Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 16
Snmbandi því, sem verið hefur mill- um ísafjarðar verzlunarstaðar og Eyr- arhj epps, skal þess vegna hér eptir vera slitið, og skal fé því, er verzlunarstað- urinn og hreppurinn nú eiga í samein- ingu, og hreppsþyngslum öllum, skipt til helminga milli bæjarins og hrepps- ins. Skipti þessi skulu gjörð af sýslu- manninum í ísafjarðarsýslu, öllum bæj- arfulltrúunum og jafnmörgum mönnum úr Eyrarhreppi, sem allir búendur í hreppnum, er gjaída nokkuð til sveitar, kjósa með atkvæðafjölda á kjörfundi fyrir sýslumanni. 2. grein. Fulltrúar ísafjarðarkaupstaðar skulu vera fimm. Þeir skulu kosnir af bæjar- búum þeim, sem kosningarrétt hafa samkvæmt þessari reglugerð. ' 3. grein. Kosningarrétt hafa, með þeim und- antekningum, sem gjörðar eru i 5. grein, allir fullmyndugir menn, sem ekki eru öðrum háðir sem hjú, og hafa verið bú- fastir í kaupstaðnum síðasta árið, þegar þeir að minnsta kosti borga 2 ríkisdali í bæjargjöld á ári. En skilyrðin skv. 5. gr. voru þau að hafa ekki orðið sekur að lagadómi um neitt það, sem svívirðilegt þætti að al- menningsáliti — bú hans ekki tekið upp sem þrotabú — sviptur fjárræði eða sett- ur undir fjárræði annarra. Þá máttu feður og afkomendur ekki eiga sæti i bæjarstjórninni samtímis. Kjörfundur skyldi haldinn fyrir opn- um dyrum. Lýsti kjósandi því yfir í heyranda hljóði, hvern hann vildi kjósa. Nýkjörinn bæjarfulltrúi skyldi senda bæjarfógeta skriflegt heit og í því skuld- binda sig samkvæmt borgaraeiði sínum — en ef hann eigi hafði svarið borgara- eið — þá með eiði að lofa að gegna dyggilega öllum þeim skyldum, er staða hans leggði honum á herðar, bæði við konung og fósturjörð sína, og einkum við bæjarfélagið, gem kjörið hefði hann til að taka þátt i sjórn bæjarmálefna sinna. í þeim málum, sem snertu þurfa- menn og uppeldi og fræðslu barna skyldi presturinn eiga atkvæði með bæjarfulltrúunum. Fjárhagsáætlun skyldi samin fyrir 20. janúar ár hvert. (Jm hana segir svo í reglugerðinni: „í fjárhagsáætlun skal skýrt frá fé því, sem til er, til að borga með gjöld- in, án þess skattur sé lagður á bæjar- búa. |>egar allar slíkar tekjur eru taldar, skal jafna tveim fyrstu hlutum af gjöld- um þeim, sem þá eru eftir, til hinna eiginlegu bæjarþarfa, á hús og lóðir bæjarmanna þannig, að 5 sjöttungum skal jafna á húsin eftir ferhyrnings- máli grundvallarins; en einum sjöttung á matjurtagarða og aðrar útmældar lóðir, sömuleiðis eftir ferhyrningsmáli. En þrem fimmtungum þess fjár, sem þarf til hinna eiginlegu bæjargjalda, og því fé, sem þarf til forlagseyris FÁLKINN þurfamönnum, skal jafna niður á alla bæjarbúa eftir efnum þeirra og ástæð- um (útsvör).“ Reglugerðin um að gjöra verzlunar- staðinn ísafjörð að kaupstað og um stjórn bæjarmálefna þar, er all ýtarleg, og miklu lengra mál, en svo, að hér verði rakin orðrétt grein fyrir grein, en henni lýkur með þessum orðum: Eptir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér þegnlega að hegða. Gefið í Vorum konunglega aðseturs- stað, Kaupmannahöfn. 26. dag janúarmánaðar 1866.“ Jón Sigurðsson þá þingmaSur ísíirðinga AMA DAG var svo gefið út „Opið bréf um að stofna byggingarnefnd í kaupstaðnum Isafirði“. í byggingar- nefnd skyldu vera bæjarfógetinn og 4 menn, sem bæjarfulltrúarnir kysu, og skyldu tveir þeirra vera úr hópi bæjar- fulltrúanna. Meginhlutverk byggingarnefndarinn- ar skyldi að sjálfsögðu vera það, að koma á reglu um húsabyggingar í kaup- staðnum og afstýra hættu af húsbruna. Með þeim tveimur lagaboðum, sem hér hefur verið frá skýrt, báðum dag- settum, eins og þar segir: „í Voruin konunglega aðsetursstað, Kaupmanna- höfn, hinn 26. dag janúarmánaðar árið 1866“, var verzlunarstaðurinn Ísafjörð- ur orðinn kaupstaður og sérstakt lög- sagnarumdæmi. Fyrsta bæjarstjórnarkosningin á fsa- firði