undanskilinni. Smátt og smátt fjölgaði bæjarbúum frá ári til árs fram um 1940. — Var íbúatalan þá rétt innan við 3000. — En síðan hefur orðið nokkur fækkun í bænum, og er íbúatalan nú talin um 2700. Er þá máski ástæða til að örvænta um framtíð bæjarins? Nei, til þess er ekki nokkur ástæða. Vöxtur unglinga á sér stað í rykkjum. — Kyrrstaða tím- um saman, og svo vaxtarroka, áður en varir. Og að undanförnu hefur verið „suð- urfall“ í þjóðlífi íslendinga. Það hefur tæmt byggilegar sveitir, og stöðvað eðlilegan vöxt kauptúna og bæja, sem sízt hafa lakari framtíðarmöguleika en Stór-Reykjavíkursvæðið. En trúið mér. „Norðurfallið" kemur. — Það er náttúrulögmál. ísafjörður á eftir að verða 15—20000 manna borg. Hún byggist kring um Pollinn, fram í mynni Tungudals á Skeiðinu, út undir Naust — og kyrrlátari úthverfi bæjar- ins beggja megin fjarðar verða í Arnar- dal og Hnífsdal. Við stofnun kaupstað- arins var lögsagnarumdæmi bæjarins aðgreint frá Eyrarhreppi beggja vegna. En innan skamms tíma munu Eyrar- hreppur og kaupstaðurinn sameinast á ný. Þetta er þegar orðið sameiginlegt at- ísafjörður fyrir um það bil 150 árum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.