Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 23
Pucherts fram og til baka milli Afríku og hinna og þessara hafna við Miðjarðarhafsströnd Evrópu. Lestarnar voru fylltar af byssum, skotfærum og sprengiefnum, sem breyttust í peninga um leið og það var af- hent umboðsmönnum FLN. Eftir sex athafnasama mánuði gat Puchert flutt í land og tek- ið sér bólfestu í snoturri íbúð í bezta hverfi Tangier borg og það sem meira var. Hinn fyrr- verandi tóbakssmyglari gat nú keypt sér tvo nýja báta, sem gerðu hvort tveggja: að auka flutningsgetuna og fjárhags- ávinninginn. Þar að auki tók Puchert sér nýtt viðskiptanafn og nefndist „Morris skipstjóri." Síðasta aðvörun. Eins og öll stríð, allt frá dög- um bandarísku borgarastyrj- aldarinnar, var alsírska upp- reisnin háð á tveim vígstöðv- um. í fyrsta lagi var um að ræða hina venjulegu bardaga milli skæruliða FLN og franskra hermanna, fallhlífar- liða og útlendingaherdeildar- innar og þær orrustur voru háðar á alsírskri grund. En' þar að auki var um að ræða alþjóðlegt neðanjarðar- stríð milli umboðsmanna FLN og stuðningsmanna þeirra og fransk sinnaðra samtaka. Það stríð var háð með fuilkominni lítilsvirðingu fyrir alþjóðaiög- um og yfirlýstu „hlutleysi". Uppreisnarmönnum var mikil- vægast að útvega sjálfboðaliða, vistir og upplýsingar til stuðn- ings hernaðaraðgerðum í Alsír. Og höfuðverkefni Frakka var að hindra þá í þessari iðju. í fyrstu lét franska stjórnin hina venjulegu upplýsingaþjónustu um verkefnið, en þegar það bar ekki tilætlaðan árangur voru stofnuð ný samtök. Þau höfðu ekkert opinbert heiti, vegna þess að opinberlega voru þau ekki til, en þau urðu fljót- lega fræg undir nafni, sem eng- inn veit hvernig er tii komið: „Le Main Rouge“ — Rauða höndin. Franska stiórnin hefur ævin- lega neitað að hún hafi nokkra vitneskju um Rauðu höndina og að henni vitanlega hafi engin samtök með því nafni nokku'-n tíma verið til. Senni- legast er að samtökin hafi verið mynduð af fyrrve>-andi FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.