Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 42
ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU A REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. ÐÚN- OG UÐUR- HRHNSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. PANTIÐ STIMPLANA HJA FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHE SPlTALASTlG 10 v.ÓÐINSTORG SIMI 11640 efni nánar. „Ég er seinna í dag, eigum við ekki að hefja vinnu?“ „Hafðu engar áhyggjur af því,“ sagði herra Yee. „Þú þarft ekki að skila neinu fyrir tilsett- an tíma, það rekur ekkert á eftir þér. Ef til vill er það það, sem að þér amar. Þú ert of áhyggju- fuilur og kvíðinn. Taktu það rólega." Allt í einu rak hann upp hrossahlátur. „Það er svei mér skrítið; fyrir nokkrum mán- uðum varst það þú, sem sagðir mér að taka það rólega; nú segi ég það sama við þig! Ha! Ha!“ Svo benti hann á Chiang með vindlinum og sagði alvar- lega: „Er nokkuð, sem hvílir sérstaklega þungt á þér?" „Nei, alls ekki,“ sagði Chiang fljótmæltur, „ég svaf aðeins illa í nótt, það er allt og surnt." „Leggðu þig í sófann og fáðu þér blund.“ „Ég fæ mér blund eftir há- degið,“ sagði Chiang og settist við skrifborð sitt. Meðan hann svaraði fáeinum viðskiptabréfum fyrir herra Yee, var hugur hans allur við Aiku og það sem hún hafði beðið hann um. Því meir, sem hann hugleiddi þetta mál allt, þeim mun meiri andstyggð vakti það hjá honum. Aika vildi losna við barn hans og hún var svo ósvíf- in að biðja hann aðstoðar. Nei, hann ætlaði ekki að eiga þátt í að myrða sitt eigið barn. Hann gæti sætt sig við, að hún elsk- aði hann ekki, en þetta var hon- um um megn; hún hefði eins getað sagt við hann berum orð- um: „Ég vil ekkert eiga, sem er hluti af þér. Losaðu mig við það, ég hata það, ég hata það...“ Chiang lagði frá sér pennann. Skyndilega hataði hann Aiku. Hann varð aftur sannfærður um að hún elskaði hann ekkert; hann mátti ekki láta þennan koss villa sér sýn. Hún, sem hafði haft ástaratlot að atvinnu, auðvitað kunni hún listina að kyssa. Þetta var aðeins greiðslan fyrir þjónustu hans, þóknun til tilvonandi morðingja, sem ætlaði að myrða sitt eigið barn. Chiang vissi, að það var farið að slá út í fyrir honum. Hann yrði að segja henni, hver afstaða hans væri gagnvart þessu. Strax. Hann yrði að segja henni það strax. „Ég hef höfuðverk," sagði hann við herra Yee. „Ég ætla að fara út í lyfjaverzlun- ina og kaupa mér nokkrar aspirintöflur." „Taktu þér frí í dag,“ sagði herra Yee. „Farðu í rúmið. Þú lítur ekki vel út í dag.“ „Það er ekkert að mér,“ sagði Chiang á leið til dyra. „Aðeins dálítill höfuðverkur. Ég kem strax aftur." Hann gekk inn í vínstofu hinum megin við götuna til þess að hringja til Aiku. Þegar hann var kominn í simaklefann og ætlaði að fara að velja númerið, þyrmdi aftur yfir hann af með- aumkun; hatursaldan var liðin hjá. Hann þráði að segja henni i fyrsta skipti, hve heitt hann elskaði hana; grátbiðja hana um að koma til sín, hann vildi segja henni, ^að þau yrðu að halda barninu, elska það og ala það upp, hann skyldi þræla fyrir henni og þessu barni þeirra.... Hann valdi númerið með fingri, sem titraði ofurlítið, reyndi að stilla ofsann í tilfinningum sin- um og efla stærilæti sitt. Hann heyrði simann hringja heima hjá herra Yee; hann hringdi nærri fulla minútu. Þá heyrði hann, að heyrnartólið var grip- ið upp og kviðafull rödd Aiku í símanum: „Halló,“ sagði hún. „Aika,“ sagði Chiang og var stirt um mál, „ég hringdi aðeins til þess að segja þér, að ég get ekki hjálpað þér.