Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 25
6-VIKNA NAMSKEIÐ SNYRT INÁMSKEIÐ MEGRUN TIZKUSKDLI ílí ^ydndt reu i stjörnurnar Kæri Astró! Mig langar nú til a'ð biðja þig að segja mér eitthvað um framtíðina. Á ég eftir að ferðast til útlanda? Hvernig vcrður heilsan? Hvenær giftist ég. ef ég giftist þá nokkurn tíma? Eignasí ég mörg börn? Hvað um efnahaginn. í hvaða merki verður maðurinn minn? Eg er fædd kl 2.40 e. h. Unna, Svar til Unnu: Þegar þú giftist væri heppi- legt að það væri maður fæddur í Nautsmerkinu, Þú þarft á því að halda að hafa mann sem fæddur er í jarðmerki því að þig sjálfa skortir eiginleika jarðmerkja og munt þú þvi einna helzt dragast að þannig mönnum. Einnig mundi maður í Vatnsberamerkinu eiga vel við þig. Þér hættir til að vera dálítið um of áhrifagjörn og er bér nauðsvnlegt að vanda val vina þinna. Það er tiltölulega auðvelt að hafa áhrif á gerðir þínar og hugsanir og þú ert ekki nógu ákveðin til að þú get- ir haldið þínu sjónarmiði fram. Þú hefur mikinn hug á að ferð- ast til útlanda og munt gera það, einnig í þvi sambandi er þér nauðsynlegt að vera vand- lát í vali félaga og verður mikið undir því komið að það val tak- ist vel. Árin 1966—’67—’68 eru þó ekki heppileg í því augna- miði að fara í utanlandsferðir. Það er þó ekki þannig meint að þú getir ekki farið á þessu tímabili, heldur að þú mundir verða fyrir ýmsum töfum og erfiðleikum sem þú kæmist annars hjá. Þú mundir þó verða reynslunni ríkari og það er nú alltaf eitthvað. Þessi áhrif valda einnig nokkrum erfið- leikum í sambandi við nám þitt sem annars gengi vel. Þannig að þér fyndist allt erfitt og þú verður jafnvel komin á fremsta hlunn með að gefast upp, það hafa margir gert en séð síðar eftir því. Þú ættir að halda námi áfram. Þú ert með dálítið viðkvæmt taugakerfi og verður að gæta þess að ofreyna það ekki. Að öðru leyti ætti heilsa þín að vera góð. Barnafjöldi verður rétt í meðallagi. Ég býst við að þegar þú gift- ir þig verði það nokkuð óvænt en þó verði það maður sem þú hefur átt að vini um nokkurn tíma. Þú hefur áhuga á að eign- ast fallegt heimili og það verð- ur vafalaust svo en þó má bú- ast við ýmsum árekstrum innan veggja. þess. Þótt þú sért áhrifa- gjörn býrð þú yfir töluverðum metnaði og löi.gun til að kom- ast áfram í heiminum. Það verður kannski næguegt til að ýta undir framkvæmdir hjá þér eina og með þarf. Notfærðu þér skipulagshæfileika þinn og gott minni. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.