Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 39
6 Með ýtrustu gætni má nú klippa með naglatöng eða skærum allt lauslegt á naglaböndunum. Gætið þess að særa ekki umhverfi naglanna, slíkar sprungur gróa oft seint og vill oft grafa í þeim. 7 Ef hörundið kringum neglurnar er þurrt og hefur til- hneigingu til að springa er hægt að mýkja það með nuddi. Notið við það möndluolíu, nuddið í hring með þumalfingri hinnar handarinnar. \ 8 Áður en neglurnar eru lakkaðar á ný þarf að fjar- lægja alla feiti, annars endist lakkið ekki. Burstið því fingurna varlega úr volgu sápuvatni og þerrið vel. Það er tilgangslaust að lakka rakar neglur. 9 Ef lakkið á að endast vel, ættuð þér að reyna aðferð- ina með 3 lakktegundum. Það er fyrirhafnarmeira en nota eitt lag af lakki, en endist líka þrefalt lengur. Fyrst er byrjað á litlausu undirlakki, sem einnig má bera á neðri hlið naglarinnar. Þegar fyrsta lagið er orðið þurrt, er lakkað yfir það með þunnu lagi af lituðu lakki. Dýfið penslinum í við hverja nögl og hreinsið af honum við stútinn um leið og hann er dreginn upp úr glasinu. Setjið tvö lög af litaða lakkinu, þá verður liturinn dýpri og jafnlit- aðri. Athugið að láta lakkið þorna vel á milli. Þegar litaða lakkið er gegnumþurrt, er farið yfir það með hlífðarlakki. í þetta skiptið er einnig lakkað undir naglaroddinn, svo að lakkið flagni síður af brúnunum. Munið að láta hvert lag af lakki full- þorna, áður en það næsta er borið á, Að þessu loknu er stúturinn á glasinu hreinsaður vel með tissue. Ef þetta er ekki gert, þornar lakkið og nær ógerlegt er að komast í glasið, auk þess sem ekki er hægt að loka því nógu vel, svo að lakkið eyðileggst með tímanum. Munið að loka glasinu strax að lokinni notkun. FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.