fór svo fram hinn 16. júlí 1866. Þegar þetta gerðist, var Jón Sigurös- son alþingismaður ísfirðinga, Stefán Bjarnarson var sýslumaður og bæjar- fógeti og Árni Böðvarsson prestur á Eyri. Höfnin er lífhöfn sem á engan sinn líka UÐVITAÐ eru það hin frábæru hafn- arskilyrði frá náttúrunnar hendi, sem öllu öðru fremur hafa gert Skut- ulsfjarðareyri — en svo hét staðurinn lengstum — að höfuðstað Vestfjarða. ísafjarðarpollur er einhver fegursta og öruggasta náttúruhöfn, sem hugsast getur. En ýmislegt fleira kemur þó til. í þessu sambandi er gaman að heyra, hvað Ólafur Ólavíus segir árið 1777 í ferðabók sinni um Skutulsfjörð. Honum farast svo orð meðal annars: „Það, sem mest er um vert í firði þessum, auk hafnarinnar, er Eyrin, þar sem verzlunarhúsin standa, sem virðist lofa góðu um, að þar geti risið upp kaupstaður með tímanum. Að minnsta kosti er hún vel til þess fallin af þeim sökum, er nú skal greina: Grundvöllur- inn er þéttur, sléttur og traustur, auk þess sem þar er rúmgott. Umhverfið ei þurrt og heilnæmt og útsýnið viðfeldið. Þaðan er hægt að stunda útræði ,allt eða mestallt árið; þar í kring eru hagar fyrir kýr og kindur, að vísu ekki víð- lendir, en nægjanlegir. Ágætt land- rými er þar fyrir kálgarða. Mótekja er þar í sveitinni ekki langt í burtu. Vatn er fáanlegt þar í grennd, bæði til heim- ilisnota, ef grafnir eru brunnar með for- sjá, og fyrir þófaramylnur og annars- konar slíkan rekstur. Auk þess liggur staðurinn vel við inn- anhéraðsverzlun, þar sem hann er næst- um því í miðju héraði og í alfaraleið. Létt er að gera þar varnir með staura- virkjum, því að staðurinn er að mestu inniluktur af náttúrunnar hendi. Höfnin er örugg, innsiglingin hrein og skipalægi skammt þar fyrir utan. í stuttu máli sagt hef ég ekki séð nokkurn stað á Iandinu, jafnvel ekki sjálfan Eyjafjörð, sem þolir samanburð við þennan stað, ef um slíkar frain- kvæmdir væri að ræða.“ Ólavíusi bregzt ekki skarpskyggnin í aðalatriðum þessarar lýsingar. Eyrin er frábært bæjarstæði. Stað- urinn liggur vel við fiskimiðum. Einnig er hann miðsvæðis í héraði og liggur jafnframt ágæta vel við allri innanhér- aðsverzlun. Og síðast en ekki sízt: Höfnin er lífhöfn, sem engan á sinn líka á öllu landinu. Enda höfðu Englendingar snemma á miðöldum uppgötvað þessa hafnarpara- dís Skutulsfjarðar og tíðum leitað þangað skjóls og öryggis, þegar Norðri konungur færðist í ham sinn. Þá var ísafjörður einnig viðurkennd höfn og fastur verzlunarstaður allan einokun- artímann. Fyrsti vélbáturinn, fyrsti sjómannaskólinn KKI VERÐUR ANNAÐ SAGT, en að ísafirði hafi í flestu vel farnazt, síðan hann fékk kaupstaðarréttindi. Þar blómgaðist þilskipaútge;íB á síðari hluta 19. aldar, og stóð hún um skeið hvergi með meiri blóma. Var ísafjörður þá ein stærsta útflutningshöfn landsins og hefur ávallt fyllt myndaflega sæti sitt á því sviði upp frá því. Skömmu eftir að íslendingar höfðu öðlazt verzlunarfrelsi og tóku að láta að sér kveða í verzlun og siglingum, reis brátt á legg hin mikla Ásgeirsverzl- un á fsafirði. Hafði hún mikinn flota minni og stærri þilskipa. Gufubáturinn Litli-Ásgeir annaðist strandferðir um ísafjarðardjúp og nágrenni, en Stóri- Ásgeir, sem sennilega hefur þá verið stærsta skip í íslenzkri eign, sigldi milli landa með framleiðsluvörur og erlend- an varning hverskonar. Fyrsti vélbátur, sem róið var til fiskjar hér á landi, var frá ísafirði, og glæsilegur floti allstórra vélbáta var í eigu ísfirðinga fyrir og eftir 1920 (Stóru bátarnir). Þá má það til afreka teljast,' þegar ísfirzk alþýða undir styrkri stjórn þeirra Finns Jónssonar -og Vilmundar Jóns konar byggði upp á verstu kreppuár- unum um 1930 hinn glæsilega fiski- flota Samvinnufélags ísfirðinga. Fríð- ari snekkjur sáust þá ekki á íslands-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.