“ Það varð augnabliksþögn i símanum. Chi- ang gat allt að því séð fyrir sér þjáningardrættina í andliti Aiku. Hann beið þess, að hún segði eitthvað, en hún sagði ekki neitt. „Mér þykir fyrir því, Aika,“ hélt hann áfram, „en mér er það ómögulegt. Ég get ekki átt þátt í að myrða mitt eigið afkvæmi. Ég bið þig að tala ekki við mig framar um það.“ Hann flýtti sér að leggja á. Svo lagði hann leið sína í vínstúkuna og bað um tvöfaldan whisky, sem hann hvolfdi í sig óblönduðu. Þegar hann hafði lokið við það, hélt hann aftur til skrifstofunnar og reyndi eftir megni að láta á engu bera. „Fékkstu aspirinið?" spurði herra Yee, umhyggjusamur á svip. „Já,“ svaraði Chiang. „Mér er að batna. Ég get oftast læknað minn höfuðverk með nokkrum aspirinskömmtum." „Það er konu höfuðverkur," sagði herra Yee. „Slíkur höfuð- verkur læknast aðeins með aspi- rini og nokkurra klukkustunda hvíld. Nú ættirðu að fá þér blund á sófanum." „Nei, þakka þér fyrir, ég þarf þess ekki.“ „Jæja, þú ert kunnugri þinni heilsu en ég. Ég get varla sagt að ég hafi fengið höfuðverk í meira en þrjátíu ár; ég er nærri búinn að gleyma, hvernig það er. Ertu viss um, að þér sé að batna?“ „Ég er viss um það," sagði Chiang og settist aftur við skrif- borð sitt. Whiskíið var farið að segja til sin, og honum leið betur. Herra Yee fór snemma heim eins og vandi hans var orðinn. Chiang hafði aldrei séð mann svo áfjáðan í að komast heim. Síðan Aika tók bónorði hans, reykti hann færri vindla en áður, en leit þeim mun oftar á úrið sitt, og þegar honum virtist tími til kominn að fara heim, var hann fljótari að yfirgefa skrifstofuna, en nokkur nemandi Chiangs í tungumálaskólanum hafði verið að koma sér út úr skólastofunni. Chiang var ekki alveg ljóst, hvort hann öfundaði hann eða aumkaði. Einhvern veginn fann hann ekki til afbrýði gagnvart honum. Hann hafði verið kval- inn af afbrýðisemi gagnvart John Larsson, þessar vikur í Monterey, en öðru máli gegndi um herra Yee. 1 Monterey hafði Chiang átt miklu nánara sam- neyti við Aiku en Larsson, sem aðeins hafði fengið að kyssa hana, en í þeim kossum var falin ást og einlægni, sem Chi- aug þráði miklu heitar en ástriðunætur án einlægra tilfinn- inga. Kossinn i St. Mary garðin- um loddi við huga hans og angr- aði hann mjög en var honum þó hálfu dýrmætari og göfugri endurminning en hinar keyptu ástríðunætur. Þetta var það, sem herra Yee myndi hreppa; keypt ást, eða löglegur frillu- lifnaður án tilfinninga. Ef til vill var það þess vegna, sem Chiang fann ekki til neinnar afbrýði gegn honum. Herra Yee og hann sjálfur voru báðir í sama báti; hvorugur þeirra myndi eignast það sem John Larson hafði átt — hjarta Aiku. Framh. í næsta blaði. • Rolling Stones Framh. af bls. 4. er ógiftur, Brian Jones, og ekki á neinn hátt heitbundinn. Hann er Casanova þeirra Stones. Fer aldrei út aftur með sömu stúlk- unni. Hún má hafa langt eða stutt hár, ljóst eða dökkt, það skiptir ekki máli. Aðeins það, að mér líki hún, segir hann. Franskar og sænskar eru bezt- ar. Hann hefur ekki áhuga á að gifta sig í náinni framtíð. Það er um að gera að lifa líf- inu á meðan unnt er, segir Brian. 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.